Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 113

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 113
ÞINGTÍÐINDI 95 mjög mikilvægt og öllu þjóðræknisstarfi til styrktar, bæði austan hafs og vestan. Hjalti Guðmundsson Grettir Leo Johannson W. J. Lindal Kristín Johnson A. Jorundsson. Flutningsmaður lagði til, að hver liður nefndarálitsins yrði ræddur sérstaklega. Sú tillaga var samþykkt. Allir liðir hlutu stuðning og samþykki. Sama máli gegndi og með nefndarálitið í heild sinni. Jakob F. Kristjánsson flutti nefndar- álit allsherjarnefndar. Skýrsla allsherjarnefndar 1. Nefndin leggur til, að forseta og ritara verði falið að þakka Forseta ís- lands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, fyrir hönd félagsins hina alúðlegu kveðju, sem hann sendi því á þessu fertugasta og þriðja ársþingi og hina ágætu kvik- mynd af ferðalagi forsetans og föru- neytis hans um Kanada á síðast liðnu sumri, og ennfremur skjaldarmerkið ís- lenzka. 2. Nefndin leggur til, að ritara sé falið að þakka allar aðrar kveðjur til félags- ins, þær er borizt hafa um þingtímann, einnig að send verði viðeigandi af- mæliskveðja til Háskóla Norður Dakota. 3. Nefndin leggur til samkvæmt á- bendingu þingsins, að ritara verði falið að þakka stjórnarvöldum Kanada í nafni félagsins þann heiður, sem þau sýndu íslandi og íslenzkri þjóð með því að bjóða heim Forseta íslands s.l. sumar, einnig að ritara verði falið að þakka stjórnarvöldum Manitobafylkis, sem veittu forsetanum og fylgdarliði hans virðulegar viðtökur. Á þjóðræknisþingi í Winnipeg 21. febrúar 1962. J. F. Krisljánsson S. E. Björnson T. Böðvarsson. Samkvæmt tillögu flutningsmanns var hver liður nefndarálitsins tekinn sér- staklega til umræðu. Allir liðir hlutu samþykki, svo og nefndarálitið í heild sinni. Forseti, dr. Richard Beck, flutti þessu næst þingheimi kveðjur frá Ríkisháskóla Norður Dakota fylkis og frá Ragnari H. Ragnar söngstjóra á ísafirði. Kveðjum þessum var fagnað með lófataki. Frú Marja Bjömson flutti nefndarálit þingnefndar í útbreiðslu- og fræðslu- málum. Nefndarálii í úlbreiðslumálum og fræðslumálum 1. Nefndin leggur til, að forseta Þjóð- ræknisfélagsins, stjórnarnefnd þess og þeim einstaklingum, sem beitt hafa sér fyrir þessum málum, sé vottað þakklæti. 2. Þingið eggjar stjórnarnefndina á að auka heimsóknir til deildanna, sýna ísl. myndir, og á annan hátt efla áhuga fyrir ísl. menningarmálum. 3. Þingið fagnar því að ísl. lexíur eru nú þegar birtar í vikublaðinu, Lögberg- Heimskringlu, og æskir þess, að gang- skör verði gerð að því að gefa út íslenzkt kennslukver til að senda þeim sem sýna áhuga á því að kenna börnum og ung- lingum í heimahögum. 4. Þingið hvetur deildirnar til þess að viðhalda og auka ísl. kennslu meðal barna og unglinga og stofna barnasöng- flokka þar sem mögulegt er. 5. Þingið hvetur alla íslendinga til þess að styrkja vestur-íslenzka viku- blaðið Lögberg-Heimskringlu með því að kaupa það og senda því fréttir og annað gott efni. 6. Þigið lýsir ánægju sinni yfir því að nú munu vera fleiri nemendur í fsl. deild við Manitoba háskólann en nokkru sinni fyrr. Hólmfríður Danielson A. M. Ásgrímsson Anna Austman Marja Björnson. Flutningskona lagði til, að nefndar- álitið yrði borið upp, lið fyrir lið. Sú tillaga var samþykkt. Allir liðir hlutu samþykki, svo og nefndarálitið í heild sinni. Séra Philip M. Pétursson flutti nefnd- arálit þingnefndar í útgáfumálum. Álit úlgáfunefndar 1. Þingið ákveður að gefa út Tíma- ritið næsta ár, en að tillagan, sem lögð var fyrir þing um samvinnu við ís- lenzkudeild háskólans viðvíkjandi inni- hald Tímaritsins, verði tekin til greina og að samþykkt í því máli verði gerð af þingheim. Tillagan er á þessa leið: „Hið fertugasta og þriðja ársþing Þjóðræknisfélags fslendinga í Vestur- heimi veiti væntanlegri stjómarnefnd heimild til að ráða ritstjóra og auglýs- ingasafnendur fyrir Tímaritið og að sjá um útgáfu þess að öðru leyti. Einnig samþykkir þingið, að athuga megi, hvort ekki sé unnt að fá stuðning frá íslenzku- deild Manitobaháskóla til útgáfunnar, svo og, að ritstjórum verði heimilað að birta í Tímaritinu, að meira eða minna leyti, ritgjörðir á ensku um þau efni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.