Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 160
Fáskrúðsfjarðargöng opnuð fyrir umferð
Þessi grein er að miklu leyti samhljóða ræðu sem höfundur, Hreinn Haraldsson, hélt í samsæti á
Reyðarfirði eftir vígslu jarðganganna.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnar Fáskrúðs-
fjarðargöng formlega með þvl að klippa á borða. Jón
Rögnvaldsson vegamálastjóri aðstoðar.
Fáskrúðsfjarðargöng blessuð að lokinni vlgslu.Frá vinstri
talið: Séra Þórey Guðmundsdóttir sóknarprestur á Kol-
freyjustað I Fáskrúðsfirði, séra Davlð Baldursson sóknar-
presturá Eskifirði, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
og Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri. Igulum úlpum
eru heiðursmenn Vegagerðarinnar, þau Helga Sturlu-
dóttir og Kristinn Ó. Briem. Fyrir framan þau er skæra-
vörðurinn Ells Ármannsson frá Dölum f Fáskrúðsfirði.
Fáskrúðsfjarðargöng voru formlega vígð 9.
september 2005. Þá voru 11 vikur frá því að
jarðgöng um Almannaskarð voru opnuð
fyrir umferð og það er ákaflega ólíklegt að
það gerist nokkurn tímann aftur hér á landi
að tvö mannvirki af þessum toga verði vígð á
sama árinu. Þegar litið til baka í samgöngu-
sögunni sést þó að það er ekkert einsdæmi að
fleiri en eitt mikilvægt vegamannvirki séu
tekin í notkun á sama tíma, og það þótt við
lítum heila öld aftur í tímann. 1 ár eru 100 ár
frá því að þrjár stórbrýr voru teknar í notkun,
þ.e. Sogsbrú, Lagarfljótsbrú og brú yfir
Jökulsá í Axarfirði. Það sem er ennþá merki-
legra er að allar voru þær vígðar í september
eins og göngin hér, og það er skemmtileg
tilviljun að Sogsbrúin var vígð 9. september
1905 og varð því 100 ára á vígsludegi
Fáskrúðsfjarðarganga. Hátíðarræðuna í
vígsluveislu Sogsbrúar hélt Hannes Hafstein
ráðherra. Vatnsföllin voru farartálmar þess
tíma sem fyrst þurfti að yfirstíga og í dag má
að nokkru leyti bera jarðgangagerð saman
við brautryðjendaverk í brúagerð.
Akfær vegur var kominn milli Reyðarfjarðar
og Fáskrúðsfjarðar fyrir hálfri öld eða 1954.
Allt frá 1945 var þó hægt að aka hluta
leiðarinnar og þá farið um Staðarskarð, en þó
varð að fara um suðurströnd Reyðarfjarðar
með báti. Árið 1968 var svo opnaður mun
greiðfærari vegur um skriðurnar út fyrir
Vattarnes. Sá vegur þótti mikil samgöngubót
á sínum tíma og bætti mjög öll samskipti
milli byggðarlaga í fjörðunum. Hann hefur
hins vegar alltaf verið nokkuð varasamur
vegna ofanflóða, auk þess sem slysatíðni á
honum hefur verið fremur há og burðarþol
lélegt. Þegar farið var að huga að endur-
bótum á veginum til að koma honum í nú-
tímalegra horf komu því strax upp hug-
myndir um að fara þess í stað í gegnum fjall-
ið milli fjarðanna. Þar með eykst umferðar-
öryggið mikið, auk þess sem leiðir styttast.
Með jarðgöngunum styttist vegalengdin
milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar um 31
km og það verða aðeins 21 km á milli
byggðarlaganna. Á milli Mið-Austurlands og
Suðurfjarða styttast leiðir um 34 km.
1 5 81 Árbók VFl/TFl 2005