Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 152
ALCAN 11
ll.
ALCAN Á ÍSLANDI H F.
cn
©
Verkfræðistofan í Straumsvík
Opinber umræða um stóriðju hefur stundum einkennst af fullyrðingum um að iðnaðurinn sé
gamaldags og jafnvelfrumstæður. Um 40 verk- og tæknifræðingar sem starfa hjá Alcan í Straums-
vík taka ekki undir þá skoðun, enda vita þeir betur.
Stjórnunarstörf í höndum tæknimenntaðra
Líklega hafa verkfræðingar óvíða meiri áhrif á rekstur stórfyrirtækis en hjá Alcan. Þannig
er öll framkvæmdastjórnin verkfræðimenntuð, hvort sem rætt er um forstjórann, fjár-
málastjórann, starfsmannastjórann eða hina framkvæmdastjórana fjóra; á tæknisviði, í
steypuskála og rafgreiningum (2). Sú staða endurspeglar þá staðreynd að möguleikar
verkfræðinga á vinnumarkaði eru nánast ótakmarkaðir, þótt flestir verkfræðingarnir í
Straumsvík starfi vissulega við hefðbundin verkfræðistörf. Það sama á við um tækni-
fræðingana en þessir tveir hópar hafa gegnt lykilhlutverki í þeim stöðugu framförum
sem einkennt hafa rekstur verksmiðjunnar undanfarin ár. Þannig er framleiðslugeta
verksmiðjunnar orðin 20% meiri en hún er hönnuð til að framleiða og þann árangur má
að miklu leyti skýra með verk- og tæknifræðilegum lausnum sem þróaðar hafa verið á
staðnum.
Hátæknileg framleiðsla
Auk beinna framleiðslutengdra þátta eru verk- og tæknifræðilausnir notaðar á ýmsum
sviðum. Stöðugt er hugað að tækniframförum hvað varðar búnað og þær innleiddar.
Stöðugur og jafn rekstur sjálfvirkra tækja hvílir á sama grunni enda er verksmiðjan í raun
hátæknifyrirtæki, þar sem sem flóknir hátæknilegir ferlar liggja undir hrjúfu yfirborðinu.
I kerskálum fylgjast kertölvur með jafnvægi í kerum og stýra broti og mötun súráls á ker
eftir þörfum. Súrálsflutningar eru sjálfvirkir og er stýrt af einu stærsta iðntölvukerfi
landsins. Framleiðslustjórnun, tölvustýring og frávikagreining er öll í höndum verk-
fræðinga og rekstur kersmiðju og skautsmiðju einnig. Hreinsun skautgaffla, flutningur
skauta og ísteyping skauta er nánast alsjálfvirk, stýring steypuvéla í steypuskála
sömuleiðis; hölíun ofna, sig, kæling o.s.frv. Þar að auki eru verkfræðingar í steypuskála
ábyrgir fyrir framleiðsluskipulagi, framleiðslustjórnun, málmfræði- og framleiðslu-
eftirliti.
1 5 01 Arbók VFl/TFl 2005