Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 67
MANNALÁT
49
gamall. Foreldrar: Frederik (látinn) og
Anna Stephenson í Winnipeg. Rak bú-
skap í Morden, Man., í 12 ár, en átti
heima í Winnipeg síðustu fimm árin.
JÚLf 1962
5. Guðný Aðalbjörg Anderson, kona
Pauls Anderson, að heimili sínu í Winni-
peg, hnigin að aldri. Fædd á íslandi, en
fluttist ung að árum með foreldrum sín-
um til Minneota, Minn. Búsett í Cypress
River, Man., í 43 ár, en síðustu árin í
Glenboro og Winnipeg.
12. Jón Sæmundsson, áður í Prince
Rupert, B.C., á sjúkrahúsi í New West-
minster, B.C., 82 ára gamall. Fæddur á
Loftsstöðum í Gullbringusýslu; foreldrar:
Sæmundur Sæmundsson og Guðrún
Magnúsdóttir. Kom frá íslandi til Winni-
peg aldamótaárið.
15. Lára Sigurðsson, ekkja Jakobs
Sigurðssonar, áður í Upham, N.-Dak., á
heimili sínu í Bellingham, Wash. Fædd
í Reykjavík 1899, en fluttist með móður
sinni, aðeins fárra mánaða gömul, vestur
um haf. Átti heima í Bellingham síðan
laust eftir 1930. Áhugakona um íslenzk
félagsmál.
19. William Haraldsson Olson, á sjúkra-
húsi í Winnipeg, 78 ára gamall. For-
eldrar: Landnámshjónin _ Haraldur Jó-
hannsson Olson og Hansína Einarsdótt-
ir Olson bæði ættuð frá Húsavík í Suður-
Þingeyjarsýslu. Vann lengi að fasteigna-
sölu í Winnipeg, en síðari árin forstjóri
Swan verksmiðjunnar þar í borg.
21. Noah David Halldórsson, frá Bel-
air, Man., á sjúkrahúinu að Gimli, Man.
31. Erlingur Erlingsson, í Long Beach,
Kaliforníu. Fæddur 21. okt. 1921.
31. Sigurður Sigurbjörnsson, fyrrum
landnámsmaður og bóndi við Leslie,
Sask., á sjúkrahúsinu í Foam Lake, Sask.
Fæddur 5. júlí 1882 að Skógum í Vopna-
firði. Foreldrar: Sigurbjörn Sigurðsson
og Guðrún Björnsdóttir, er bjuggu fyrst
að Skógum en seinna að Ytra-Núpi í
sömu sveit, og þar ólst Sigurður upp.
Fluttist vestur um haf til Winnipeg 1904,
um langt skeið búsettur í grennd við
Leslie, en síðustu árin í Foam Lake.
ÁGÚST 1962
1. Kristín ólafson, fyrrum í Selkirk, á
sjúkrahúsinu að Gimli, Man., 92 ára.
2. Frederick Jón Vatnsdal, í Winnipeg,
41 árs gamall. Foreldrar: Bjöm og Bryn-
hildur Sigurdson Vatnsdal, en ungur
tekinn í fóstur af þeim Hannesi og Tilley
Pétursson í Winnipeg. Flugmaður í þjón-
ustu stjómardeildarinnar Department of
Transport.
2. Sigurður Bjömson, á sjúkrahúsi í
Cavalier, N.-Dakota. Fæddur á Bjarna-
stöðum í Blönduhlíð í Skagafirði 2. jan.
1880. Foreldrar: Þorlákur Bjömsson frá
Höskuldsstöðum í Blönduhlíð og Hólm-
fríður Sigurðardóttir, ættuð úr Eyja-
fjarðarsýslu. Fluttist vestur um haf til
N.-Dakota með fjölskyldu sinni 1883;
lengstum bóndi í grennd við Hensel, N.-
Dak., en síðustu árin í Cavalier.
6. Thomas Gillies, að heimili sínu í
Winnipeg, 86 ára að aldri. Fæddur á ís-
landi, en hafði verið búsettur í Winni-
peg í 78 ár.
11. Gestur Peterson, að heimili sínu í
St. Boniface, Man., 65 ára. Fæddur í
Winnipeg, en átti heima í St. Boniface
síðustu 15 árin.
15. Sigríður Goodman, ekkja Guð-
mundar Goodman, á Gimli, Man., 88 ára
að aldri. Fluttist vestur um haf til
Kanada 1924.
16. Guðmundur Stefánsson, að Ashem,
Man., 84 ára gamall.
26. Dr. Vilhjálmur Stefánsson á sjúkra-
húsi í Hanover, New Hampshire, í
Bandaríkjunum. (Um ætt hans og ævi,
sjá ritgerð um hann hér í ritinu).
Ágúst — Andrew H. Pálmi ljósmynd-
ari, á heimili sínu í Springport, Michigan,
í Bandaríkjunum. Kom vestur um haf
1917, og hafði rekið „Palmi Art Studio“
í Springport í 36 ár. Víðkunnur skák-
maður og einnig kunnur glímumaður á
yngri árum. Ágætlega skáldmæltur og
ritfær vel, og kom margt ljóða hans og
annarra ritsmíða í vestur-íslenzku viku-
blöðunum.
SEPTEMBER 1962
2. Sigurbjörg Einarsson, kona Gísla
Einarssonar, að Elliheimilinu Betel,
Gimli, Man. Fædd í Nýja-íslandi 1883.
Foreldrar: Jón Björnsson og Margrét
Guðmundsdóttir, er fluttust frá íslandi
til Kanada 1876, og settust að á Sandy
Bar í grennd við Riverton. Lengstum bú-
sett á þeim slóðum, en síðustu fimm
árin á Betel.
2. Bergur J. Bjarnason, í Árborg, Man.,
79 ára gamall. Fæddur í Riverton, og var
lengi bóndi í Geysir, Man.
5. Jón I. Thorvaldson (Goodman), á
heimili sínu í East Selkirk, Man., 77 ára
að aldri. Flutti vestur um haf til Kanada
fyrir 70 árum og var lengi fiskimaður á
Winnipegvatni.
6. Einar Alex Einarson, bóndi í ná-
grenni við Gimli, á heimili sínu, 63 ára
gamall.
9. Jóna ólafson, kona ólafs V. ólafson,
á heimili sínu í Winnipeg, 68 ára gömul.
Átti fyrrum heima í Brandon, Man., en
síðustu 45 árin í Winnipeg.