Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Síða 161
Eins og fram kom í skýrslu um mat á
umhverfisáhrifum jarðganganna er einnig
reiknað með mjög jákvæðum samfélags-
legum áhrifum af framkvæmdunum. At-
vinnu- og þjónustusvæði mun stækka og
styrkjast, atvinnutækifæri verða fjölbreyttari,
greiðari aðgangur verður að verslun og
annarri þjónustu, skóla- og íþróttastarf ásamt
menningu og listum ætti að styrkjast. Betri
tenging Suðurfjarða við flugvöllinn á Héraði
var einnig talin mjög jákvæður þáttur.
Fáskrúðsfjarðargöng voru fyrst skoðuð lítil-
lega í tengslum við vinnu nefndar um lang-
tímaáætlun um jarðgöng, sem skilaði skýrslu
árið 1987. Mun meiri umfjöllun var síðan um
þau í skýrslu nefndar um jarðgöng á Austur-
landi, sem kom út árið 1993, og frum-
rannsóknir fóru fram árin þar á undan. í
árslok 1998 lögðu Arnbjörg Sveinsdóttir og
Egill Jónsson síðan fram tillögu til þings-
ályktunar um undirbúning jarðganga milli
Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Samgöngu-
nefnd þingsins tók undir þessa tillögu en út-
víkkaði hana og lagði til að í staðinn skyldi
unnið að gerð langtímaáætlunar um jarð-
göng. Sú tillaga var samþykkt fyrir þinglok
1999 og ári síðar samþykkti Alþingi síðan
jarðgangaáætlun. Þar var ákveðið að fyrstu
verkefni í áætluninni skyldu vera göng milli
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar annars vegar og
milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar hins
vegar. Samgönguráðherra ákvað árið 2002 að
Fáskrúðsfjarðargöng skyldu koma fyrst og
þau voru boðin út í desember sama ár.
Jarðgöngin sjálf eru tæpir 5.700 metrar á
lengd og steyptir forskálar eru rúmir 200
metrar þannig að göngin í heild teljast 5,9
km, og þar með næst lengstu veggöng á
Islandi. Heildarlengd nýrra vega utan ganga
er um 8,5 km.
Fjórir verktakar buðu í verkið og samið var
við lægstbjóðanda, ístak hf. og Pihl og Sön
AS og skrifað undir verksamning á Fáskrúðs-
firði 21 . mars 2003. Framkvæmdirnar hófust í
apríl sama ár, fyrsta jarðgangasprenging var
22. maí og sú síðasta, sem samgönguráðherra
sprengdi við gegnumbrotið, var rúmlega 15
mánuðum síðar, 4. september 2004. Ganga-
gröfturinn gekk yfirleitt vel þrátt fyrir
nokkuð misjafnar jarðfræðilegar aðstæður,
og honum lauk tveimur mánuðum fyrr en
upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Eftir
það var unnið við lokastyrkingar, vatns-
Fáskrúðsfjarðargöng á vígsludegi 9. september 2005.
Kambfell heitir fjallið fyrir ofan gangamunnann í
Reyðarfirði.
Gangamunni í Fáskrúðsfirði.
Fáskrúðsfjarðargöng
59 00m
Kvöldiðfyriropnun Fáskrúðsfjarðarganga stóðu íþrótta-
félögin, UÍA, Leiknir og Valur fyrir almenningshlaupi f
gegnum göngin. Þátttakendur gátu valið um að ganga,
skokka, hlaupa, hjóla eða fara á línuskautum í gegn.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i159