Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 20
Löggildingarnefnd TFÍ
I löggildingarnefnd sitja eftirtaldir: Ragnar Georg Gunnarsson byggingatæknifræðingur,
formaður, Árni Guðni Einarsson rafmagnstæknifræðingur og Ragnar Kristinsson
véltæknifræðingur. Löggildingarnefndin hélt sjö fundi og voru tekin fyrir 17 mál á
starfsárinu. Fjórtán mál frá byggingatæknifræðingum, fjögur mál frá rafmagnstækni-
fræðingum, en ekkert mál frá véltæknifræðingum.
Afgreiðsla mála ársins er: - synjun/hafnað: 14, - frestun: 2, - samþykkt: 1. Nefndin
samþykkti því aðeins eina umsókn, frá byggingatæknifræðingi, á öllu starfsárinu.
Skýringar á fjölda umsækjenda eru að erindi berast oftar en einu sinni til nefndarinnar.
Á síðasta ári var mikil aukning á umsóknum sem varða aðaluppdrætti sem er utan starfs-
sviðs nefndarinnar og er þeim skilyrðislaust hafnað. Einnig var töluvert um að misræmis
gætti í bréfum og umsóknum frá viðkomandi.
Ársskýrsla NTFÍ
Á aðalfundi NTFI 18. mars 2004 gengu Steinar Magnússon formaður og Helgi
Haraldsson ritari úr stjórn. I stað þeirra voru kosnir Páll Hlöðvesson sem formaður og
Jóhannes Ófeigsson sem ritari. í varastjórn voru kosnir Steinar Magnússon og Helgi
Haraldsson. Stjórnin hélt fyrsta fund sinn þann 6. apríl 2004 þar sem fráfarandi stjórn
setti nýja stjórnarmenn inn í málin og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst undirritaðan og
Jóhannes. Allt starfstímabilið hafa bæði aðal- og varamenn verið boðaðir á stjórnarfundi.
Stjórnarfundir voru sex á árinu.
Starfið hefur einkennst af eftirtöldu: Fyrirtækjaheimsóknir og kynnisferðir með NVFÍ: Á
vordögum 2004 stóð til að fara til Siglufjarðar og skoða framkvæmdir vegna
snjóflóðavarna, Prímex, Vélaverkstæði SR og Skeiðfossvirkjun. Af óviðráðanlegum
orsökum féll sú ferð niður en reynt verður að koma henni á koppinn síðar. Aðrar
hugmyndir um heimsóknir eru Norðurorka og Fallorka, Flugmálastjórn, Blönduvirkjun,
Steinullarverksmiðjan og að fara á hverju hausti að Kárahnjúkum og/eða skoða fram-
kvæmdir við álversbyggingu í Reyðarfirði. Af nógu er að taka. Haustið 2004 var farið
austur og slegist í för með sunnanmönnum og framkvæmdir við Kárahnjúka skoðaðar og
hús Gunnars Gunnarssonar að Skriðuklaustri.
Nokkuð hefur verið unnið að því að leysa hin tæknilegu vandamál kringum samloku-
fundina.
Sameiginlegar skemmtanir NTFI og NVFÍ hafa verið árvissar ásamt öðrum uppákomum
eins og fyrirtækjakynningum og samlokufundum. Undirrituðum er ofarlega í huga hvort
menn hafi áhuga á enn fastara fyrirkomulagi og er þá átt við sameiningu.
Um árabil hefur NTFI heiðrað útskriftarnema í VMA sem skarað hafa fram úr í tækni-
greinum. Þetta hefur alltaf verið í lok vorannar í maí en við útskrift í desember 2004 voru
nemendur einnig heiðraðir.
Verið er að undirbúa endurmenntunarnámskeið með HA og Símey í ýmsum þáttum sem
varða fjármál og rekstur í tengslum við fjárfestingar, s.s. arðsemi, núvirðingu, áreiðan-
leikamat o.fl. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi reynslu af því að nota Excel-forritið
við slíka vinnu.
1 8 | Arbók VFl/TFl 2005
Páll Hlöðvesson