Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Side 207
reglugerð er 10 pg/1. Hátt arseninnihald er aðallega í setbergsleirlögum, kalklögum og
bergi á eldvirkum svæðum (Árhus Amt, Natur og Miljö, 2002). Það greinist hjá fimm
vatnsveitum ofan greiningarmarka en oftast í litlu magni. Hæsta mælda gildið hjá þess-
um fimm veitum er 0,744 jag/1 sem er 7,5% af leyfðu hámarki en hæsta gildið er < 3,0 fig/1
sem er 30% af leyfðu hámarki. Leyfð greiningarmörk eru 1 j_ig/1 en greiningarmörk hjá
þremur veitum eru yfir þeim mörkum, þ.e. hjá Garðabæ, Hvammstanga og á Siglufirði.
Hjá síðastnefndu veitunni eru greiningarmörkin 30% af leyfðu gildi sem er alltof
ónákvæm mæling.
Blý greinist hjá fimmtán vatnsveitum. Meðaltalið er minna en 1% af leyfðu gildi og hæsta
gildi sem greinist er um 5% af leyfðu gildi eða 0,471 jug/1.
Kadmíum er langt fyrir neðan leyfileg mörk í öllum tilfellum. Hæsta gildið er innan við
1% af leyfðu gildi.
Króm greinist hjá öllum veitunum. Það er að meðaltali innan við 1% af leyfðu gildi en
mælist hæst aðeins minna en 3% af leyfðu gildi.
Nikkel greinist hjá þrettán vatnsveitum. Það er að meðaltali um 2% af leyfðu hámarki en
ein vatnsveita sker sig úr, á Akureyri, með 5,27 jrg/1 sem er um 26% af leyfðu magni.
Nikkel er notað í ýmis lagnaefni og getur því borist úr því í vatnið. Nauðsynlegt er hins
vegar að hafa fleiri greiningar til að sjá hvort þetta gæti verið vegna ónákvæmni í mæl-
ingu eða mengunar í sýni.
Selen greinist hjá átján veitum og er að meðaltali 0,116 pg/1 eða um 1% af leyfðu hámarki.
Hæsta gildi er 3,6% af leyfðu hámarki. Leyft hámark er 10 jag/1.
Af þessari umfjöllun má sjá að í öllum tilfellum eru mældu gildin undir leyfilegu hámarki
og oftast langt undir leyfilegum mörkum. Nánari umfjöllun er að finna í María J.
Gunnarsdóttir (2005).
Styrkur eitraðra efna í neysluvatni
Niðurstöður heildarefnagreininga fyrir flokk efna sem eru talin eitruð eru þær að þau eru
alltaf undir greiningarmörkum hjá þeim tuttugu vatnsveitum sem skoðaðar voru. Þetta
eru olíuefnin PAH, bensen og bens(a)pyren og lífrænu leysiefnin 1,2-diklóretan og tetra-
og tríklóreten. Einnig tríhalometan, sem er aukaefni í neysluvatni, sem verður til þegar
vatnið er klórað. Lífræn leysiefni geta valdið skyndilegri eitrun og haft langvarandi eitur-
áhrif. Sum klóreruð leysiefni geta valdið krabbameini og skaðað lifur, nýru og hjarta.
Arómatisku fjölhringa kolvatnsefnin, PAH, eru stór hópur efna sem mörg hver eru
krabbameinsvaldandi eins og t.d. bens(a)pyren. Þau koma úr olíuefnum, annaðhvort við
ófullkominn bruna eða beint úr efnunum. Tjöruborin rör eru þar áhættuþáttur fyrir
vatnsveitur. Einnig geta þau borist inn í plaströr úr olíumenguðum jarðvegi. í neyslu-
vatnsreglugerðinni eru tilgreind fleiri efni en voru mæld í heildarefnagreiningunni. Það
eru efnin akrýlamíð, brómat, epiklórhýdrín, varnarefni, heildarmagn varnarefna og vínil-
klóríð. Væntanlega er ekki talin þörf á því hjá íslenskum vatnsveitum. Þau þrjú fyrstu eru
aukaefni sem verða til við vatnshreinsun, sem ekki er nauðsynleg hér á landi. Hér á landi
er lítið notað af varnarefnum og því hefur væntanlega ekki verið talin þörf á að greina
þau. Aðeins er krafa um að mæla vínilklóríð ef tetraklóreten og tríklóreten greinist í vatn-
inu og er það þá sem niðurbrotsefni af þeim.
Oll eitruðu efnin eru eins og áður sagði neðan greiningarmarka hjá þessum tuttugu
vatnsveitum. Kröfum neysluvatnsreglugerðarinnar um greiningarmörk er í engu tilfelli
fullnægt við 1,2 díklóretan. Þau eru við < 0,3 pg/1 en niðurstöður mælinganna eru alltaf
< 0,5 pg/1. Sama gildir í þremur tilvikum við PAH efnin. Leyfð greiningarmörk eru
< 0,025 pg/1 en mæligildin < 0,042 pg/1, þ.e. á Akureyri, í Mosfellsbæ og Vestmanna-
eyjum. Nánari umfjöllun er að finna í María J. Gunnarsdóttir (2005).
Ritrýndar vísindagreinar i 205