Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 108

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 108
90 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Ársskýrsla deildarinnar „ísland" Það voru fjórir fundir haldnir á árinu. Mrs. Bergthor Emil Johnson heim- sótti deildina 22. sept. Hún flutti ágætan og skemmtilegan fyrirlestur og sagði frá ferðalagi sínu á íslandi árið 1957, einnig sýndi hún mjög fallegar hannyrðir, víravirki og aðra mjög fallega muni, búna til á íslandi. Deildin „ísland“ þakkar frú Kristínu fyrir komuna. Er hún fjórða konan, sem hefir heimsótt okkur. Hinar þrjár voru fröken Halldóra Bjarnadóttir frá íslandi, frú Hólmfríður Daníelson og fröken Helen Josephson frá Winnipeg. Þann 28. október minntist deildin fjörtíu ára afmælis síns. Þann 12. febrúar árið 1921 komu 17 manns saman í sam- komuhúsi Brown byggðar, og var þá ákveðið að stofna deild, 13 manns voru þá allareiðu í aðaldeildinni. Aðeins fimm eru nú á lífi, sem voru á þessum fyrsta fundi, allir viðstaddir á fertugsafmæl- inu. Nöfn þeirra eru: Mrs. Kristín Ing- unn Thomasson, Gísli ólafsson, Mrs. Louisa G. Gíslason, Mr. og Mrs. Jón B. Johnson. Skemmtiskráin byrjaði með söng, sem allir tóku þátt í, síðan var lesinn fyrsti fundargjörningur félagsins, ritaður af Þorsteini J. Gíslasyni, fyrsta skrifara félagsins. Próf. Haraldur Bessason flutti næst ágætt erindi, þrungið af vel- vild og góðum óskum. Jón B. Johnson einn af stofnendum deildarinnar flutti ávarp og rifjaði margt upp frá liðnum árum. Aðalræðuna flutti dr. Richard Beck, og gátum við ekki óskað okkur betri afmælisgjafar. Hann hafði frá mörgu fróðlegu að segja, var nýkominn frá fs- landi, sagði frá fimmtíu ára afmælis- hátíð Háskóla íslands, minntist á gest- ina frá fjarlægum löndum, hlýju og indælu samverustundirnar með frænd- fólki og vinum o. s. frv. Við þökkum dr. Beck fyrir þessa ágætu ræðu og hans góðu óskir. Þetta er í sjöunda sinn, sem hann heimsækir okkur. Við óskum honum til hamingju með heiðurinn, sem Háskóli íslands veitti honum. Frú Margrét Beck kom með manni sínum, og ungur maður frá fs- landi, Jóhann Sigurðsson, frændi próf. Bessasonar, var með í förinni. Við erum öllu þessu góða fólki þakklát fyrir kom- una. Líka vil ég, fyrir hönd deildarinn- ar, þakka próf. Bessason fyrir hans á- gætu grein í Lögbergi-Heimskringlu um 40 ára afmælishátíðina. Dr. Jón Guðmundson frá Morden flutti stutt ávarp og óskaði deildinni til lukku og blessunar. Karlakórinn söng, og síðan voru góðgjörðir fram bornar í neðri salnum. Embættismenn deildarinnar eru: Ól- afur Líndal forseti, Benedikt Einarson varaforseti, Guðrún Thomasson skrifari, Jonathan Thomasson fjármálaritari, Jón B. Johnson féhirðir. Með innilegum ósk- um til þingsins. Louisa G. Gíslason. Flutningskona gerði að tillögu sinni, að skýrslan yrði viðtekin. Sú tillaga hlaut stuðning margra og var samþykkt samhljóða. Frú Anna Austman flutti þessu næst ársskýrslu þjóðræknisdeildarinnar „Esjan“ í Árborg. Ársskýrsla deildarinnar „Esjan" „Esjan“ hélt tvo almenna fundi á síð- ast liðnu ári og nokkra nefndarfundi eftir þörfum. Útlán á bókum hefir hald- izt við líkt og áður. Nálægt 1300 bækur voru lánaðar út og 50 manns notuðu safnið á árinu. Bókasafnið „Vísir“, eign lestrarfélagsins í Geysir, var sameinað safni „Esjunnar", og voru nýjar bóka- hillur smíðaðar til að taka við safninu. Nokkuð af nýjum bókum var keypt og nokkrar fengust að gjöf. Bækur voru lagaðar og bundnar eftir þörf. Eins og stendur, telur safnið 2400 bækur. Árs- gjald var borgað til Skógræktarfélags íslands, og nemur það $10.00. Meðlima- tala „Esjunnar“ er nú 128. Deildin hélt tvær samkomur á þessu ári. Opinn skemmtifundur var haldinn í Sambandskirkjunni þann 7. maí. Tveir ræðumenn voru á skemmtiskrá, þeir próf. Haraldur Bessason og Sveinn Skorri Höskuldsson. Fluttu þeir báðir fróðleg og skemmtileg erindi. Einnig las frú Aðalbjörg Sigvaldason mjög smellið ljóðabréf. Samkoman var vel sótt. Að lokinni skemmtiskrá var öllum viðstöddum veitt kaffi, og gafst fólki tækifæri á að ræða við gestina. Þann 16. júní fór fram hin árlega ís- lenzka samkoma „Esjunnar". Var vandað til með skemmtiskrána. Aðalræðumað- ur var hinn góðkunni Valdimar Björn- son, og fórst honum snilldarlega. Söng- flokkur undir stjórn Jóhannesar Páls- sonar og systur hans, frú Lilju Martin, söng mörg íslenzk lög og tókst með af- brigðum vel, eins og von var til, þar sem þau systkin áttu hlut að máli- Einnig kom Kristín Skúlason fram a leiksviðið sem „fjallkonan". Jóhannes Pálsson lék á fiðlu með aðstoð Lilju Martin. Frú Vordís Oddleifson las upp þrjú kvæði eftir ný-íslenzk skáld. Sam- koman var vel sótt og í alla staði mjög hátíðleg stund. Að endingu voru veit- ingar fram bornar af félagskonum. „Esjan“ tók þátt í boði fyrir Forseta fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.