Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 22
Samninganefnd KTFÍ við Reykjavíkurborg vann allt árið að því að koma starfsmats-
samningi á og hafðist það að lokum eftir mikla vinnu, miklu meiri en nokkurn hafði órað
fyrir.
Samninganefnd KTFÍ við FRV vann að miklum krafti í samvinnu við SV og gerði samning
við FRV sem gildir til ársloka 2007. Samningurinn liggur frammi á heimasíðu félagsins.
Samninganefnd KTFÍ við ríkið í samvinnu við samninganefnd SV skrifuðu undir nýjan
kjarasamning við ríkið í marsmánuði 2004, sem gilda á til 30. apríl 2008. Samningurinn
var strax lagður inn til kynningar á heimasíðu KTFÍ.
Unnið var að rekstraráætlun næsta starfsárs og farið yfir reikninga og skýrslur undirbúnar.
Kjarakönnun er ekki lengur gefin út á bókarformi heldur birt á heimasíðu KTFÍ.
Bjarni Bentsson, formaður KTFÍ
STFÍ-stjórnendur og sjálfstætt starfandi tæknifræðingar íTFÍ
Aðalfundur STFÍ fyrir starfsárið 2003-2004 var haldinn 21. apríl 2004. Kjörnir voru í
stjórn: Daði Ágústson formaður, Magnús Þór Karlsson gjaldkeri og Ingvar Blængsson
ritari, sem var kosinn í staðinn fyrir Brynjólf Smárason sem ekki gaf kost á sér. Stjórn STFÍ
hélt þrjá formlega stjórnarfundi á starfsárinu sem færðir voru til bókar. Stjórn STFÍ stóð
fyrir tveimur uppákomum á starfsárinu.
Skoðunarferð á Hengilssvæðið: Föstudaginn 22. október 2004 bauð STFÍ félagsmönnum,
TFÍ, SV og VFÍ í skoðunarferð um Hengilssvæðið þar sem Hellisheiðarvirkjun á að rísa.
Hópurinn, um 80 manns, kom saman í húsnæði Orkuveitunar og þar var tekið vel á móti
honum, fyrst með fyrirlestri um væntanlega virkjun á Hellisheiðinni og svo í lokin með
léttum veitingum. Lagt var af stað í tveimur rútum í fylgd fararstjóra. Keyrt var um
svæðið og frá góðum útsýnisstað var hægt að sjá og virða fyrir sér umfang framkvæmd-
arinnar. Einnig var Grettir, stærsti jarðbor landsins, skoðaður. Keyrt var niður á svæðið
þar sem stöðvarhúsið á að rísa í landi Kolviðarhóls. Komið var til baka að húsnæði
Orkuveitunnar síðar um kvöldið. Þetta var áhugaverð ferð og fyrirlesturinn var mjög
góður. Vorum við að vonum ánægðir með þátttöku og undirtektir félagsmanna.
Fyrirlestur um greiningu ársreikninga og breytingar á skattaumhverfi: Fimmtudaginn
3. febrúar 2005 var haldinn fyrirlestur í húsakynnum félagsins um greiningu ársreikninga
og breytingar á skattaumhverfinu. Fyrirlesari var Kristófer Ómarsson, endurskoðandi hjá
KPMG. Fundurinn var mjög vel sóttur, enda var hann opinn öllum félagsmönnum TFÍ,
SV og VFÍ. Það skráðu sig um 63 manns og var mikið spurt og rætt á þessum fundi.
Stjómarfundir TFÍ: Magnús Þór Karlsson og Ingvar Blængsson hafa setið stjórnarfundi
TFÍ til skiptis, þ.e. annað hvert skipti. Einnig hefur formaður sótt nokkra fundi.
Fjárhagur STFÍ: Fjárhagur STFÍ er góður eins og fyrri ár. Samkvæmt ársreikningi voru
gjöld umfram tekjur á árinu. Skýring á því felst m.a. í því að félagið tók þátt í kostnaði
vegna lögfræðiráðgjafar fyrir einn félaga í STFÍ vegna uppsagnar.
Framtíð STFÍ: Á þeim uppákomum sem félagið hefur staðið fyrir hefur þátttakan verið
míöS góð. Enda bjóðum við TFÍ, SV og VFÍ með á þessar uppákomur. STFÍ er á því að
vinna meira með félögunum á fundum, eins og t.d. samlokufundum. Það eru spennandi
tímar framundan ef af sameiningu félaganna verður. Þá þarf að endurskoða hlutverk
félagsins eftir sameiningu félaganna. Niðurstaðan gæti verið sú að ennþá öflugra félag
yrði til. Þetta er verkefni sem bíður síns tíma.
20, Arbók VFl/TFl 2 0 0 5