Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 108
Faglegt traust - frumleiki - áræði
Verkfræðistofan Línuhönnun var stofnuð 1979 til að taka þátt í undirbúningi
og hönnun háspennulína. Þær hafa verið einn hornsteinn starfseminnar, t.d. við
hönnun, forritagerð og útrás til útlanda. Fyrirsögnin hér að ofan endurspeglar
hluta af stefnumótun Línuhönnunar eftir því sem starfssviðunum hefur f]ölgað.
Upp úr 1980 var brugðist við þörfum fyrir viðhaldsráðgjöf og hún mótuð frá
grunni. Stofan hefur sinnt mörgum kunnum húsum, t.d. aðalbyggingu Háskóla
(slands, Þjóðminjasafninu, Þjóðmenningarhúsinu, dómkirkjunum á Hólum og (
Reykjavík og Bessastaðakirkju. Fyrirtækið er einnig til ráðgjafar um klæðningar,
gler, þök, vottun á framleiðslu o.fl. Þá hefur stofan unnið að hönnun margra
bygginga, allt frá stórhýsum eins og Smáralind, Öskju (náttúrufræðahúsi H(),
Hæstarétti og nýbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur, til stækkunar og endurgerðar
minni húsa.
Árið 1985 hannaði Línuhönnun fyrstu brúna; á Bústaðavegi yfir Kringlumýrarbraut.
Meðal annarra slíkra verkefna eru brýr yfir Elliðaár og Jökulsá á Dal, göngubrú í
Fossvogi og stóru brýrnar á Höfðabakka, Skeiðarvogi og Stekkjarbakka.
Næstu árin voru stofnaðar nýjar deildir, m.a. jarðtæknisvið, umhverfis- og
öryggissvið, umferðarsvið, bruna- og eldvarnasvið, verkefnastjórnunarsvið og
lagnasvið sem sinnir hvers kyns lögnum í byggingum. Nýjasta deild fyrirtækisins
er vega- og byggðasvið sem sinnir m.a. hönnun vega og brúa og margvíslegri
þéttbýlistækni.
1 0 6
Árbók VFl/TFl 2005