Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 48
30
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ÖRYGGI
Hvar finnst skáldsins hulið-skot
heims í menningunni?
Helgigeymslu hefir not
hann hjá íþrenningunni.
HINN „RÉTT-TRÚAÐI"
Ekki er hann auli sá
og svo laus við hroka,
vissu hans það verði á
úr veg’ fyrir sannleik þoka.
STÍLSNILLINGUR
Sjá hve ljúft hans lesmál er
og laust við allan hroða.
Það stendur ekki stund í þér
svo stríð-velgd smalafroða.
MÆLSKUR
Engan fann ég andans mat
í öllu því, hann sagði.
Annað var — og ekkert hrat —
er hann loksins þagði.
LEIKKONAN
Svo laut hún mætti listarvalds
og leiknum gaf sig alla,
að sjálf varð engin, utan tjalds,
með eigin kosti og galla.
UM SKAPNAÐ MANNSINS
Alveldinu illa tókst
auma menn að skapa.
Við það heimi vandi jókst:
þeir vilja sífellt hrapa.
Alverunni einn er smár —
ar í sólargeisla —
Hve hann reynist léttur, lág’r
leyfir engin reizla.
Telst þó víst, sé vonzka hans
verri öllu hinu.
Hve má vera vonzka eins manns
verri alveldinu?
Ómar gamla fannst um fátt
fráganginn á sköpun manns,
löngum gat ei lagt í sátt
leirsmíðarnar skaparans.
Ljós um duftið lýsir stig
lífi í ótal myndum.
Maður lærir mest um sig
af minnstu smákvikindum.
Ekki er það hundur, hross,
hnýsan, bifur, kýrin —
heldur kenna oss um oss
allra lægstu dýrin.
Er ei þetta bjástur brjál:
böl er manni goldið
fyrir það að sett er sál
í syndnæmt, vesælt holdið?
Hc jJí sfc
Orðstír vor og ætta tal
alt er geymt í söfnum,
dáð vor öll og dyggða val
dáterað með nöfnum.
Því er óþarft, auka við
okkar fyrri sóma.
Betur apa aldar sið,
óvit hennar róma.
VÖKULOK
Oftast fór eg einn í lest,
einsog klyfjar sýna.
Einn þú leiðst mér lengst og best
lausgirðingu mína.