Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 294
Inngangur
Rannsóknar- og þróunarstarfsemi er hluti fyrirtækjamenningar flestra eldri símafélaga,
a.m.k. í Evrópu og N-Ameríku. Ófáar tækninýjungar hafa litið dagsins ljós sem afrakstur
þessarar starfsemi hjá símafélögum og nægir að nefna atriði eins og þróun nórans (tran-
sistors), sem nú finnst í milljónaupplagi á hverju heimili og farsímatæknina sem hefur
gerbreytt lífsháttum jarðarbúa á ótrúlega fáum árum. Skandinavísku símafélögin þróuðu
NMT (Nordic Mobile Telephone) símakerfið og áttu drjúgan þátt í þróun GSM- og UMTS-
kerfanna. Nærri má geta að rannsóknarstarfsemin hefur einnig skilað mikilvægu fram-
lagi til þekkingar mannkynsins en einnig til þeirra félaga sem rannsóknirnar stunda.
Síminn hefur stundað rannsóknar- og þróunarstarf um nokkurra ára bil. Á rannsóknar-
deild Símans starfa fimm manns með verk- og tölvunarfræðimenntun og eru allir höf-
undar þessarar greinar. Grunnstarfsemin felst í þátttöku í rannsóknarverkefnum á sviði
fjarskiptatækni og nýtingar upplýsinga- og fjarskiptatækni. Einnig sinnir deildin innri
verkefnum hjá Símanum og kemur m.a. með því móti þekkingu sinni á framfæri við
aðrar deildir fyrirtækisins. Flest rannsóknarverkefnin eru í formi samstarfs við erlenda
og/eða íslenska aðila, einkum önnur fjarskiptafélög og háskóla. Gjöfult og gott samstarf
hefur t.d. verið við Háskóla íslands, Háskólann í Reykjavík og nokkra aðra evrópska
háskóla.
Framan af voru tæknileg verkefni deildarinnar einkum tengd þráðræna aðgangsnetinu
(e. fixed access network) og hugsanlegu þjónustuframboði yfir innviði þess. Mikilvægast
þeirra verkefna var AMUSE-verkefnið sem fjallaði um tækni til myndveitu (e. Video on
Demand) og lauk því verkefni 1998. Árið 2005 er myndveitan loks orðin að þjónustu sem
viðskiptavinir Símans geta nýtt sér. Verkefni sem fjalla um nýtingu upplýsinga- og
fjarskiptatækninnar hafa einkum snúist um notkun hennar við menntun og vinnu.
Síminn hefur tekið þátt í nokkrum alþjóðlegum verkefnum á þessum sviðum sem fjallað
hafa um dreifmenntun (e-learning) og fjarvinnu (e-work). Deildin býr yfir staðgóðri
þekkingu á þessum sviðum.
Til að varpa nánara ljósi á starfsemina verður hér gerð grein fyrir nokkrum rannsóknar-
verkefnum deildarinnar sem eru nú á döfinni eða nýlokið. Verkefnavalið ber vott um
allmikla breidd sem er endurspeglun þess flókna umhverfis sem símafélög starfa í. Segja
má að verkefnin endurspegli sýn Símans um stafræna tilveru og stafræn viðskipti (e. dig-
ital living, digtial business). Nú hillir undir að tækniframfarir undanfarinna ára nýtist
almenningi í enn ríkari mæli en hingað til. Hægt verður að einfalda notkun tækninnar að
því marki að fólk geti nýtt hana á flestum sviðum einka- og atvinnulífs sér til hagsbóta.
Hér verður verkefnum lýst sem fjalla um ljósvæðingu aðgangsnetsins, tungutækni í
fjarskiptum, heimanet, háhraða fjarskipti í dreifbýli, högun skrifstofu framtíðarinnar,
uppbyggingu snjalls námsvers, háhraða þráðlaus aðgangsnet, greiningu á stöðu jafn-
ingjaneta (e. peer-to-peer networking) og gæðaeftirlit við flutning sjónvarps yfir ADSL.
Ljósvæðing heimtauganetsins
Aðgangsnetið er sá hluti fjarskiptanetsins sem næstur er viðskiptavinum. Aðgangsnetið
er skilgreint sem tveir hlutar, greina- og heimtauganet. Heimtauganetið liggur milli sím-
stöðva og viðskiptavina og er ljósvæðing þess hér til umfjöllunar. í árbók VFÍ árið 2001
[1] er fjallað um fjarskipti um ljósleiðara, þ.á m. um notkun þeirra í heimtauganetinu.
Síðan 2001 hafa orðið mikil umskipti á notkun aðgangsnetsins, yfir 60% heimila nýta sér
ADSL-þjónustu til háhraðatengingar yfir parstrengi (koparnetið) og hraðakröfur vaxa
enn með veldisvexti. Árið 1994 byrjaði Síminn lagningu ljósleiðara í heimtauganetinu.
Stefnan var sú að leggja ljósleiðara í öllum nýjum hverfum og einnig þar sem jarðvinna
átti sér stað af öðrum orsökum, einkum vegna endurnýjunar lagna. Þessari stefnu hefur
2 9 2 | Arbók VFl/TFl 2005