Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Síða 90
milljónum króna en með rekstri og viðhaldi nemur það nær 1,2 milljörðum króna eða um
82% þeirrar fjárhæðar sem varið var til fráveituframkvæmda árið 2004. Framkvæmda-
áætlun Orkuveitu Reykjavíkur nemur 11,4 milljörðum króna.
Framkvæmdasýsla ríkisins
Verkefni á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins á árinu 2005 nema um 5 milljörðum króna
sem er um 28% hækkun frá árinu 2004 en þá námu áætlaðar framkvæmdir tæplega
fjórum milljörðum króna. Þetta er þó 9% samdráttur frá árinu 2003. Um 75% af
framkvæmdakostnaði Framkvæmdasýslu ríkisins er vegna menntamálaráðuneytisins og
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins en minnst vegna forsætisráðuneytis og Alþingis
eða 70 milljónir króna. Nær helmingur þess fjár er vegna endurbóta á þriðju hæð
Alþingishússins.
Aætlað er að verja 400 milljónum króna til viðbyggingar og íþróttahúss við Mennta-
skólann í Fiamrahlíð og eru verklok áætluð árið 2007. Um 350 milljónir króna fara til
viðbyggingar við Ármúlaskóla; 470 milljónir til viðbyggingar við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti; 60 milljónir króna til viðbyggingar við Casa Nova sem tilheyrir Mennta-
skólanum í Reykjavík; 420 milljónir króna til viðbyggingar við Flensborgarskólann í
Hafnarfirði og 165 milljónir króna til að stækka kennsluálmu við Menntaskólann á
Egilsstöðum.
Stærsta framkvæmd á vegum heilbrigðisráðuneytis er bygging hjúkrunarheimilis í
Mörkinni í Reykjavík en kostnaðaráætlun nemur einum milljarði króna. Útboð er fyrir-
hugað fyrir lok þessa árs.
Siglingastofnun
Fjárveitingar til hafna á verðlagi fjárlaga 2005 nema liðlega einum milljarði króna en
framkvæmdir, sem sumar hverjar hafa staðið nokkur misseri, eru áætlaðar að kosti allt að
2,6 milljörðum króna sem er um 300 milljóna króna hækkun milli ára. Unnið er við 10
hafnir en langstærsta verkefnið er þekja og lagnir á Eskifirði, um 2.200 m2 og 380 metra
stóriðjuhöfn við Mjóeyri. Lengsta stálþilið verður rekið niður við Básaskersbryggju í
Vestmannaeyjahöfn en alls verður framkvæmt við níu hafnir fyrir alls um 1.100 milljónir
króna. Endurbyggðar verða trébryggjur í Rifshöfn og Seyðisfjarðarhöfn fyrir 70 milljónir
króna, í lagnir, lýsingu og þekju eru áætlaðar 260 milljónir króna, dýpkun fyrir rúmar 500
milljónir króna, grjótgarðar fyrir um 200 milljónir króna. í hafnargarðinn í Grímsey verða
fluttir um 300 steinar fyrir 13 milljónir króna eða sem nemur 45 þúsund krónum á hvern
stein!
Unnið er að rannsóknum á berginu í Þorlákshafnarhöfn framan við Svartaskersbryggju
svo að hægt sé að ráðast þar í framkvæmdir.
Landsvirkjun
Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og raforkukerfið standa yfir en virkjunin tekur til
starfa árið 2007. Verksamningar um byggingavinnu eru nú við Impregilo vegna Kára-
hnjúkastíflu og aðrennslisgöng, við Suðurverk vegna Sauðárdalsstíflu og Desjarárstíflu,
við Fosskraft vegna stöðvarhúss og Arnarfell vegna Ufsarveitu. Kostnaðaráætlun vegna
útboðsverka árið 2005 nemur um 4,8 milljörðum króna en á árinu 2004 voru boðnar út
framkvæmdir fyrir 21 milljarð króna. Fjárfesting Landsvirkjunar í nýframkvæmdum frá
árinu 2003 til ársloka 2008 nemur alls liðlega 90 milljörðum kr.
I september 2004 voru alls 1.400 manns að vinnu við Kárahnjúka, 1.080 útlendingar og
320 íslendingar. Flestir starfa hjá Impregilo, eða liðlega 1.100 manns en aðeins 119
íslendingar. Islendingar eru mun fleiri hjá öðrum verktökum.
8 8 | Arbók VFÍ/TFf 2005