Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 96
JARÐHITASKÓLI HÁSKÓLA
SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Starfsemin 2004
Jarðhitaskólinn QHS) var settur í 26. sinn 3. maí 2004. Alls átján nemendur frá átta lönd-
um luku relulegu sex mánaða námi við skólann. Komu tveir nemendur frá Erítreu, tveir
frá Eþíópíu, þrír frá Indónesíu, tveir frá Iran, tveir frá Kenýa, fjórir frá Kína, tveir frá
Mongólíu og einn frá Rússlandi. Nemendurnir stunduðu sérhæft nám í fimm greinum:
fimm í umhverfisverkfræði, fjórir í verkfræði, fjórir í forðafræði, þrír í efnafræði og tveir
í jarðfræði. Sextán nemendanna voru kostaðir af Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ) og
íslenskum stjórnvöldum en nemendurnir frá Erítreu voru að hluta til styrktir af
Jarðfræðistofnun Þýskalands. Alls hafa 318 raunvísindamenn og verkfræðingar frá 39
löndum lokið sex mánaða sérhæfðu námi við skólann. Þar af 48 konur eða 15%.
Nemendurnir hafa komið frá Afríku (26%), Asíu (44%), Mið- og Austur-Evrópu (16%) og
Mið-Ameríku (14%).
Fimm nemendur JHS stunduðu meistaranám við Háskóla íslands (HÍ) á árinu á styrkjum
frá JHS og HÍ. Tveir, báðir frá Kenýa, luku meistaranámi í jarðfræði vorið 2004. Hinir þrír
eru frá Mongólíu (jarðhitaverkfræði), Iran (umhverfisverkfræði) og Úganda (umhverfis-
verkfræði). Meistaraneminn frá Úganda er kostaður af Þróunarsamvinnustofnun íslands.
Kennslan árið 2004 var einkum í höndum sérfræðinga Islenskra orkurannsókna, eða 65%,
en aðrir sérfræðingar sem kenndu við skólann komu frá Háskóla íslands, Orkustofnun,
Háskólanum á Akureyri, rannsóknastofnunum, verkfræðistofum og orkufyrirtækjum.
Um helmingur námsins við JHS er tengdur rannsóknaverkefnum nemenda sem þeir
vinna undir leiðsögn íslenskra sérfræðinga. Arið 2004 fjölluðu 15 af 18 rannsókna-
skýrslum nemenda um verkefni í heimalöndunum, en markmið skólans er að sem flest
rannsóknaverkefni tengist heimalöndum nemenda beint.
Styrkur skólans felst í vönduðu vali á nemendum, hæfni kennara og gæðum þess starfs-
umhverfis sem námið fer fram í. A árinu var farið til E1 Salvador, Erítreu, Eþíópíu, Kenýa,
Kína, Rússlands og Túnis að velja nemendur, heimsækja jarðhitastofnanir og flytja fyrir-
lestra. Einnig voru sóttar ráðstefnur og fundir á vegum HSþ í Ástralíu, Finnlandi,
Hollandi, Póllandi og Þýskalandi.
Árlegur gestafyrirlesari var Dr. Peter Seibt, verkfræðingur og framkvæmdastjóri GTN-
Geothermie Neubrandenburg GmbH í þýskalandi. Hann flutti fyrirlestra um jarðhita-
nýtingu í Evrópu, einkum hönnun borhola og dælubúnað þar sem heitu vatni er dælt úr
setlögum í varmaskipta og volgu vatni aftur niður í jarðlögin.
9 41 Arbók VFl/TFl 2005