Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 95
Fertugasta og þriðja ársþing
Þjóðræknisfélags íslendinga
í Vesturheimi
Fertugasta og þriðja ársþing
Þjóðræknisfélags íslendinga í Vestur-
heimi var sett af forseta félagsins, dr.
Richard Beck, kl. 10 f.h. mánud. 19.
febrúar 1962 í Góðtemplarahúsinu við
Sargentstræti. Dr. V. J. Eylands flutti
bæn, og sungnir voru sálmarnir „Hve
dýrðlegur er drottinn“ og „Faðir and-
anna“. Gunnar Erlendsson lék undir á
slaghörpu.
Að því búnu flutti forseti Þjóðræknis-
félagsins ársskýrslu sína, sem hér fer á
eftir.
Ársskýrsla forsela
Kæru tilheyrendur. Háttvirtu fulltrúar
og gestir!
Árið, sem leið, var óvenjulega at-
burðaríkt í sögu ættþjóðar vorrar; hver
merkisatburðurinn fylgdi öðrum í spor:
— Heimsókn Ólafs V. Noregskonungs,
fyrsta norsks þjóðhöfðingja, er sótt hefir
ísland heim; 150 ára afmæli Jóns Sig-
urðssonar forseta; 175 ára afmæli
Reykjavíkurbæjar; 50 ára afmæli Há-
skóla íslands; og aldarafmæli Hannesar
Hafstein skálds, fyrsta íslenzka ráð-
herrans. Allir eru þeir merku atburðir
tengdir mikilvægum tímamótum í sögu
þjóðarinnar, og óminn af þessum at-
bu.rðum hefir borið vestur yfir hafið til
vor, enda hefir þeirra verið getið i
fréttum og blaðagreinum.
Óhætt mun þó mega segja, að 150 ára
afmæli Jóns Sigurðssonar hafi vakið
mesta athygli vor á meðal, Vestur-fs-
lendinga,_og var að verðugu haidið há-
tíðlegt víðs vegar á vorum slóðum, í
borgum og sveitum. Hér gerist því engin
þörf að ræða um ómetanlegt stjórnmála-
og menningarstarf hans. Eitt er víst, að
hann getur haldið áfram að vera oss
íslendingum beggja megin hafsins tákn
sameiningar um göfug mál og góð.
En því hefi ^ ég minnt á ofannefnda
merkisatburði í sögu ættþjóðar vorrar á
liðnu ári, að saga hennar er oss runnin
i merg og bein, samofin sálarlífi voru
og innsta eðli. Jón skáld Magnússon
fer eigi villur vegar, er hann segir í
kvæði sínu „Land og þjóð“:
Öll þín sorg og öll þín tár,
öll þín kvöl í þúsund ár,
öll þín frægð og gæfugengi
grípur vora hjartastrengi,
hver ein minning sæt og sár.
Slungið harmi,
barm frá barmi
bergmál tímans varir lengi.
Undir logar orka hljóð;
allt, sem gerir menn að þjóð.
Liðið ár var einnig óvenjulega sögu-
ríkt fyrir oss Vestur-íslendinga. Með
heimsókn íslenzku forsetahjónanna,
herra Ásgeirs Ásgeirssonar og frú Dóru
Þórhallsdóttur, var ofinn einstæður og
glæsilegur þáttur í langa og litbrigða-
ríka sögu íslendinga í Vesturheimi, og
með réttu taldi ættþjóð vor þá heim-
sókn einnig merkisviðburð í sögu sinni.
Hefir hinni samfelldu sigurför þeirra frá
hafi til hafs í Kanada verið lýst svo ít-
arlega í Lögbergi-Heimskringlu, og ann-
ars staðar í blöðum og tímaritum hér-
lendis, að óþarft er með öllu að rekja
þann frægðarferil þeirra hér.
Hitt þykir mér ástæða til að leggja
áherzlu á, hve mikill viðburður heim-
sókn þeirra forsetahjónanna var í sögu
Þjóðræknisfélagsins, viðburður, er jafn-
an mun þar gullnu letri skráður; en
samkvæmt ósk Ásgeirs forseta skipu-
lagði stjórnamefnd félags vors, sem sér-
stök undirbúningsnefnd, undir forustu
Grettis L. Jóhannsson ræðismanns og
féhirðis vors, ferðir forsetahjónanna og
föruneytis þeirra um byggðir íslendinga
í Kanada. Var Þjóðræknisfélaginu sýnd
mikil viðurkenning og sambærilegt
traust með þeirri ósk forsetans, og taldi
sér hinn mesta sóma að því að verða
við þeim tilmælum hans. „Ættgöfgi
skuldbindur," segir víðfrægt orðtak;
með því að færa út merkingu þess, í
þeim skilningi, að hver virðingarauki
eigi að glæða ábyrgðartilfinningu og
vera eggjan til dáða, má heimfæra þetta
kunna spakmæli upp á félag vort með
tilliti til þess sæmdarríka en ábyrgðar-
mikla hlutverks, sem því var á hendur
falið í sambandi við heimsókn forseta-
hjónanna.
í prýðilegum ræðum sínum hér vestan
hafs, þar sem saman fóru orðsnilld og
auðlegð í hugsun, flutti Forseti fslands
oss fslendingum hér í álfu eigi aðeins
faguryrtar og hjartahlýjar kveðjur
heiman um haf, en túlkaði jafnframt af
glöggum skilningi og samúð hlutskipti
vor íslendinga í Vesturheimi, afstöðu
vora til þeirra þjóða, sem vér erum hluti
af og eigum þegnskuld að gjalda, og
baráttu vora til viðhalds þjóðerni voru,