Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 240
Skúfbylgjuhraði
Fjaðurstuðull jarðvegs er lykilstærð þegar samviðnám stauraþyrpingar er ákvarðað, sbr.
jöfnur (1), (2), (4) og (6). I línulegu fjaðurefni má nota jöfnu (2) til að ákvarða fjaður-
stuðulinn Es, þegar skúfbylgjuhraðinn Vs, eðlismasinn p og Poisson hlutfallið v eru
þekkt. Mikill breytileiki er í skúfbylgjuhraða í jarðvegi á meðan hinar kennistærðirnar
hafa minni dreifingu og minni áhrif á niðurstöðuna. Hérlendis hefur svokallaðri yfir-
borðsbylgjuaðferð eða SASW-aðferð (e. Spectral Analysis of Surface Wavcs) verið beitt til
ákvörðunar skúfbylgjuhraða jarðvegs [11]. í þessari aðferð er skúfbylgjuhraðinn mældur
við litlar formbreytingar og niðurstöðumar gefa því mat á hágildum skúfstuðls og
fjaðurstuðls, þ.e. Gmax og Emax. í jarðvegi minnkar stífni og deyfing eykst með auknum
skúfformbreytingum og því er nauðsynlegt að taka tillit til þeirra áhrifa þegar valin er
jafngildur fjaðurstuðull, sjá t.d. [8, bls. 230-240]. Nokkrar valdar niðurstöður skúfbylgju-
hraðamælinga hér á landi eru sýndar í Töflu 1.
Tafla I. Skúfbylgjuhraði jarðvegs skv.yfirborösbylgjuaðferð eða SASW mælingum [11].
Skúfbylgjuhraði á mismunandi dýpi:
Staður Jarðvegsgerð 1 m 2 m 5 m 10 m
[m/sek] [m/sek] [m/sek] [m/sek]
Hróarslækur Vegaxlir 100-170 170-190 140-170 150-210
Borgarfjörður Leiðigarðar við Borgarfjarðarbrúna 140-190 160-200 170-210 160-210
Borgarfjörður Vegaxlir við Borgarfjarðarbrúna 190-220 230-240 240-270 250-270
Borgarfjörður Seleyrin - möl með <5% fínefni 170 190 210 220
Óseyrartangi Þunnt sandset efst, hart lag undir 87-90 130-150 180 380
Hella Grófur og f(nn sandur, sandsteinn - 265 265 270
Hvolsvöllur Grófur og fínn sandur, sandsteinn - - 380 380
Önnur ólínuleg tilvik, líkt og bilmyndun milli staurs og jarðvegs nærri yfirborði, flækir
málin enn frekar.
Mynd 3. Brú yfir Brúará á Laugarvatnsvegi
austan Laugarvatns.
r'
-i.
Yfirbygging
Blýgúmmilega
Landstöpull
Grjótvöm -
Grjótvöm
Tölulegt dæmi
Lýsing á brú
Vorið 2004 var smíðuð ný tvíbreið brú á Brúará á
Laugarvatnsvegi (mynd 3). Brúin er 40 m löng
steypt eftirspennt bitabrú í tveimur höfum 22 og 18
m. Landstöplar og millistöpull brúarinnar eru
steyptir og grundaðir á stálbitum sem reknir voru
niður í gegnum fyrirstöðulítið sendið malarlag og
niður í nokkuð blöðrótta klöpp úr fersku basalti. A
mynd 4 er sýnt þversnið landstöpla. Dýpi á klöpp er
breytilegt en miðað við þær tilraunaholur sem
boraðar voru er dýpi frá 6,2-8,2 m neðan sökkul-
botns. Yfirbygging brúar hvílir á jarðskjálftalegum.
Á báðum landstöplunum eru blý-gúmmílegur en á
millistöpli eru gúmmílegur án blýkjarna. Nánari lýs-
ing á brú og legum er gefin í [7].
Staðsetning brúarinnar, nærri þekktum upptakasvæðum
Suðurlandsskjálfta, og það að stöplar hennar eru grundaðir á
stauraþyrpingum gerir hana að ákjósanlegu tilviki til að beita á
aðferðafræðirtni hér að framan.
Mynd 4. Þversnið af land-
stöpli.
2 3 8. Árbók VFÍ/TFÍ 2 0 0 5