Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 65
Samstarf við önnur félög - sameiningarmál
SV hefur í rúm fjögur ár séð um rekstur Stéttarfélags tölvunarfræðinga (ST). Nú eru um
40 tölvunarfræðingar í ST.
í apríl 2004 var skrifað undir samning við Félag tæknimanna Landsvirkjunar um rekstur
félagsins og eru nú um 45 félagsmenn í félaginu en af þeim eru milli 5-10 þegar í SV.
Á síðasta starfsári var unnið áfram að því að skoða hugsanlega sameiningu félaganna
þriggja, SV, VFÍ og TFÍ, í eitt stórt og öflugt félag. í október 2004 skipuðu félögin þrjú,
hvert um sig tvo fulltrúa í nefnd til að gera tillögu að uppbyggingu og skipulagi eins
sameiginlegs félags í stað þessara þriggja félaga.
í upphafi árs 2005 lagði nefndin síðan fram tillögur að uppbyggingu nýs félags og
hvernig nefndarmenn teldu skynsamlegast að sameina félögin. Hafin er kynning á þess-
um hugmyndum og verða þær til umfjöllunar hjá félögunum áður en ákvörðun verður
tekin, sem verður væntanlega síðar á árinu 2005.
Á starfsárinu tók SV þátt í nokkrum samráðsfundum með VFI og TFI.
Stefnumótun
Á síðasta starfsári var unnið að framkvæmd stefnumótunar félagsins til ársins 2008.
Þar kom fram sú framtíðarsýn að félagið verði virkur aðili í ímyndarsköpun verkfræð-
inga framtíðarinnar, að störf verkfræðingar njóti meiri viðurkenningar og að launaþróun
verði í takt við það. Skýrslu um stefnumótunina, framtíðarsýn, núverandi stöðu, stefnu,
leiðir og markmið er að finna á vef félagsins. Atriði sem stefnt er að:
Sl/ haldi úti öflugu kynningarstarfi, bæði gagnvart eigin félögum og til imyndar-
sköpunar út á við
Kynningar voru haldnar á starfsárinu fyrir verkfræðinema bæði hérlendis og erlendis.
Heimasíðan er öflugur kynningarmiðill og gagnabanki. Verktækni er notað af krafti af SV
og er þar fjallað um málefni sem snerta kjara- og réttindamál verkfræðinga.
Morgunblaðið hefur einnig vitnað beint í greinar í Verktækni og tekið viðtal við
framkvæmdastjóra félagsins um ýmis málefni.
Verkfræðingar njóti aukinnar viðurkenningar og launaþróun þeirra verði i takt við
það og kynjabundinn launamunur hverfi
Það markvissa kynningarstarf sem SV heldur úti á eðli starfs verkfræðinga, áróðri meðal
félagsmanna um gildi sí- og endurmenntunar, hvatningu til nýútskrifaðra verkfræðinga
að sækja sér löggildingu starfsheitis, hvatningu að stunda kjarabaráttu og fara í launa-
viðtöl, stuðlar allt að því að verkfræðingar njóti aukinnar virðingar og að launaþróun
þeirra verði í takt við það.
SV hefur hafið viðræður við Samtök atvinnulífsins um gerð staðlaðs ráðningarsamnings
sem verkfræðingar á almennum markaði gætu stuðst við þegar þeir ráða sig til vinnu.
Stjórn SV er einnig að safna að sér efni um Vistarbönd í öðrum löndum og ætlar að
undirbúa, stuðla að og hvetja til gerðar lagasetningar um málið.
6 3
Félagsmál Vfl/TFl