Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Side 206
Nær allt klóríð í grunnvatni kemur úr úrkomu frá sjó eða með íblöndun jarðsjávar
(Freysteinn Sigurðsson, 1993). Salt í grunnvatni mælist oftast hærra nær sjó og lækkar síðan
inn til landsins. Þetta fer þó eftir úrkomu (Freysteinn Sigurðsson, 1990). Klóríðjónir eru
ekki hættulegar heilsu manna en bragðgæði vatnsins rýrna við hátt klóríðinnihald. Mörk
fyrir saltbragð eru talin vera við 200 mg/1 og því eru leyfileg mörk fyrir innihald þess í
neysluvatni sett við 250 mg/1. Klóríð er að meðaltali 12,3 mg/1 hjá íslenskum vatnsveitum
eða um 5% af leyfðu hámarki. Hæst er það 32 mg/1 sem er um 13% af leyfðu hámarki.
Mangan hefur svipaða ókosti og járn. Það greinist hjá þrettán veitum en er að meðaltali
innan við 1% af leyfðu hámarki og aldrei hærra en 1,5%. Greiningarmörk fyrir mangan á
Akranesi eru óþarflega há < 3,0 pg/1 miðað við aðrar veitur, þó þau séu innan leyfðra
marka. Aðrar veitur hafa greiningarmörk við < 0,3 pg/1. Leyfð greiningarmörk skv.
neysluvatnsreglugerð fyrir mangan eru < 5,0 pg/1 sem er of hátt þegar horft er til þess að
meðaltalið hjá vatnsveitum er < 0,306 pg/1.
Natríum berst einnig í grunnvatn úr úrkomu með salti frá sjó og er ekki hættulegt heilsu
manna en aðallega eru mörkin sett vegna versnandi bragðgæða. Natríum er að meðaltali
9,03 mg/1 sem er 4,5% af leyfðu hámarki. Leyft hámark er 200 mg/1. Hæsta gildið er 16,7
mg/1 sem er 8% af hámarki. Súlfat mælist að meðaltali innan við 2% af leyfðu hámarki
sem er 250 mg/1. Hæsta gildið fyrir súlfat er 14 mg/1 eða innan við 6% af leyfðu hámarki.
Fylgni er á milli klóríðs, natríum, súlfats og flúoríð sem orsakast að miklu leyti af sam-
eiginlegum uppruna í sjávarseltu í úrkomu (Freysteinn Sigurðsson, 1990).
Af þessari umfjöllun má glöggt sjá að í öllum tilfellum eru mældu gildin undir leyfilegum
mörkum og oftast langt undir þeim. Nánari umfjöllun er að finna í María J. Gunnarsdóttir
(2005).
Styrkur þungmálma í neysluvatni
Sumir málmar eru nauðsynlegir fyrir vöxt og viðhald lífvera í hæfilegu magni en skað-
legir í miklu magni. Aðrir gegna engu hlutverki til næringar en safnast upp og valda
skaða. Það á t.d. við um blý, kadmíum og kvikasilfur. Þungmálmar eða efni sem eru hér
talin í þeim flokki (arsen og selen eru í flokki málmleysinga en hafa ýmsa sömu eiginleika
og þungmálmar) og kröfur eru um í neysluvatnsreglugerðinni eru níu talsins. Flest þessara
efna geta borist í neysluvatn úr lagnakerfum, pípum og tengistykkjum. A vegum danska
umhverfisráðuneytisins er í gangi rannsókn á málmum sem berast í neysluvatn úr lagna-
kerfum. A vefsíðu þess eru kynntar fyrstu niðurstöður þeirrar rannsóknar (Force
Instituttet ofl. 2005). Rannsóknir hafa sýnt að mest af málmum í vatnið berst í það úr innan-
hússkerfum og þá sérstaklega ef vatnið er hart og gefa heitsinkuð stálrör og kopartengi
mest af sér. Króm- og nikkeltengi gefa einnig af sér töluvert nikkel í öllum gerðum vatns.
s; 100
3.
| 10
s. ,
.?
1 0,1
1
I °.°1
3
% 0,001
o I o CNI I s I o o
5 — 5
— 0,541_ -i o,4oa* -0,4184.
T n nn rm
- 0,0048
Antimony Arsen Blý Kadmlum Króm Nikkel Selen
— Hæsta gildi - Lægsta gildi - Meðaltal - Leyfileg hámörk
Mynd 2 Styrkur þungmálma í neysluvatni,
styrkbil, meðaltal og leyft hámark (ug/l.
Á mynd 2 eru sýndar niðurstöður efnagreiningar hjá
20 vatnsveitum fyrir sjö þungmálma en kvikasilfur
og sýaníð eru alltaf neðan greiningarmarka og því
ekki sýnd á myndinni. Fyrir hvert efni er sýnt lægsta
mælda gildið, meðaltal mælinga, hæsta mælda
gildið og síðan leyft hámark.
Antimon í neysluvatni á sér oftast uppruna í leiðslu-
kerfi. Hann greinist sjaldan hjá þessum tuttugu
vatnsveitum og þá aðeins í mjög litlu magni.
Arsen er náttúrulegt frumefni í jarðskorpunni og
berst víða í heiminum í grunnvatn og því í neyslu-
vatn og er talið krabbameinsvaldandi (VVHO
Guidelines, 2004). Leyft hámark skv. neysluvatns-
2 0 4 I Arbók VFl/TFf 2005