Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 133
sementsmarkaði. Á árinu 2005 voru gerðir stórir viðskiptasamningar við Arnarfell ehf. og
Malarvinnsluna hf. sem opnuðu stóra markaði fyrir fyrirtækið á Austfjörðum í tengslum
við uppbygginguna þar.
Fyrsti framkvæmdastjóri Aalborg Portland á íslandi var Bjarni Ó. Halldórsson.
Núverandi framkvæmdastjóri er Thomas Möller hagverkfræðingur.
Sagan af sementinu á íslandi
Árið 1903 hóf Knud Zimsen verkfræðingur að flytja inn sement frá Álaborg í Danmörku.
fslendingar höfðu skömmu áður kynnst þessu nýja efni sem átti eftir að breyta svo miklu
um lífshætti á eyjunni köldu við nyrsta haf. Árið 1895 hafði fyrsta steinsteypta hús
landsins risið að Sveinstungu í Borgarfirði. Fordóma gætti í garð steinsteypunnar, en
Knud Zimsen var sannfærður um ágæti hins nýja byggingarefnis. Hann reisti Gimli við
Lækjargötu til þess að sannfæra landsmenn um ágæti steinsteypunnar.
Um allan heim hafði sement orðið helsta byggingarefni á 19. öld. Englendingurinn
Joseph Aspin hafði fengið einkaleyfi fyrir blöndu af kalksteini og leir árið 1824. Hann
nefndi framleiðslu sína Portland sement. Portland vegna samlíkingar við hellustein í
bænum Portland á Englandi og cement sem á latínu þýðir steinn sem hefur verið höggv-
inn til (caementum).
Sementið töfralyf
Knud Zimsen mæltist svo í æviminningum sínum: „Sementið var töfralyf, sem hafði ger-
breytt ýmsum kennisetningum mannvirkjafræðinnar. Með það í höndum var hægt að
gera þá hluti sem vísustu verkfræðingar höfðu ekki látið sig dreyma um að nokkurn tíma
yrðu framkvæmdir áður en þetta mikilvæga duft kom til sögunnar. Sement! - Sement!"
Svo vel líkaði mönnum sementið frá Álaborg að helstu byggingar í Reykjavík á fyrri hluta
20. aldar voru reistar með Álaborgar sementi. „Uti í Álaborg var ein þekktasta
sementsverksmiðja Dana og hafði ljón í vörumerki. Ég hafði lítillega kynnzt mönnum,
sem að henni stóðu. Ég byrjaði að rita þeim og greina frá því, hvernig háttaði um
sementsverzlun á íslandi. Jafnframt greindi ég þeim frá hugmyndum mínum um að gera
Islendingum auðveldara að notfæra sér þetta verðmæta byggingarefni."
Sá varð árangurinn af bréfaskiptum mínum við Álaborgarmenn, að árið eftir var ég
orðinn einkaumboðsmaður á Islandi fyrir Álaborgarsementið. Að vísu gat verið fólginn í
því lítill vinningur, ef ekki hefði annað á eftir flotið.
Islendingar fluttu úr torfbæjum í steinhús á næstu áratugum. Steinsteypuöld var gengin
í garð og helstu byggingar landsmanna steinsteyptar. Árið 1933 auglýsti J. Þorláksson &
Norðmann: „Notið eingöngu hið margviðurkenda Álaborgarsement með ljónsmerkinu."
Þar kemur fram að helstu byggingar höfðu verið reistar með Álaborgarsementi. Hótel
Borg, Landsspítalinn, hús Jóns Þorlákssonar við Austurstræti - þar sem Kaffi París er nú
til húsa - Mjólkurfélagshúsið við Hafnarstræti, Landssímahúsið, Þjóðleikhúsið, Kleppur,
Þjóðleikhúsið, Landakotsspítali og verkamannabústaðirnir.
Kalksteinninn við Álaborg
Mikilvægustu hráefni til sementsframleiðslu eru kalk og sandur, sem brennd eru saman.
Við Álaborg eru miklar kalknámur. Kalksteinninn er talinn um 70 milljón ára gamall og
hentar afar vel til sementsframleiðslu sakir hreinleika. Þrjár risagröfur, sem hver um sig
vinna allt að þúsund tonn á klukkustund, eru notaðar við námuvinnsluna. Kalkið er flutt
á færiböndum inn í verksmiðju og sandur tekinn við sjávarsíðuna. Kalkið er leyst upp í
vatni og formalaður sandur einnig blandaður vatni. Kalki, sandi og vatni er blandað
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 3 1