Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Side 28
Fundir og ráöstefnur
VFI og TFI gengust fyrir ráðstefnu um tækninám á háskólastigi. Ráðstefnan var haldin
23. september 2004 og var fjölsótt og þótti takast vel í meginatriðum. Sama mál var til
umræðu á samráðsfundi VFÍ og TFÍ í desember 2004. í janúar 2005 var síðan fundur hjá
VFÍ og TFÍ með kynningu á fyrstu drögum að tækni- og verkfræðideild í nýjum háskóla.
Loks má nefna fund með nemendum og kennurum í Verkfræðideild Fláskóla íslands í
febrúar 2005, þar sem til umræðu var tækninám á háskólastigi.
Önnur mál
Þórður Helgason, nefndarmaður í MVFÍ, á sæti í undirbúningsnefnd um meistaranám í
heilbrigðisverkfræði við Háskóla Islands og hefur menntamálanefndin fengið að fylgjast
með framvindu þess máls, sem hefur gengið heldur hægar en vonir stóðu til. Gunnar
Guðni Tómasson, nefndarmaður í MVFI, hefur tekið sæti í nefnd sem mun undirbúa
ABET-úttektir á BS-prófum í verkfræði við verkfræðideildir Háskóla íslands og
Háskólans í Reykjavík. Loks má geta þess að samstarf hefur nú komist á milli MVFÍ og
Háskólans í Reykjavík um að nefndin fái að fylgjast með skipulagi nýja verkfræði-
námsins þar.
Löggildingarnefnd VFÍ
Nefndina skipuðu starfsárið 2004-2005 þeir Hallgrímur Sigurðsson, Rúnar G.
Sigmarsson og Tómas R. Hansson. Nefndin hélt þrjá fundi á starfsárinu og voru teknar
fyrir sjö umsóknir um löggildingu. Fjórar umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu hjá
nefndinni en í tveimur tilfellum var óskað eftir frekari gögnum um reynslu og verkefni
sem umsækjandi hefur unnið á viðkomandi sérsviði. Einni umsókn var hafnað þar sem
umsækjandi uppfyllti ekki tiltekin lagaskilyrði.
Gerðardómur VFÍ
Eftir margra ára hlé var sl. vetur óskað eftir því að gerðardómur VFI væri skipaður og
kallaður saman til að dæma í einu máli.
Mál nr. 1/2003, Gámaþjónusta Akraness ehf., kt: 520789-0739, Furugrund 3, Akranesi,
gegn Akraneskaupstað, Stillholti 16-18, Akranesi. Dóminn skipuðu þeir Magnús
Thoroddsen hrl., formaður dómsins, skipaður af Hæstarétti íslands, Árni Björn Jónasson
verkfræðingur og Rúnar G. Sigmarsson verkfræðingur.
Stjóm VFI hefur skipað nefnd til að yfirfara reglur gerðardóms VFÍ og gera tillögur um á
hvern hátt megi kynna hann betur. í nefndina voru skipaðir Kolbeinn Kolbeinsson for-
maður, Viðar Ólafsson, Björn Ingi Sveinsson, Hjörtur Torfason hrl. og Kristrún
Heimisdóttir frá SI.
Byggingarverkfræðideild
Aðalfundur félagsins var haldinn í húsi Verkfræðingafélags íslands mánudaginn 14. júní
2004. Venja hefur verið að endurnýjun í stjórninni sé með þeim hætti að helmingur
stjórnar sitji áfram og helmingur gangi úr henni. Ur stjórn gengu Benedikt Helgason
(gjaldkeri) og Sigurjón Ólafsson (formaður). í þeirra stað voru kjörnir Gísli Pálsson, verk-
fræðingur hjá ístaki hf., og Kristján Vilhelm Rúriksson, verkfræðingur hjá Umferðarstofu.
Áfram sátu í stjórn Sverrir Sigurðsson, verkfræðingur hjá VST hf., og Þórarinn Bjarnason,
verkfræðingur hjá Línuhönnun hf. Ríkharður Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Línuhönnunar, hélt mjög fróðlegan fyrirlestur um Sundabraut á aðalfundi. Hann fór yfir
verkefnið og fjallaði um umhverfismat, hönnun og arðsemi. Þátttaka á fundinum var þó
2 61 Arbók VFl/TFl 200S