Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 62
Prófessor RICHARD BECK:
Mannalát
ÁGÚST 1961
17. Jónas J. Middal, garðyrkju- og
blómræktarmaður, á sjúkrahúsi í
Seattle, Wash. Fæddur 15. febr. 1877 á
Fremra-Skógskoti í Miðdölum í Dala-
sýslu. Foreldrar: Jón Jónsson og Helga
Jónasdóttir. Kom til Vesturheims 1899
og hafði verið búsettur í Seattle í 54 ár.
Áhugamaður um íslenzk félagsmál og
prýðisvel skáldmæltur.
SEPTEMBER 1961
20. Sigurlaug Johnson, ekkja Zophon-
íasar Björnssonar Johnson, prentara, á
elliheimilinu Stafholti í Blaine, Wash.
Fædd 14. maí 1877 að Hellum á Vatns-
leysuströnd í Gullbringusýslu. Foreldrar:
Rafn Guðmundsson (Nordal), síðar land-
námsmaður í Argyle, Manitoba, og Guð-
rún Þóroddsdóttir. Kom til Kanada alda-
mótaárið, hafði um langt skeið átt heima
í Seattle.
OKTÓBER 1961
2. Halldór B. Jónsson, á sjúkrahúsi í
Langenburg, Sask., 64 ára gamall.
29. Gunnel (Gunnlaug) Halldórson,
kona Friðriks Halldórson, að Mountain,
N.-Dakota, á sjúkrahúsi í Cavalier, N.-
Dakota. Fædd í grennd við Mountain 3.
nóv. 1885. Foreldrar: Bjarni Bjarnason
frá Víðihóli á Hólsfjöllum og Gróa Jóns-
dóttir frá Kálfafelli í Vopnafirði.
NÓVEMBER 1961
12. Hóseas G. Eiríksson, í Markerville,
Alberta. Fæddur í grennd við Hensel,
N.-Dakota, 2. sept. 1883. Foreldrar: Gísli
Eiríksson frá Þorgrímsstöðum í Breiðdal
og Anna Kristín Einarsdóttir frá Egils-
seli í Fellnahreppi í Norður-Múlasýslu.
Fluttist með foreldrum sínum til Alberta
1891.
16. Rögnvaldur Gísli Hillman, á Elli-
heimilinu Borg að Mountain, N.-Dakota.
Fæddur 23. okt. 1873. Foreldrar: Pétur
Rögnvaldsson frá Kleifum á Skaga í
Skagafirði og ólöf Kjartansdóttir Eiríks-
sonar úr sömu sveit. Fluttist vestur um
haf með foreldrum sínum til Ontario
1874, en í Akrabyggð í N.-Dakota 1881.
Lengi bóndi í Mouse River byggðinni í
N.-Dakota, en seinna um mörg ár að
Mountain.
20. Halldór (Túi) Bjarnason, húsgagna-
smiður í Vancouver, B.C. Fæddur 3. júní
1888 í grennd við Hensel, N.-Dakota.
Foreldrar: Sigfús Bjarnason og Helga
Gunnlaugsdóttir, landnámshjón í ís-
lenzku byggðinni í N.-Dakota. Land-
námsmaður í Saskatchewan og búsettur
þar lengi, en síðastliðin 20 ár í Van-
couver.
22. Thorkell Eymundson, í Prince
Rupert, B.C., 82 ára að aldri.
DESEMBER 1961
18. Joseph Thor Thompson, í Selkirk,
Man. Fæddur að Gimli, Man., 16. des.
1934. Foreldrar: Pétur G. Thompson og
Guðrún Thompson. Hafði verið í Ridd-
araliðslögreglu Kanada (Royal Canadian
Mounted Police) síðan vorið 1953 á ýms-
um stöðum í Alberta, en lenti í bílslysi
í janúar 1958, er síðar dró hann til dauða.
23. Jóhanna Magnúsína (Hanna) Jónas-
son, kona Edwins Jónasson, á Gimli, 59
ára gömul.
26. Stefán Jónsson Matthews, á heimili
sínu við Siglunes, Man. Fæddur í Víði-
dal á Fjöllum 8. maí 1882. Fluttist vest-
ur um haf með foreldum sínum fimm
ára gamall og bjó mestan hluta ævinnar
í grennd við Siglunes.
29. Ólafur Jónasson, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg. Fæddur í Selkirk,
Man., 3. sept. 1903. Foreldrar: Ólafur
Jónasson og Helga Jónasdóttir. Ólst upp
í Árnesbyggð í Manitoba, en búsettur í
Winnipeg síðustu 15 árin.
30. Magnús Guðmundur Guðlaugsson,
fyrrum landnámsmaður í Saskatchewan
og Alberta, í White Rock, B.C. Fæddur
að Ljárskógaseli í Dalasýslu 22. ágúst
1880. Foreldrar: Guðlaugur Bjarnason og
Magdalena Skúladóttir. Fluttist með
þeim vestur um haf til Nýja íslands 1883.
Bóndi í Saskatchewan framan af árum,
síðan um nærri 40 ár í Alberta, en sein-
ustu árin í White Rock. Forystumaður i
sveitarmálum og ritfær vel. Gaf út end-
urminningar sínar.
Des. — Mrs. Halldóra Petersen, í Van-
couver, B.C. Fluttist vestur um haf fra
Reykjavík, þegar hún var ung kona.
JANÚAR 1962
1. Eyjólfur Gunnarsson, á sjúkrahúsi
í Langenburg, Sask. Fæddur 4. ágúst
1874. Foreldrar: Gunnar Gunnarsson og
Ingveldur Eyjólfsdóttir, er bjuggu a
Innri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd i
Gullbringusýslu. Fluttist til Kanada alda;
mótaárið og hafði lengstum verið bóndi