Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Side 36
Tæknifræðingar og verkfræðingar láta að sér kveða í sundíþróttinni sem
annars staðar,en sex slíkir eru nú formenn sunddeilda eða sundfélaga.Á
myndinni má sjá fjóra þeirra:Gústaf A.Hjaltason,formann Sundfélagsins
Ægis, Friðbjörn Hólm Ólafsson,formann sunddeildar Ármanns, Lárus
Ársælsson, formann sunddeildar Akraness, og Jón Ágúst Gunnlaugsson,
formann sunddeildar Breiðabliks. Fjarri góðu gamni voru Jóhannes
Benediktsson, formaður sunddeildar KR, og Sigurður Guðmundsson, for-
maður Sundfélags Hafnarfjarðar.
60 þúsund gestir á Tæknidögum 2004
Tæknidagar 2004 voru haldnir í Smáralind dagana 28. október til 2. nóvember. Voru þeir
tileinkaðir 100 ára afmæli rafvæðingar á íslandi og báru yfirskriftina: Orkan okkar heim-
ili morgundagsins. í Vetrargarði Smáralindar var byggt tæknilega fullkomið 350 fermetra
einbýlishús á örfáum dögum. Markmiðið var að gefa Islendingum hugmynd um hvernig
heimili morgundagsins kemur til með að líta út. Talið er að um 60 þúsund gestir hafi
komið á sýningarsvæðið.
í tengslum við sýninguna voru ráðstefnur í bíósölum Smáralindar. Meðal annars var
framhaldsskólanemum boðið til kynningar þar sem m.a. var kynnt nám tengt orku-
geiranum og fagfélögin sem stóðu að sýningunni.
Að Tæknidögum 2004 stóð Orkuveita Reykjavíkur í samvinnu við Tæknifræðingafélag
íslands, Verkfræðingafélag íslands, Arkitektafélag íslands, Félag húsgagna- og innan-
hússarkitekta og Ljóstæknifélag íslands.
MENNT - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla
Mennt er samstarfsvettvangur aðila vinnumarkaðarins, skóla á framhalds- og háskóla-
stigi og sveitarfélaga. Meginhlutverk Menntar er að annast söfnun og miðlun upplýsinga
og stuðla að gagnkvæmri yfirfærslu þekkingar og færni. Einnig sér Mennt um fram-
kvæmd á verkefnum er tengjast menntun og fræðslu ásamt því að vera virkur vettvangur
umræðna og samstarfs aðila vinnumarkaðarins, skóla og stefnumótunaraðila. Samtökin
voru stofnuð 27. nóvember 1998 með sameiningu Sammenntar og Starfsmenntafélagsins,
og voru VFÍ og TFÍ meðal stofnaðila, en þau voru áður þátttakendur í Sammennt. Fulltrúi
VFÍ hjá Mennt er Sigurður M. Garðarsson.
Mennt veitir árlega starfsmenntaverðlaun í samvinnu við Starfsmenntaráð. Starfs-
menntaverðlaunin voru veitt í fimmta sinn þriðjudaginn 14. september 2004 í húsnæði
Iðnskólans í Reykjavík. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin,
sem eru veitt fyrir framúrskarandi starf á sviði starfsmenntunar á íslandi. Verðlaunin eru
veitt í þremur flokkum og í ár hlutu þau eftirtaldir: í flokki fyrirtækja: Landsbanki
íslands. í flokki fræðsluaðila: Samtök verslunar og þjónustu og Viðskiptaháskólinn á
Bifröst. í opnum flokki: Janus endurhæfing.
Átta manns skipa stjórn Menntar, tveir tilnefndir af ASÍ, tveir af Samtökum atvinnulífs-
ins, tveir af Iðnmennt (Sambandi iðnmenntaskóla), einn af Samstarfsnefnd háskóla-
stigsins og einn af Samstarfsnefnd um menntun í iðnaði. Núverandi formaður er Garðar
Vilhjálmsson, fulltrúi ASÍ (frá Eflingu). Framkvæmdastjóri Menntar er Aðalheiður
Jónsdóttir og skrifstofa samtakanna er á Grensásvegi 16a. Starfsmenn eru fimm auk
framkvæmdastjóra. Vefsíða MENNTAR er www.mennt.net. Þar má finna frekari
upplýsingar um samtökin.
34, Arbók VFl/TFl 2 0 0 5