Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 47
VÖKUSTAURAR
29
Ekki segi ég, setjist hann
sjálfur illa í geð mér;
hitt er að, hann hjátrú ann
og hefur flagðið með sér.
Ég hafði, þegar líf við lá,
við ljósa hugsun stutt mig;
nú hélt ég væri heimskan frá —
Hún hafði bara flutt sig.
* * *
Stu-ndum finnst mér fegurðin
fjötruð liggja í orðum,
og hún stirðni upp, auminginn,
í svo þröngum skorðum.
* * *
Mín er orðin lúin lund,
leið á öllu suði,
einkum þeirra, er iðka fund
um einkaleyfi á Guði.
Örlög gerast ill og hinzt:
eyða lífi höllu
í að sjá hve sínkum vinnst
að sóa og týna öllu.
sjc * *
Skrambi finnst mér skringilegt
— skynsemin sé vakin —
Veldur fjár- og vítis- sekt,
að vera séður nakinn.
Merkust guðs og mesta smíð
— Mér er bágt að skiljast —
skal um ár og alla tíð
alls lags tuskum hyljast.
FRAMTAKSMAÐUR
Eyrir útsjón, elju, stuld,
alit þótt sér vinni,
öregzt honum að borga skuld
ketri vitund sinni.
Og þótt safni-st auður, völd —
allur jarðar seimur,
vændisgáfum váleg gjöld
veitir þessi heimur.
F-engnum á og um sig hlóð,
unz hann líktist bergi.
Mammons risamynd hér stóð,
maðurinn sást hvergi.
MANNKÆRLEIKUR
Gjöf hans var af gáfum stefnt
gagns til, samkvæmt kvörtun;
Auglýst var, en nafn hans nefnt
naumast snerti hjörtun.
FULLORÐINN OG BARN
Lærða mannsins leikfang er
leyndu-r alheims kjarni;
ti'l þess fé og fjöri ver —
fávísari barni —
Er að leik með lítið fley
leggur net úr garni.
Mann ef leikur, leynist ei,
líkist hann mest barni.
Einn í múgans aragrúa
illa þótti kunna að trúa,
ekki verzla vel með huga sinn,
líti’ll una lágum sessi;
lá við spurning — hver er þessi?
Heyrðist svarað: „helzti auminginn“.
Löngu síðar: „Sá var fullorðinn“.
GAGNRÝNIR
Hve hróðugur í hásæti
hann hei-11 og sæll fær lifað
á öllu þessu ágæti,
sem aðrir hafa skrifað.