Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 37
Hagsmunafélag um eflingu verkfræði- og tæknifræðimenntunar
Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi á íslandi var stofnað
23. mars 1999. Að Hagsmunafélaginu standa Tæknifræðingafélag Islands, Verkfræðinga-
félag íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskóli íslands, Tækniháskóli íslands og Samtök
iðnaðarins. Formaður Hagsmunafélagsins er Bjarni Bessason, prófessor við Háskóla
íslands.
Á undanförnum árum hefur hagsmunafélagið staðið fyrir umræðum um tæknimenntun
á háskólastigi og kynningarfundum fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins.
Hagsmunafélagið hefur árlega veitt viðurkenningar til skóla og/eða kennara.
Þrír skólar hljóta viðurkenningu
Vorið 2004 heiðraði Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar þrjá skóla fyrir
góðan árangur í kennslu í raungreinum: Hlíðaskóla, Landakotsskóla og Grunnskólann á
Hellu.
Norðurlandasamstarf
Um nokkurt árabil hafa TFÍ og VFÍ tekið þátt í samstarfi norrænu systurfélaganna með
því að formmenn og framkvæmdastjóri sækja árlega „Nordisk Ingeniörmöde" (NIM). Á
árinu 2003 varð sú breyting gerð að ellefu félög verkfræðinga og tæknifræðinga stofnuðu
NORDING. Kemur það félag í stað NIM-fundanna sem verkfræðingar og tæknifræð-
ingar héldu hvorir í sínu lagi.
NORDING eru samtök norrænna verk- og tæknifræðinga sem halda sameiginlegan aðal-
fund einu sinni á ári. Ein af skrifstofunum heldur utan um starfsemina eitt ár í senn og er
í forsvari fyrir öll félögin út á við, eins og t.d. í málefnum ESB. Ákveðið var að fela CF,
sænska verkfræðingafélaginu, þetta hlutverk fyrsta árið.
Fundur formanna og framkvæmdastjóra á Norðurlöndunum, NORDING, var haldinn
dagana 9.-11. september 2004 í Mölle í Svíþjóð á vegum sænsku félaganna. Að þessu
sinni var sérstaklega fjallað um það sem nefnt er „outsourcing" eða úthýsing í alþjóðlegu
viðskiptalífi þar sem verkefni eru leyst í æ ríkara mæli í þróunarríkjum eins og Indlandi.
Dagana 7.-8. febrúar 2005 var fundur framkvæmdastjóra norrænna félaga verkfræðinga
og tæknifræðinga sem eiga aðild að NORDING.
Framkvæmdastjórn NORDING er á árinu 2004 til 2005 í höndum CF, sænska verk-
fræðingafélagsins. Á síðastliðnu ári var ákveðið að enska væri samskiptamálið og því öll
opinber skjöl á ensku. Ennfremur var samþykkt að hvert land hefði eitt atkvæði. Island
tekur þátt í samstarfinu eftir því sem efni og aðstæður leyfa.
Samskipti starfshópanna verða fyrst og fremst yfir netið og ísland tekur þátt í þremur
starfshópum innan NORDING þar sem fjallað er um raungreinakennslu, gestaaðild og
endurmenntun.
Verkefni Nording á þessu starfsári eru raungreinakennsla - gestaaðild - endur- og
símenntun - www.nording.org - Nordic Metal - mál á vegum Evrópusambandsins (EU
agenda) - hnattvæðing (globalisering) - norræn tölfræði (nordic statistics).
íslandsnefnd FEANI
TFI og VFI eru aðilar að FEANI, Evrópusamtökum verkfræðinga- og tæknifræðinga-
félaga. Þátttökuþjóðir eru 27, með um eina milljón verkfræðinga og tæknifræðinga. 1
hverju aðildarlandi starfa landsnefndir og standa TFÍ og VFÍ sameiginlega að íslands-