Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Side 248
2. Setja nýja nytjavatnslöggjöf á íslandi. Einu lögin sem varða nytjavatn eru gömlu
Vatnalögin frá 1923 (Lög nr. 15/1923), síðari reglugerð um mengun vatns og reglugerð
um neysluvatn (María J. Gunnarsdóttir, 2005), og einnig atriði í „auðlindalögunum"
(Lög nr. 57/1998). Frumvörp til endurskoðaðra „auðlindalaga" og „vatnalaga" voru
lögð fram á Alþingi 2004-2005. Þá er í undirbúningi sérstakt lagafrumvarp um
vatnsvernd (Freysteinn Sigurðsson, 2005).
3. Taka þarf saman yfirlit yfir íslensku ferskvatnsauðlindina. í þessu felst t.d. kortlagning á
grunnvatnsstraumum og svæðum þar sem nytjahæft vatn rennur ofanjarðar í ám og
lækjum. Leggja þarf mat á gæði vatns á þessum vatnasvæðum og meta framtíðar-
öryggi hvers þeirra fyrir t.d. fyrir mengun, náttúruvá og skemmdarverkum
(Freysteinn Sigurðsson, 1994, 2002 a og b, Freysteinn Sigurðsson o.fl. 2002).
4. Taka þarf saman yfirlit um núverandi vatnsnotkun á vatnasvæðunum í lið 3 hér að ofan og
gera spá um þróun þessarar notkunar langt fram í tímann. Þetta skapar grundvöll til að
meta hvar vatnsnám til útflutnings í stórum stíl mundi lenda í minnstri samkeppni
við innanlandsnotkunina.
5. Taka þarf saman landsyfirlit um álagsþætti í sambandi við vatnsmál. Helstu þættir af þessu
tagi eru t.d.: starfsleyfisskyldur atvinnurekstur, sorpurðunarstaðir, bensínstöðvar,
þéttbýlissvæði, frístundasvæði (t.d. vegna rotþróa) og fleira. I öllum tilfellum þarf
einnig að áætla stækkun þessara svæða til framtíðar og hefur Umhverfisstofnun hafið
átak í hnitun þessara þátta inn í landupplýsingakerfi. Heilbrigðisfulltrúar landsins
taka þátt í þessu starfi með hnitun um 1000 vatnsbóla (Freysteinn Sigurðsson, 2002 b,
Ingólfur Gissurarson, 2004).
6. Taka þarf saman yfirlit um hvar útflytjendur eða aðrir stórnotendur vatns yrðu best staðsettir
á landinu. Hér yrði væntanlega aðallega um útflutning vatns með skipum að ræða,
sem þurfa stórt vatnsból og aðstöðu nálægt stórskipahöfn, eða þar sem risaskip gætu
legið í vari í skjólgóðum fjörðum. Einnig er hugsanlegt að hægt væri að leggja
vatnsleiðslur út til Evrópu og þyrfti því að kanna frá hvaða stöðum á landinu væri
hagkvæmast að leggja slíkar leiðslur. (Sjá mynd 5).
7. Á grundvelli liðanna hér að ofan þarf að búa til frumhugmynd að vænlegustu stór-
vatnsnámssvæðum landsins og ákvarða verndunarsvæði í kringum þau. Þessi frumhug-
mynd þarf að ganga inn í samhæfingarferli við ýmsar aðrar landsáætlanir, en frum-
drög að því ferli er sýnt í síðasta kafla þessarar greinar (Sjá myndir 5 og 6) (Freysteinn
Sigurðsson, 1992 og 1994, Árni Hjartarson, 1993).
Höfundar þessarar greinar hafa raðað saman helstu gögnum um þá þætti, sem koma
fram í listanum hér að ofan. Einnig hafa þeir sett fram á korti, frumhugmynd að væn-
legustu vatnsverndunar- og stór-vatnsnámssvæðum landsins (Sjá mynd 5). Þá hafa þeir
einnig sett fram frumhugmynd um stefnumótun í ferskvatnsmálum, sem birt er í næsta
kafla. (Sjá mynd 2).
Loks hafa þeir sett fram hugmyndir um undirbúnings- og samhæfingarferla á sviði
landsskipulags, þar sem frumhugmyndir um landsáætlun varðandi ferskvatn, yrðu
vegnar saman við aðrar landnýtingarhugmyndir á sviði landsskipulags.
Um stefnumótun fyrir nýtingu ferskvatns
Þar sem víða gengur verulega á ómengaðan ferskvatnsforða í heiminum, mun ferskt vatn
verða miklu verðmætari auðlind í framtíðinni en hún er í dag og eru þjóðir raunar þegar
farnar að deila alvarlega um nýtingu ferskvatnsins. Dæmi: Israel-Palestína (Jórdan),
Tyrkland-Sýrland-írak (Efrat-Tígris), Eþíópía-Egyptaland (Bláa Níl).
246. Arbók VFl/TFf 2005