Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 251
Dceml: flskvelðlstefha
að stór hluti þessa vatns stenst ekki
neysluvatnskröfur án síunar; sérstak-
lega á þetta við um jökulvatnið, sem
er um 20% ferskvatnsins.
Staða landsáætlunar um vatn innan
UÁ-ferilsins
Hinir ýmsu þættir UÁ-tilskipunar
ESB munu væntanlega verða í frum-
varpi til nýrra laga um umhverfismat
áætlana sem lagt verður fram á
Alþingi veturinn 2005-2006. Áður en
farið er að skilgreina stöðu lands-
áætlunar um vatn innan þessa ferils er
hentugt að líta á 4. mynd sem gefur
Svlð
SEA-
notkunar
Svlð
MÁV■
notkunar
1. Strfnumótun stjómvalda
(Ríklð og stofnanirþess)
2. l.andnýtlngaráuetlanlr
(Ríklð og stofnanlrþess)
3. Matásvieðlsáaetlunum
-Stepmmótunarþátturlnn
( Stofhanlr eða nefhdlr
ríkis og/eða sv.félagá)
4. Mat á aðalskipulagl
Stefhumótun
-Útftersla
(Hin einstðku svfélðg)
5. FJðgurra ára framkv.áuetl.
(Oplnberir aðllar)
6. MÁ Uframkviemda
(Einstakirframkv. aðllar)
Dcemi: Rammaácetlun og
Samhcefð Samgðnguáartlun
Dceml Landshlutaácetlanlr
t.d. skógrcektarácetlanlr (C02)
Dcemi: Samgðngustefna
-LcL elnkabilar/alm.samgðngur
-Ld mal á stofnbrautum
Dcemi: Vega-, Hafhaáceílanir
Dcerni: Brú, malamám
Stefnumótandi
umhvetflsmótun (SU)
Umhverflsmat
ácetlana (UÁ)
Mat á umhvetfláhrifum
framkvcemda (MAU)
| Mynd 4: Mismunandi svið þar sem UÁ-ferlinu er beitt.|
yfirlit um viðfangsefni sem umhverfismati áætlana og stefnumarkandi umhverfismótun
verður beitt á, allt frá stefnumótun stjórnvalda niður til skammtíma framkvæmda-
áætlana. Eins og sést neðst á mynd 4 verður áfram unnið að mati á umhverfisáhrifum
fyrir einstakar framkvæmdir.
í náinni framtíð mun umhverfismat áætlana (UÁ), a.m.k. skipulagsáætlana, hafa farið
fram á þeim svæðum þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar og ætti því UÁ-ferlið að
tryggja að mat á umhverfisáhrifum framkvæmda (MÁU) verði unnið markvissar en áður,
innan þess skipulagsramma sem UÁ-ferlið hefði skapað.
Inn á myndina hafa verið færð heiti áætlana sem flestir íslendingar munu kannast við. Á
myndinni sést m.a. að strax á eftir stefnumótunarstigi stjórnvalda kemur flokkurinn
Landnýtingaráætlanir. Skipta má þessum flokki í tvennt; A) sjávarnytjar og B) landnytjar,
sem aftur gæti skipst í; i) orkulindir, ii) jarðefnanám (þ. á. m. vatn) og iii) annað, t.d. land-
búnað, ferðamál, náttúruvernd, o.s.frv. Af þessari mynd er ljóst að vatnsnotkunaráætlun
þarf að vinna í nánu samræmi við áætlunargerð um orku, jarðefni og aðra nýtingu á landi.
Drög að umhverfismati (UÁ) um ferskvatnsnýtingu
Hér að framan hefur verið fjallað um nauðsynleg fyrstu skref við undirbúning áætlunar
um ferskvatn á íslandi í sjö liðum, en þar segir í síðasta liðnum: „Á grundvelli liðanna hér
að ofan þarf að búa til frumhugmynd að vænlegustu stór-vatnsnámssvæðum landsins og
ákvarða vatnsverndunarsvæði kringum þau. Þessi frumhugmynd þarf að ganga inn í
samhæfingarferli við ýmsar aðrar landsáætlanir (Sjá myndir 5 og 6) (Freysteinn
Sigurðsson, 1992 og 1994, Árni Hjartarson, 1993)."
Stórnýting á fersku vatni hérlendis er að mati höf-
unda langt inni í framtíðinni því bæði núverandi og
framtíðarnotkun ferskvatns innanlands er aðeins
örlítið brot af því sem vatnslindir hér á landi geta
afkastað. Til að geta talað um stórnýtingu innan-
lands þyrfti íbúafjöldi landsins að margfaldast eða
þá t.d. að ferskvatnsfiskeldi og landbúnaður ykist
margfalt. Þess vegna hljóta hugmyndir um nýtingu
ferskvatns í stórum mælikvarða að snúast um að
finna hagkvæmar leiðir til útflutnings.
Mat á náttúrufars-, efnahags- og samfélagslegum
markmiðum þarf að sjálfsögðu að fara fram á helstu
Ritrýndar vísindagreinar |249