Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 43

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 43
SIGURVERKIÐ 25 Konan: Fyrri maðurinn minn hét og var sá vondi. Læknirinn: Var fyrri maðurinn þinn, „sá vondi“, hamingjusamur í hjónabandinu? Konan: Nei. Læknirinn: Að því er mikil bót — hann sækist þeim mun síður eftir að koma til baka. En af því seinni mað- urinn þinn var góður, getur kannske „sá vondi“ viljað komast í líkama hins góða sér til sáluhjálpar með það fyrir augum að byrja nýtt og betra liíf. Konan: Ég mundi ekki vilja fórna mér fyrir þá sáluhjálp. En sannar- fega er það ekki líklegt að hann vildi koma aftur í þeim tilgangi að verða nýr og betri maður. Læknirinn: Hann getur þótzt hafa margt ósagt og ógert af því illa. Konan: Það er líklegra. Læknirinn: Það er sennilega bezt að láta svo vera sem komið er. Þú sérð í hvaða vanda læknar eru í slíku tilfelli sem þessu, jafnvel þó aðrir taki á sig ábyrgðina. Konan: Já, ég veit það. En það hlýtur að vera ógurlegur ábyrgðar- hluti að varna góðri sál að koma aftur í sinn líkama og láta gott af sér leiða — meiri ábyrgðarhluti en hitt að gera hinum vonda það mögu- iegt að koma aftur í líkamann til að vinna illt. Læknirinn: — Ekki sízt vegna þess að líkaminn læknast að fullu í dauðanum, og þegar sálin, hver sem hún er, kemur í hann aftur er hann alheilbrigður og hæfur til stórra at- hafna. Konan: Ég ætla að treysta því að hin góða sál nái að koma aftur í sinn heilbrigða líkama. Læknirinn: í því liggur háskinn að hinn komi í staðinn. Konan: Sé sá veikari sterkari í hinu góða en sá sterki er í hinu illa, þá sigrar sá góði. Læknirinn: Margir gera gott og margir gera illt án þess þeir viti það sjálfir, heldur aðrir. Konan: Menn eiga enga sök á né laun skilin fyrir það sem þeir gera ósjálfrátt. Læknirinn: Og margir gera gott og margir gera illt, þó enginn nema þeir sjálfir viti hver gerir það. Þess- ir menn fara á mis við einstaklings og almennings álit og engin ályktun verður af þeim dregin. Samt verkar það sem þeir aðhafast á allt um- hverfið. Konan: Þetta nær ekki til þeirra tveggja manna sem hér eru til um- ræðu. Þeir komu, hvor í sínu lagi, í ljós með það sem þeir höfðu til að bera. Læknirinn: Aðeins á yfirborðinu. Konan: Við verðum að vera ásátt um, hvernig þeim manni er háttað sem er góður og hvernig hinum er háttað sem er vondur. í þeim góða er hið góða svo yfirgnæfandi hið illa að hins il'la gætir ekki, en í þeim vonda er hið vonda svo yfirgnæf- andi hið góða að hins góða gætir ekki. Læknirinn: Sé illt og gott í hverj- um einstaklingi, er víst að munur er á mönnum, þó þeir séu í senn bæði vondir og góðir. — Var nokkuð í fari þíns góða manns sem benti tiil þess að hann mundi hafa verið vond- ur maður ef hann hefði verið heil- brigður? Konan: Hann var alltaf andlega heilbrigður. — Trúir þú að menn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.