Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 30
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
lengstum á Landsbókasafninu, þar
sem hann kynnti sér bækur og hand-
rit. Um haustið hélt hann áfram
námi í Harvard-háskóla, hafði nú
snúið baki við guðfræðinni en helg-
aði sig allan mannfræðinni, sem nú
hafði tekið huga hans föstum tökum.
Hann hlaut námsstyrk frá Peabody-
safninu, en auk þess vann hann fyrir
sér sem fréttaritari Bosíon Trans-
cript.
Næsta sumar (1905) fór hann aðra
ferð sína til íslands, að þessu sinni
í vísindalegum erindum. Var ferð
þessi að nokkru leyti farin á veg-
um Peabody-safnsins, en tveir skóla-
bræður hans, John Hastings og
Louis de Milhau, sem voru með í
ferðinni, stóðu einnig fjárhagslega
að henni. Dvöldu þeir félagar nærri
þrjá mánuði á íslandi og ferðuðust
víða um landið. „I þeirri ferð fór
Vilhjálmur meðal annars út í Haf-
fjarðarey, að ráðum séra Einars
Friðgeirssonar á Borg, til þess að
skoða gamla kirkjugarðinn þar, sem
sjór var þá að brjóta, svo að manns-
bein lágu þar sem hráviði. Þaðan
höfðu þeir með sér 86 hauskúpur og
nokkuð af beinum, en fundu enga
beinagrind heila. Þetta beinasafn
var síðan sent til Harvard-háskóla og
síðar varðveitt við Peabody-safnið.
Varð það frægt fyrir það, að ekki
fannst ein einasta skemmd tönn í
hauskúpum þessum öllum. Sýnir
það, að tannskemmdir hafa verið ó-
þekkt fyrirbrigði á íslandi allt fram
til siðaskipta.“ (Úr æviminningu
Vilhjálms í Morgunblaðinu 28. ágúst
1962).
I sambandi við frásögn sína um
umrædda íslandsferð þeirra félaga
í bók sinni um Vilhjálm Stefánsson:
Prophei of ihe Norih (1941), segir
Earl Parker Hanson, höfundur henn-
ar, að til þeirrar staðreyndar, að
engar skemmdar tennur hafi fund-
izt í hauskúpunum í Haffjarðarey,
megi, ef til vill, rekja uppruna ævi-
langs áhuga Vilhjálms á mataræði
og sambandi mataræðis og heilsu-
fars, en á því sviði gerði hann síðar
mjög merkilegar rannsóknir og rit-
aði merkisrit um þau efni.
Segja má, að þessar ferðir Vil-
hjálms til ættlands síns hafi verið
forspil að víðtækum rannsóknar-
ferðum hans á Norðurslóðum. Og
það var einmitt grein, sem Vilhjálm-
ur hafði skrifað um fund Grænlands
og landnám íslendinga þar til forna
í ameríska tímaritið American
Anihropologisi, er varð til þess, að
honum bauðst þátttaka í íshafsleið-
angri undir forystu bandaríska vís-
indamannsins Ernest de Koven Lef-
fingwell og Danans Einars Mikkel-
sen, og var förinni heitið til Vikt-
oríueyjar við austurströnd Kanada
til þess að rannsaka vísindalega eðli
og lífsháttu óþekktra Eskimóa á
þeim slóðum. Tók Vilhjálmur þessu
boði, en hvarf frá Afríkuferð sinni.
Var hér um hina örlagaríkustu á-
kvörðun að ræða, er gjörbreytti
framtíðarstarfi hans og æviferli.
Var það snemma vors árið 1906,
að hann lagði upp í þennan fyrsta
leiðangur sinn á Norðurslóðir, og
var það hugmyndin, að hann og
félagar hans mættust á Herschel-
eyju, en svo fóru leikar, að skip
félaga Vilhjálms náði þangað eigi
áður en vetur gekk í garð. Einn og
nærri févana var hann nú strand-
aður norður þar. Vafalaust hefði
hann getað leitað á náðir Lögreglu-