Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 35

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 35
SKÁLD ATHAFNANNA 17 „Aðal umræðuefni hans“, eins og stórblaðið New York Times sagði í hinni ítarlegu og merkilegu ævi- minningu sinni um Vilhjálm (27. ágúst 1962), „voru þau, að Norður- heimskautslöndin væru ekki ægi- legur illvættur, eins og þeim hafði verið lýst af öðrum, heldur vina- legir og byggilegir staðir, með geysilegum ótæmandi auðlindum, og að þau yrðu í framtíðinni kross- götur í ferðum umhverfis jörðina (global crossroads).“ Framan nefndar kenningar Vil- hjálms um heimskautslöndin voru þá einnig meginefnið í mörgum bók- um hans, ritgerðum hans, ræðum og fyrirlestrum svo þúsundum skipti, en hann var bráðsnjall ræðumaður, sem tók lesendur sína föstum tökum, enda hafði hann þegar á háskólaár- um sínum í Grand Forks getið sér mikið orð fyrir ræðumennsku og rökfimi. Réttilega hefir Vilhjálmur einnig verið nefndur „Spámaður Norðurs- ins“. Spádómar hans í hinni frægu bók hans The Norlhward Course of Empire (í norðurveg), sem út kom 1922, hafa þegar rætzt í ríkum mæli. Hann vakti manna fyrstur athygli á auðlindum og framtíðarmöguleikum kanadíska heimskautslandsins. Flug- ferðirnar yfir Norðurheimskautið, sem hann spáði fyrir mörgum árum, að koma myndu, eru nú orðnar dag- legur viðburður. Sama máli gegnir um spádóm hans um siglingu kaf- báta undir heimskautsísnum. Hann opnaði heiminum ný lönd á norður- vegum, já, nýja framtíðarveröld á þeim slóðum. Því segir Þorsteinn Þ. Þorsteinsson réttilega í fyrrnefndu kvæði sínu um Vilhjálm: Úr norðursins leiftrandi ljóma þú lýsigull þekkingar grófst. Með mannkynsins merkustu sonum þú menningarvísindin hófst. Sem skammdegið norðurljós lýsa, þú lýsir upp eyðurnar þær, sem þjóðirnar þekkja á morgun, en þekkti ei heimur í gær. Vegna hinnar löngu reynslu Vil- hjálms í norðurferðum og víðtækar sérþekkingar hans á heimskauts- löndunum, var áratugum saman til hans leitað um fræðslu og holl ráð í þeim efnum bæði af hálfu opinberra aðila í Bandaríkjunum og flugfélaga. Rússar urðu þó enn fyrri til þess að notfæra sér kenningar hans um heimskautslöndin sér til mikillar gagnsemdar. Vilhjálmi Stefánssyni var íslenzk bókhneigð í blóð borin, og sjálfur var hann óvenjulega snjall rithöf- undur. Dr. Isiah Bowman, fram- kvæmdastjóri ameríska Landfræði- félagsins, hefir lýst málfari hans og stíl með þessum orðum: „Stefánsson gerir hvaða sögu sem er hrífandi, hvort sem hann segir hana munn- lega eða færir í letur. Eðlisávísun hans gerir honum þetta létt, því að hann er af íslenzkum þjóðstofni.“ („Vilhjálmur Stefánsson“, Árbók Háskóla íslands, 1929, 1930). Hann var að sama skapi mikilvirk- ur rithöfundur. Eftir hann liggja 24 bækur og yfir 400 ritgerðir. Auk bóka hans, sem þegar hafa verið nefndar, má draga athygli að þess- um: My Life wiih ihe Eskimo (Með- al Eskimóa, 1913), stytt útgáfa 1927, Unsolved Mysieries of ihe Arciic (Torráðnar gátur úr Norðurvegi, 1938), Uliima Thule (1940), Green- land (Grænland, 1942) og Norih-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.