Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 191
Draumurinn um framtíðarmálminn
Á1 þótti ekki aðeins skínandi fallegur góðmálmur. Einstakir eiginleikar áls vöktu miklar
væntingar um notkun þess í iðnaði. Á1 hefur mikinn styrk en er þrisvar sinnum léttara en
stál. Á1 hefur jafnframt mikið tæringarþol og góða leiðni. Á1 er einnig auðvelt að móta og
blanda öðrum málmum. Napóleon III., Frakklandskeisari, hafði stór áform um álnotkun,
ekki síst í hernaði. Hann vildi koma upp öflugum áliðnaði í Frakklandi og veitti landa
sínum Deville dyggan stuðning. Keisarinn bauð allra tignustu gestum sínum að borða
með hnífapörum úr áli, á meðan hinir lægra settu máttu gera sér skíragull að góðu. Á
heimssýningunni í París 1855 var álstöng eitt helsta aðdráttaraflið. Hugsuðir á borð við
franska rithöfundinn Jules Verne komu einnig auga á stórkostlega möguleika málmsins.
I vísindaskáldsögu, sem kom út árið 1865, sá Verne fyrir sér mannaðar geimferðir til
tunglsins, í álkúlum sem skotið yrði frá jörðu úr risastórri fallbyssu.
Leikurinn berst til Bandaríkjanna
Frank Jewett, einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í rafefna-
fræði á síðari hluta 19. aldar, var meðal þeirra sem heilluðust af
áli. Menntabraut hans lá um Göttingen í Þýskalandi, þar sem
hann kynntist frumkvöðlinum Friedrich Wöhler. Jewett sýndi
efnafræðinemum sínum við Oberlin-háskólann í Ohio litla
álkúlu frá Wöhler og sagði þeim að sá sem fyndi upp aðferð til
að framleiða þennan merkilega málm á hagkvæman hátt ætti
eftir að láta gott af sér leiða og efnast vel fyrir vikið. Meðal
áhugasamra nemenda Jewetts voru systkinin Charles Martin
Hall og Julia Hall.
Charles Martin Hall og Julia Hall
Charles Martin Hall fæddist árið 1863 og allt frá tólf ára aldri
hafði hann brennandi áhuga á málmum. Að náminu loknu
helgaði hann krafta sína leitinni að betri aðferð til að framleiða
ál og breytti kofa í garðinum heima hjá sér í tilraunastofu.
Frank Jewett lagði honum til tæki og veitti honum fræðilegan
stuðning. Julia, systir hans, sem var fjórum árum eldri, tók
virkan þátt í tilraununum og sá meðal annars um skráningu
gagna. Charles Martin Hall komst upp á lag með að framleiða
súrál og útbjó rafgreiningarker og kolefnaskaut í kofanum. Á
köldum febrúardegi árið 1886 fyllti hann kerið með flúorríkri
efnablöndu, setti súrálið út í og leiddi rafstraum úr heima-
gerðum rafgeymum í gegnum skautin. Við þetta myndaðist
mikill hiti í kerinu og þykk gufa steig upp. Á botni kersins lá
eftir klumpur með kúlum úr hreinu áli.
Hall-Heroult aðferðin
Charles Martin Hall var þó ekki einn um hituna. Á sama tíma,
handan Atlantsála, tókst Frakkanum Paul Heroult einnig að
framleiða ál með áþekkri aðferð. Framleiðsla áls með raf-
greiningu hefur því verið nefnd Hall-Heroult aðferðin og hún
er enn undirstaða allrar álframleiðslu í heiminum. Formúlan
Julia Hall
Fyrsta álið sem Charles Martin
Hall framleiddi með raf-
greiningu.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i 1 8 9