Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 104
86
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
taka slíka mynd nema utanhúss í fullu
dagsljósi, en hún vekur þó hjá okkur
ilinilegar tilfinningar og hjartfólgnar
endurminningar. Þarna bregður fyrir
þúsundum Vestur-íslendinga, forustu-
mönnum Kanadaþjóðarinnar og merk-
um stöðum. Hátíðlegar athafnir, þegar
heilsazt er og kvaðzt á viðkvæmri stund,
njóta sín einna bezt.
Af þessari kvikmynd er ekki til nema
eitt eintak, og verð ég því að óska þess,
að hún verði endursend mér hið fyrsta,
því hætt er við skemmdum, ef hún væri
sýnd oft, og þá ekki hægt úr að bæta.
En við höfum í hyggju, að láta gera
annað eintak af kvikmyndinni, sem þá
yrði sent Þjóðræknisfélaginu til eignar
og sýninga í íslendingabyggðum. í þá
mynd mundum við láta skjóta inn text-
um, sem ekki hefir unnizt tími til ennþá.
Þá var og tekinn fjöldi venjulegra
ljósmynda, og hafa nokkrar þeirra þegar
verið sendar einstaka mönnum, og munu
fleiri fylgja á eftir, þegar þær eru til-
búnar. Og eitt heildareintak af mynd-
unum öllum munum við senda Þjóð-
ræknisfélaginu til eignar og umráða.
Þar hygg ég að sé um að ræða eitt
stærsta og bezta heildar myndasafn af
Vestur-íslendingum, sem enn hefir verið
gert. En slík söfn eru því meira virði,
sem lengra frá líður.
Kemur mér í hug í því sambandi, að
það er mikils um vert að safna öllu því,
sem enn geymist og ekki er gleymt úr
landnámssögu Vestur-íslendinga, ekki
sízt mannamyndum. Um söguna er allvel
séð, og bætist við nýtt efni á hverju ári.
En komandi kynslóðir verða þakklátar
fyrir hverja frásögn og mynd, sem
geymist, og undir slíkri geymd á vestur-
íslenzk menning framtíð sína að miklu
leyti. Það bezta í sögu, bókmenntum og
listum kemur á daginn hjá komandi
kynslóðum, þegar gefst betri heildarsýn
og blámi fjarlægðarinnar varpar sínum
blæ á fortíðina.
Förin um þvert Kanada og endilangt
verður okkur ógleymanleg. Ég hafði
hugsað mér, að minnast á einstaka at-
burði og athafnir, en þegar til kemur,
treystist ég ekki til að velja úr svo
fjölbreyttu efni í stuttu ávarpi, enda
hefir ferðasagan þegar verið myndar-
lega skráð og af hlýjum hug í ykkar
vestur-íslenzku ritum.
Ég treystist því síður til, að nefna
einstök nöfn af öllum þeim fjölda Vest-
ur-íslendinga, sem við hittum, eða velja
úr móttökunefndum eða ræðumönnum,
heimilum, sem við komum á og hátíð-
legum athöfnum, sem við vorum við-
stödd. Þetta var allt ein þjóðræknis-
messa! Eini söknuðurinn að koma ekki
nógu víða, og standa sumstaðar of stutt
við, þiggja góðgerðir og taka í hlýjar
hendur til að heilsa og kveðja, fyrir og
eftir hátíðlega athöfn. Það var gott að
vera íslendingur í ykkar hóp, máske
góður íslendingur og þá áreiðanlega
batnandi í þessu andrúmslofti. Viðmót-
ið, frændræknin, og hin sterku ættjarð-
arbönd í framandi landi, — þetta allt
markar óafmáanleg spor á okkar fram-
tíðarvegi.
Okkur er það vel ljóst, að hinar
glæsilegu móttökur, sem okkur voru
búnar af Kanadastjórn og fylkisstjórn-
um, var endurspeglun af þeim orðstír,
sem þið hafið aflað íslenzkum kynstofni,
og að sú hlýja og gleði, sem lá í loftinu
yfir þessum endurfundum, var endur-
skin af ykkar eigin íslenzka arfi og
þjóðrækni. Við hjónin og okkar fylgd-
arlið vorum fulltrúar íslenzkrar þjóð-
menningar, sem sjálf á heiðurinn og
vegsemdina.
Ég sé fyrir mínum hugskotssjónum
Skjaldarmerkið yfir forsetastól Þjóð-
ræknisþingsins, og bið þess, að Guð og
allar góðar vættir fylgi ykkur, og okkur
öllum, austan hafs og vestan.
Dr. Beck þakkaði kveðju forseta ís-
lands, en þinggestir risu úr sætum í
virðingarskyni við þjóðhöfðingjann.
Að því búnu flutti dr. Beck kveðjur
frá eftirtöldum: John G. Diefenbaker
forsætisráðherra Kanada, Guðmundi f-
Guðmundssyni utanríkisráðherra ís-
lands, herra Sigurbirni Einarssyni
biskupi íslands, Ásmundi Guðmunds-
syni fyrrv. biskupi. Ármanni Snævarr
rektor Háskóla fslands, Karlakór Reykja-
víkur, Árna Bjarnarsyni bókaútgefanda
og forseta „Bárunnar“ á Mountain í
N.D., Guðmundi Jónassyni. Grettir L.
Johannson flutti og kveðjur frá Þjóð-
ræknisfélagi fslendinga í Reykjavík og
frú Margréti og Hallgrími F. Hallgríms-
son, ræðismanni Kanada í Reykjavík.
Að því búnu kynnti Grettir nýjan ævi-
félaga Þjóðræknisfélagsins, Einar E.
Stevenson frá Alberta og frú hans. Dr;
V. J. Eylands kynnti og frú Margréti
Beck, konu dr. Richard Beck.
Þessu næst flutti Guðmann Levy
skýrslu kjörbréfanefndar.
Skýrsla kjörbréfanefndar
Fulltrúar deilda á þingi Þjóðræknis-
félagsins 19.-21. febrúar 1962.
Atkvæði
Deildin „Brúin" Selkirk, Man.
Mrs. Jafeta Skagjörð .......... 13
Einar Thorvaldson ............. 12
Deildin „Aldan" Blaine, Wash.
Mrs. Marja Björnson............ 10