Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 284
Einn af þeim þáttum sem hefur ýtt undir kröfu um góða gatnalýsingu er aukin gæði
útilýsingar hjá einstaklingum, svo sem í húsagörðum og næsta nágrenni við gatna-
lýsingar. Eðlilegt er því að gera kröfur til að gæði þeirrar lýsingar sem opinberir aðilar
setja upp og reka, eins og svæðislýsingar, lýsingar gatna og vega, aukist einnig og fylgi
þeirri þróun og nýjungum sem koma fram í ljósgjöfum og ljóskerum. Hér má nefna atriði
eins og aukin umhverfisgæði vegna meiri hæfni ljósgjafa til litendurgjafar (þ.e. ljósgjafar
sýna rétta liti þess sem ljósgjafinn lýsir á), bætta stýringu ljóssins og skermunar ljóskera
gegn glýju frá ljósgjöfum. Og gleymum ekki notkun á ljósgjöfum með háa nýtni og góðan
líftíma.
Hjá OR var í samvinnu við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin tekin sú ákvörðun að
gatna- og vegalýsing skyldi styðjast við reglur dönsku vegamálastjórnarinnar sem birti
sín fyrstu drög að reglum um gatnalýsingu 1975. Reglurnar hafa verið í reglulegri endur-
skoðun síðan. Nýjustu reglurnar tóku gildi 1999 og komu þá inn kröfur um litendurgjöf,
glýju, lýsingu gatnamóta, hringtorga og gangbrauta. Reglur dönsku vegamálastjórn-
arinnar eru grunnur að nýútkomnum íslenskum reglum um gatna- og vegalýsingu sem
Ljóstæknifélag Islands, í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur, Gatnamálastofu Reykja-
víkurborgar, Vegagerðina og Samband íslenskra sveitarfélaga, gaf út 2004.
Eitt mikilvægasta atriðið til að hagkvæmni og fagleg hönnun gatna- og vegalýsingar geti
átt sér stað er að lýsingarhönnuðir hafi til grundvallar fyrirfram fastsettar hönnunar-
forsendur.
Hönnunarforsendur
Hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sem lengst af hefur verið í fararbroddi í hönnun vega- og
gatnalýsingar á Islandi, var ákveðið 1984 í samráði við Reykjavíkurborg og sveitarfélög
tengd OR að öll vega- og gatnalýsing skyldi hönnuð samkvæmt reglum sem danska
vegagerðin hafði í langan tíma þróað og gefið út í samvinnu við danska ljóstæknifélagið.
Hér á landi eru ekki margir aðilar sem hanna vega- og gatnalýsingu en aftur á móti eru
margir sem koma að ákvörðunartöku um lýsingu. Ymsir staðlar eru til og í notkun í
heiminum. Hér má nefna Evrópustaðal, amerískan staðal, norska, sænska og danska
staðla, svo fátt eitt sé nefnt.
Ahugi vaknaði fyrir því að samræma þessi mál á íslandi hjá öllum þeim veitum, sveitar-
félögum og ríkinu sem þetta varðar og taka upp og hanna gatnalýsingu eftir leiðbeinandi
reglum og staðli til að samræmi næðist, bæði innan sama bæjarfélags og á tengingum
milli sveitarfélaga í eigu Vegagerðarinnar.
I framhaldi af kjöri nýrrar stjórnar Ljóstæknifélags Islands árið 2002 ákvað félagið að gera
átak í þeim málefnum sem varða útilýsingu. Nærtækast var að byrja á gatnalýsingu þar
sem formaður og varaformaður stjómar hafa komið talsvert að því málefni. Mikið vant-
aði upp á að stuðst væri við samræmdar hönnunarforsendur. Af þeim sökum hafa komið
út ólíkar niðurstöður, jafnvel í sama sveitarfélagi. Þetta hefur einnig verið snertiflötur hjá
Vegagerðinni sem leggur sína vegi gegnum borg og bæi. Áður hafði Vegagerðin, sem
kaupir sína þjónustu af mörgum veitum, ráðið til sín ráðgjafa til að fara í gegnum þá
staðla og reglur sem voru í gildi. Var þetta gert með það í huga að setja saman reglur um
lýsingu.
Námstefna um veg- og gatnalýsingu
Ljóstæknifélag íslands ákvað að láta þessi mál til sín taka og efndi í samvinnu við
Orkuveitu Reykjavíkur til námstefnu um hönnun á gatna- og vegalýsingu í mars 2003.
Markhópar voru hönnuðir, ábyrgðaraðilar og þeir sem koma að ákvarðanatöku um
uppsetningu lýsingar. Þátttaka var ótrúlega góð eða um 40 þátttakendur. Fyrirlesarar
2 8 2
Arbók VFl/TFl 2005