Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 110

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 110
92 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Úlgáfumálanefnd Séra P. M. Pétursson Mrs. Hrund Skúlason Björgvin Hólm. Forseti las að þessu enduðu bréf frá Árna Bjarnarsyni, þar sem hann skýrði frá, að þeir Gísli Ólafsson lögregluþjónn væru væntanlegir vestur um haf á næstunni. Var nú lengi rætt um, hversu bezt mætti styðja þá félaga við söfnun þeirra í íslenzkar æviskrár. Fjórði fundur hófst kl. 2 e.h. þriðjud. 20. febrúar. Lesin var fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt. Frú Marja Björnson flutti þessu næst nefndarálit milliþinga- nefndar í skógræktarmálum. Skýrsla frá skógrækfarnefnd Nefndin hafði engan fund á árinu, og ég sem formaður þeirrar nefndar hefi ekki sökum fjarlægðar getað notið sam- vinnu hinna nefndarmanna, en pening'a, sem safnazt höfðu fyrir ársgjöld og gjafir félaga að upphæð $120.00, sendi ég til Hákonar Bjarnasonar formanns Skóræktarfélagsins í fyrra sumar. Ég hefi einnig fengið tvær deildir til að gjörast meðlimir í Skógræktarfélag- inu og vonast til þess, að þær haldi áfram að greiða ársgjöld sín. Þessar deildir eru „Aldan“ í Blaine, Washing- ton og „Ströndin“ í Vancouver, B.C. Á þessu ári hefi ég meðtekið $2.00 frá Þorsteini Bergmann í Vancouver, B.C. og $10.00 frá Sigurði Stefánssyni sama stað, einnig $2.00 frá Jóni Magnússyni Seattle, Wash. fyrir ársrit. Þá skrifaði ég stutta grein í Lögberg-Heimskringlu um skógræktina. Ég meðtók bréf frá Hákoni Bjarna- syni með viðurkenningu fyrir peninga- sendingunni, og þá fékk ég einnig frá honum 60 litskuggamyndir frá skóg- ræktinni aðallega, og mun ég sýna þær á samkomum og fundum á Vesturströnd- inni, og sjálfsagt er að sýna þær hér einnig, ef þess verður óskað. Marja Björnson. Frúin lagði til, að skýrslan yrði við- tekin. Sú tillaga var studd og samþykkt. Samþykkt var kjör í skógræktarnefnd fyrir næsta ár, en í þeirri nefnd eiga sæti: Frú Marja Björnson, ólafur Hall- son, Jakob Kristjánsson. Forseti las þessu næst kveðju frá séra Eiríki Brynjólfssyni í Vancouver. Fer kveðjan hér á eftir: Herra forseti, þingfulltrúar og gestir. Heil og sæl á þjóðræknisþingi. Með glöðum huga og þakklátum minn- ist ég þeirra þjóðræknisþinga, sem ég hefi setið. Þar hefir verið góðra vina fundur, og unnið að þingmálum af á- huga og góðri samvinnu, þótt sitt hafi sýnzt hverjum. Þingmál hafa flest verið menningar-, þjóðræknis- og samvinnu- mál, og er það í anda frumherjanna, landnámsmannanna, sem fluttu með sér til þessarar heimsálfu skemmtilega og trausta alþýðumenningu frá kvöldvök- unum í baðstofunum á heimalandinu. Þeir fluttu með sér lestur, skrift og reikning, ljóð, rímur, æfintýri og sögur, sem þeir kunnu utanbókar. Húspostillur, sálmabækur og Passíusálmana. Og merkið féll ekki, þó flutt væri í þessa heimsálfu. Bókasöfn og lestrar- félög voru stofuð, sönfuðir og kirkjur reistar og samkomuhús, blöð og bækur prentuð á íslenzkri tungu. Það má segja, að íslenzka þjóðbrotið í Ameríku hafi sigrað mikla erfiðleika undir þessu merki og sé þessvegna enn við lýði og njóti trausts og virðingar samborgaranna. Ef það er satt, sem líklega fáir efast um, að „fyrir andans framför eina fólks- ins hönd er sterk“, þá er sá þáttur ósvik- inn og haldgóður, sem íslendingar hafa spunnið í framfara og menningar sögu tveggja stórlanda, Canada og Banda- ríkjanna. Þjóðræknisþing er árlegur merkis at- burður, og áhrif þess ná víðsvegar til fólks af íslenzkum ættum í hinu mikla dreyfbýli milli tveggja heimshafa. Þau áhrif vekja til lífs minningar frá liðnum árum, þegar lesin voru og lærð ljóð, sögur og bænir á ísl. tungu við móður- kné, minningar um heimilis- og fjöl- skyldulíf, sem var einfalt, látlaust og hlýtt og glatt, þótt búið væri við þröng og kröpp kjör, og hver sólskinsblettur var ógleymanlegur og dýrmætur. Hver getur t.d. gleymt kertaljósunum á að- fangadagskvöldi jóla, þegar engin voru nútíma ljósin. Þjóðræknisþingið minnir einnig á verkefni líðandi stundar. Það er eggjun og hvatning til hins „Unga íslands" i Vesturheimi, að nota hæfileika sína til vaxandi gæfu þjóðar sinnar. Aldrei ætti að mega segja um ísl. þjóðarbrotið i Vesturheimi, sem gamli maðurinn sagði um sjálfan sig, „í nútímanum sem nátt- tröll ég slóri“, öll nátttröll verða^ ao steini í morgunroða hins nýja tíma, sérhver dagur er nýr tími, nýtt eilift kraftaverk, þar má engin minnimáttar- kennd komast að, sem því miður „hefur hugans orku lamað“, hjá mörgum góð- um fslending heima og erlendis. Hinni ungu kynslóð af ísl. ættum í Ameríku er óhætt að ganga hugrökk og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.