Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 43
SIGURVERKIÐ
25
Konan: Fyrri maðurinn minn hét
og var sá vondi.
Læknirinn: Var fyrri maðurinn
þinn, „sá vondi“, hamingjusamur í
hjónabandinu?
Konan: Nei.
Læknirinn: Að því er mikil bót —
hann sækist þeim mun síður eftir að
koma til baka. En af því seinni mað-
urinn þinn var góður, getur kannske
„sá vondi“ viljað komast í líkama
hins góða sér til sáluhjálpar með það
fyrir augum að byrja nýtt og betra
liíf.
Konan: Ég mundi ekki vilja fórna
mér fyrir þá sáluhjálp. En sannar-
fega er það ekki líklegt að hann vildi
koma aftur í þeim tilgangi að verða
nýr og betri maður.
Læknirinn: Hann getur þótzt hafa
margt ósagt og ógert af því illa.
Konan: Það er líklegra.
Læknirinn: Það er sennilega bezt
að láta svo vera sem komið er. Þú
sérð í hvaða vanda læknar eru í
slíku tilfelli sem þessu, jafnvel þó
aðrir taki á sig ábyrgðina.
Konan: Já, ég veit það. En það
hlýtur að vera ógurlegur ábyrgðar-
hluti að varna góðri sál að koma
aftur í sinn líkama og láta gott af
sér leiða — meiri ábyrgðarhluti en
hitt að gera hinum vonda það mögu-
iegt að koma aftur í líkamann til að
vinna illt.
Læknirinn: — Ekki sízt vegna
þess að líkaminn læknast að fullu í
dauðanum, og þegar sálin, hver sem
hún er, kemur í hann aftur er hann
alheilbrigður og hæfur til stórra at-
hafna.
Konan: Ég ætla að treysta því að
hin góða sál nái að koma aftur í sinn
heilbrigða líkama.
Læknirinn: í því liggur háskinn
að hinn komi í staðinn.
Konan: Sé sá veikari sterkari í
hinu góða en sá sterki er í hinu illa,
þá sigrar sá góði.
Læknirinn: Margir gera gott og
margir gera illt án þess þeir viti það
sjálfir, heldur aðrir.
Konan: Menn eiga enga sök á né
laun skilin fyrir það sem þeir gera
ósjálfrátt.
Læknirinn: Og margir gera gott
og margir gera illt, þó enginn nema
þeir sjálfir viti hver gerir það. Þess-
ir menn fara á mis við einstaklings
og almennings álit og engin ályktun
verður af þeim dregin. Samt verkar
það sem þeir aðhafast á allt um-
hverfið.
Konan: Þetta nær ekki til þeirra
tveggja manna sem hér eru til um-
ræðu. Þeir komu, hvor í sínu lagi, í
ljós með það sem þeir höfðu til að
bera.
Læknirinn: Aðeins á yfirborðinu.
Konan: Við verðum að vera ásátt
um, hvernig þeim manni er háttað
sem er góður og hvernig hinum er
háttað sem er vondur. í þeim góða
er hið góða svo yfirgnæfandi hið illa
að hins il'la gætir ekki, en í þeim
vonda er hið vonda svo yfirgnæf-
andi hið góða að hins góða gætir
ekki.
Læknirinn: Sé illt og gott í hverj-
um einstaklingi, er víst að munur er
á mönnum, þó þeir séu í senn bæði
vondir og góðir. — Var nokkuð í
fari þíns góða manns sem benti tiil
þess að hann mundi hafa verið vond-
ur maður ef hann hefði verið heil-
brigður?
Konan: Hann var alltaf andlega
heilbrigður. — Trúir þú að menn