Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 45

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 45
SIGURVERKIÐ 27 Læknirinn: Það er um hið óþekkta sem okkur varðar mest. „Sá vondi“ hefði kannske verið góður maður, ef hann hefði verið veikur og liðið þjáningar. Ef ekki hefði svo verið, áttu samt á hættu að hann sé nú orðinn góður og hinn, sá góði vond- ur. Konan: Ég trúi ekki að dauðinn breyti neinum. Læknirinn: Auðvitað kæmi ekki nema annar þeirra í líkamann, ef færi gæfist. Það gæti gert mikinn mun, hvort hann væri vondur eða góður sem kæmi, en engan mun, hvor þeirra það væri sem væri vond- ur eða góður. Konan: Ég man að hann sagði, sá góði, að hið góða sigraði að lokum. Læknirinn: Hættan er fólgin í því eð afturkalla hinn vonda, hvor þeirra sem það er. Konan: Þú hefur möguleika til að afturkalla heila góða sál í heilbrigð- an líkama — góðan mann. Láttu hann koma. Læknirinn: Mundu að þú gefur þeim vonda sama tækifæri. Konan: Ég er reiðubúin að taka afleiðingunum. Læknirinn: Sá er kæmi í líkaman mundi verða sá er fyrri yrði til að hugsa sér að verða fyrri til og fyrri til að framkvæma það, hvort sem hann væri vondur eða góður. Konan: Það þarf afl til að beita snarleika. Læknirinn: Aflið er hið sama, hvort sem það er afl hins sterka eða afl hins veika, hvort sem því er beitt til ills eða góðs — aflið er hið sama. (Konunni hnykkir við). Hvor þess- ara manna sem hefur hvorttveggja aflið og snarræðið fram yfir hinn, er líklegur að sigra. (Konan hoppar eitt skref afturábak). En hvor þeirra það er vitum við ekki fyrr en á reynir. Ég hef varað þig við hásk- anum. (Tekur úrið upp af borðinu — leggur það við eyrað á sér — hlustar.) Úrið hefur stanzað — ann- aðhvort af því að það var útgengið eða fjöðrin hefur slitnað. En hún mundi ekki hafa slitnað af sjálfu sér eftir að tók að slaka á henni. Hvort hún er útgengin eða slitin veit mað- ur ekki að óreyndu. Má vera að ann- arhvor þeirra, sá sem hafði meiri snarleika — ekki nauðsynlega sá sterkari, hafi rokið í fjöðrina og slitið hana til að koma 1 veg fyrir að hinn gæti lengt ævi sína í líkam- anum og með því móti útilokað sjálfan sig og þá báða. (Þögn). Hálf- ur dauði er það að vera útgenginn, en heill dauði þegar fjöðrin slitnar og enginn verður þá afturkallaður í líkamann. Hálfur dauði er það mesta sem læknar geta ráðið við. (Lítur snöggvast á úrið). Á ég að freista lukkunnar og reyna að draga upp úrið? Konan: (Hefur staðið eins og steini lostin. Ákveðin). Já! Læknirinn leggur frá sér úrið — fer í hvíta vettlinga — setur upp á sig hvíta húfu — bindur hvítan klút fyrir munn sinn og nef — tekur að snúa upp á höfuðið á manninum eins og hann mundi draga upp úr. Konan grípur fram fyrir hendurn- ar á lækninum. Áköf: Nei! Ekki. Læknirinn réttir úr sér. Auðsjá- anlega feginn: Það verður oftast nær eitthvað til að aftra því að þetta lukkist almennilega. Sýnin hverfur skyndilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.