Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 238
þegar L > lc. Hér stendur/ fyrir tíðni, i = V-1 og K% er hreyfðarfræðileg stífni staks staurs
sem má samkvæmt [9] nálga sem:
KÍ=d-Es-
\0,21
(4)
Eins og sést er K% óháð tíðni og jöfn stöðufræðilegri stífni. Hreyfðarfræðilegi deyfni-
stuðullinn C/ er háður tíðni og er samkvæmt [9] gefinn sem:
* 2 -KlD,
2 nf
(5)
þar sem
D,
0,80- p +1,10- /• d-
I
[ 0,80-
f
\
P
Vs
ef f > fs
eff<f
(6)
Hér er/s eigintíðni jarðvegslags. Grunntíðni einsleits jarðvegs ofan klappar (mynd 1) má
ákvarða með líkingunni [8]:
(7)
þar sem H er heildarþykkt jarðvegs ofan klappar. Rétt er að benda á að jöfnur (4), (5) og
(6) byggja á ferilaðlögun að fræðilegum lausnum.
I heimild [10] er birtur samanburður á fjórum mismunandi jöfnum sem ætlaðar eru til að
meta lárétta stífni staks staurs og er jafna (4) þar á meðal. Mikill munur er á stífninni
(10-100 faldur) sem þessar líkingar gefa. Munurinn stafar m.a. af því að verið er að skoða
mismunandi álagsaðstæður. Þannig er eðlilegt að við lítinn titring í jarðvegi sé stífnin
önnur og meiri heldur en við mikinn titring. Munurinn endurspeglar þó líka óvissuna
sem er við mat á láréttri stífni, staurs í jarðveg. Jafna (4) gaf hæsta gildið. í útreikningum
hér á eftir er stífnin ákvörðuð með jöfnu (4) en rétt er að hafa ofangreindan mun í huga
þegar niðurstöður eru túlkaðar.
Lárétt stífni og deyfing fyrir stauraþyrpingu
Staurar í stauraþyrpingu hegða sér öðruvísi en stakir staurar. Þvermál staura, fjarlægð á
milli þeirra sem og innbyrðis stefna samanborin við stefnu bylgjuhreyfingar skiptir
höfuðmáli auk kennistærða jarðvegs. Oft er miðað við að þegar innbyrðis fjarlægð staura
(miðja í miðju), er meiri en átta sinnum stauraþvermál staura hegða staurarnir sér eins og
stakir staurar. Ef hins vegar fjarlægðin er minni hafa staurarnir áhrif hver á annan og taka
þarf tillit til þess þegar stífni og deyfing er ákvörðuð.
I línulegu fjaðurefni er samvirknin háð tíðni sveifluörvunar en aðferðarfræðin byggir á
því að gera ráð fyrir að örvunin sé skilgreind með láréttum krafti á hvern staur á forminu
F exp(icot) og að færslusvörunin sé tilsvarandi u exp(í'eof). Hreyfðarfræðilegt samviðnám
(e. impedance) stauraþyrpingarinnar, FG, er svo skilgreint sem hlutfall heildarkrafts FG á
plötutopp (mynd 2) og tilheyrandi láréttrar færslu toppsins itG, þ.e. [3]:
Kh° = Kha +ia0Cha
(8)