Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA „Þið haldið nú hátíðlegt afmæli landnáms, sem haft hefir sterk áhrif á líf okkar allra. Þau áhrif hafa, hvað flesta snertir, verið okkur til blessunar. Ég er að minnsta kosti þakklátur fyrir það, að þau ár mín, er ég var næmastur fyrir áhrifum, átti ég heima í nágrenni Mountain, einmitt á sjálfum frumbyggjaárun- um.“ (Bréfið er birt á ensku í Minningariii um 50 ára landnám ís- lendinga í Norður-Dakoia, Winni- peg, 1929). En einkum ritar Vilhjálmur ítar- lega og eftirminnilega um æskuár sín í N.-Dakota í upphafskaflanum „Undirbúningur undir lífsstarf sem landkönnuður“ í bók sinni Veiði- menn á hjara heims, en það er þýð- ing á bók hans Huniers of ihe Greai Norih (1922), og jafnframt fyrsta bindið (1937) af Ferðabókum hans, sem Ársæll Árnason, bóksali í Reykjavík, sneri á íslenzku og gaf út. Vilhjálmur fluttist, sem fyrr greinir, með foreldrum sínum frá Manitoba til N.-Dakota árið 1881, er hann var innan tveggja ára, og far- ast honum þannig orð um fyrstu ár sín suður þar: „Uppvaxtarár mín, hin næstu tíu, voru á bændabýli í Norður-Dakota og varð ég á veturna að labba 4—5 km. í sveitaskólann, sem á þeim tím- um stóð aðeins stuttan tíma ársins. En aðrir skólar voru til, í ýmsar átt- ir frá bænum okkar, og stundum tókst mér það, þegar einn skólinn hætti, að komast að nokkrar vikur í öðrum skóla, þegar það féll ekki á sama tíma að kennslu væri haldið uppi í þeim. Eftir að faðir minn dó var jörðin seld og ég varð nú kúreki (cowboy) næstu fjögur árin, úti í óbyggðunum (wild land), en svo nefndum við preríur þær, sem ekki var farið að taka til ræktunar. Næstu nágrannar okkar voru 20—25 km. í burtu í ýms- ar áttir frá norðaustri til suðausturs, en hve langt var til næsta nágranna í vestri vissi ég aldrei; það gat hafa verið 200—300 km.“ „Víðáttumiklu slétturnar voru fyrir mér hið fyrirheitna land ævin- týranna," segir Vilhjálmur ennfrem- ur, en metnaði sínum á þessum ár- um lýsir hann þannig: „Fyrsta framaþrá mín, það ég bezt get munað, var að líkjast Buffalo Bill og drepa Indíána. Það var með- an ég var drengur heima í föður- garði. Þegar ég varð kúreki og fór að stæla Buffalo Bill í klæðaburði, stakk skammbyssunni í beltið á hverjum morgni, rétt eins og hún ti'lheyrði hinum nauðsynlega fatnaði mínum, breyttist þetta hjá mér og nú varð Róbinson Krúsoe fyrir- myndin. Þetta hefir ekki horfið hjá mér síðan. Þegar ég tuttugu árum síðar fann áður óþekkt lönd og steig fæti mínum á eyjar, sem mannsfót- ur hafði aldrei stigið á áður, fann ég til hinnar sömu barnslegu gleði og á drengjaárunum, er mig dreymdi um það að ég flyti á skipsflaki að landi á minni eigin eyju eða heim- sækti Róbinson Krúsoe á sinni eyju.“ Síðar gerir Vilhjálmur grein fyrir því, hvernig reynsla hans í N. Dakota, veiðiferðir af ýmsu tagi og þá eigi síður baráttan við veðurfar- ið, geysilega sumarhita annars vegar og vetrarhörkur á hinn bóginn, hafi í reyndinni orðið honum hinn á- kjósanlegasti undirbúningur undir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.