Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 247
Ferskvatn á íslandi - skilgreiningar
Ferskvatn:
Jökulvatn:
Bergvatn:
Grunnvatn:
Lindarvatn:
Neysluvatn:
Nytjavatn:
Yfirborðsvatn:
Ósalt vatn.
Leysingarvatn frá jökli.Óhæft sem neysluvatn, nema með mikilli síun.
Dragár, lindár og grunnvatn. Dragárvatnið óhæft sem neysluvatn án síunar.
Jarðvatn/neðanjarðarvatn.Vatn í samfelldu og viðvarandi vatnslagi í vatnsmettuðum jarðlögum.
Gott neysluvatn. Um þrír fjórðu hlutar þess koma fram í lindum.
Grunnvatn sem nær yfirborði í lindum.Gott neysluvatn nálægt upptökum.
Vatn hæft til drykkjar, t.d. nær allt grunnvatn og lindavatn.
Gunnvatn og yfirborðsvatn sem unnið er til neyslu eða til annarra nota.
Annað vatn en grunnvatn
Ath: Yfirborðsvatn þarf að sía og jafnvel gerilsneyða, a.m.k. hluta ársins, ef nota á það sem neysluvatn.
íslenskar ár skiptast í jökulár og bergvatnsár. Þær síðarnefndu skiptast í dragár og lindár. Margar stórár landsins eru
blanda af öllum þremur árgerðum; jökulám, dragám og lindám, t.d. Þjórsá, Ölfusá, Hvítá í Borgarfirði, Blanda,
Héraðsvötn og Skjálfandafljót.
Ferskvatn sem rennur á yfirborði til sjávar (um 5000 m3/sek) skiptist við ósa nær til helminga í bergvatn blandað jökul-
vatni og bergvatn án jökulvatns.
(Guðmundur Kjartansson, 1945, AriT.Guðmundsson, 1989, Freysteinn Sigurðsson, 1992 og 2005,„auðlindalög" 2005/6).
Á flestum vestrænum tungumálum er vinna á þessum efstu sviðum oft kennd við orðið
strategy, enda er enska heitið á þessari nýju aðferðafræði Strategic Environmental
Assessment (SEA). í íslensku finnst ekki gott orð yfir strategíu og hefur því gengið illa að
finna íslenskt heiti um nýju aðferðafræðina, en Umlwerfismnt áætlana (ÚA) hefur orðið
fyrir valinu. Ef til vill ætti þó að nota hugtakið Stefnumarkandi umhverfismótun (SU) um
slíka vinnu á efstu stigum stjórnsýslunnar því þar er stefnumótunarþátturinn ráðandi (sjá
nánar mynd 4).
Höfundar þessarar greinar hafa kennt námskeið er nefnist Mat á umhverfisáhrifum í
Verkfræðideild HÍ, ásamt Júlíusi Sólnes, fyrrverandi umhverfisráðherra, í allnokkur ár.
Vorið 2003 var valið að fjalla um íslensku ferskvatnsauðlindina og unnu höfundar með
nemunum að greinargerð er nefnist: Hugmynd að stefnumótun og frumáætlun um nýtingu
ferskvatns í stórum mælikvarða á íslandi (Trausti Valsson, Birgir Jónsson o.fl., 2003).
Við vinnuna voru notuð ýmis gögn frá ESB er varða mjög framtíðarvinnu okkar Islend-
inga á þessu sviði. Má þar nefna skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu frá 2000: Sjálfbær
nýting vatns í Evrópu - ástand, horfur og úrlausnarefni (Umhverfisstofnun Evrópu, 2000).
Einnig var byggt á tilskipun ESB frá árinu 2000 um stefnu í vatnsmálum (2000/60/EU),
en EFTA löndin lögðu fram sínar tillögur að aðlögunartexta sumarið 2004.
í ofangreindu tilraunaverkefni í Verkfræðideild HI gáfu höfundar sér það að af stórút-
flutningi á vatni gæti orðið í framtíðinni og settu fram ábendingar um stefnumótun
stjórnvalda er varða verndun og hagnýtingu íslensku ferskvatnsauðlindarinnar.
Atriði nauðsynleg til undirbúnings UÁ-ferils fyrir ferskvatn
Nauðsynleg fyrstu skref við undirbúning geiraáætlunar (sector plan) á landsskipu-
lagsstigi um ferskvatn á íslandi eru:
1. Ljúka samningum við ESB um hvaða atriði tilskipunar sambandsins um stefnu í vatnsmálum
(2000/60/EC), eigi að taka gildi á íslandi. I samtali við Sigurbjörgu Sæmundsdóttur í
umhverfisráðuneytinu (2005) kom fram að þegar vorið 2004 hefði verið saminn að-
lögunartexti í laganefnd EFTA, sem notaður er í samningum við ESB og var sú vinna
á lokastigi sumarið 2005. í þeirri vinnu lögðu fulltrúar íslands áherslu á að mengunar-
varnarþátturinn yrði inni í textanum, en náttúruverndarþátturinn síður, enda er EES-
samningurinn í eðli sínu viðskiptasamningur. Vald Brussel yfir þróun grunnatvinnu-
vega íslands myndi stórum aukast ef við yrðum að taka upp náttúruverndarþátt
vatnstilskipunarinnar, því þá væri t.d. fiskveiðistefna sem og orkuvinnslustefna
vatnsafls, og jafnvel jarðhitans, orðin háð reglugerðasmíð í Brussel.
Ritrýndar vísindagreinar i 2 4 5