Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Síða 59
Samtryggingardeild
Vöxtur samtryggingardeildar sjóðsins
varð mikill á árinu. lðgjöld jukust um
10,1% milli ára en hækkun á hreinni
eign deildarinnar varð 18,4% eða
2.614 milljónir króna. Hrein eign til
greiðslu lífeyris var í árslok 2004 kr.
16.804.069.687. Nafnávöxtun sam-
tryggingardeildar fyrir rekstrar-
kostnað var 10,63% á árinu 2004,
raunávöxtun var 6,47% og hrein
raunávöxtun var sem fyrr segir 6,25%.
Meðaltal hreinnar ávöxtunar síðustu
fimm ár er neikvætt um 1,86% en
síðustu 10 ár er það jákvætt um 4,04%.
Séreignardeild
Þetta var sjötta starfsár séreignar-
deildar sjóðsins. Iðgjaldagreiðslur juk-
ust um 5,5% frá fyrra ári og greiddu
725 sjóðfélagar í þennan sparnað.
Hrein eign deildarinnar í lok ársins
2004 var kr. 791.781.949 og hafði auk-
ist um 42,2% frá fyrra ári. Nafn-
ávöxtun séreignardeildarinnar var
11,50%, raunávöxtun var 7,29% og
hrein raunávöxtun 7,03%. Meðal-
raunávöxtun sl. 5 ár er 4,08%.
Réttindi sjóðfélaga og innri málefni sjóðsins
Tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, hefur gert tryggingafræðilega úttekt
á stöðu sjóðsins í árslok 2004.
Heildareignir sjóðsins eru um 2.298 milljónum króna lægri en heildarskuldbindingar
sjóðsins, eða sem nemur 6,0%. Hefur hér orðið styrking frá fyrra ári, þegar heildareignir
voru um 6,9% minni en skuldbindingar. Halli vegna áfallinna skuldbindinga var þó enn
mikill, eða 16,8%, en ávinningur vegna framtíðarskuldbindinga jókst í 5,5%. Bætt staða
sjóðsins er tilkomin vegna ávöxtunar og endurskoðunar tryggingafræðilegs mats á
örorku en á móti kemur lenging lífaldurs um tæp tvö ár frá síðustu réttindatöflum.
Fyrir aðalfundi liggja tillögur stjórnar um veigamiklar breytingar á samþykktunum sem
fela í sér hækkun á ávinnslu ellilífeyrisréttinda, skerðingu á áunnum réttindum og
breytingu á ákvæðum um makalífeyri. Hugmyndir þar að lútandi voru kynntar á sjóð-
félagafundi í marsbyrjun, og síðan á vefsíðu sjóðsins. Bárust stjórn ýmsar ábendingar og
viðbrögð sem tekið var mið af við mótun endanlegra tillagna.
Stéttarfélag verkfræðinga hefur nýlega gert kjarasamninga við ríkið og sveitarfélög sem
fela í sér að mótframlag vinnuveitenda vex í áföngum úr 6% í 11,5%. Ef þær breytingar á
Félagsmál Vfí/TFÍ