Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Síða 299
WiMAX fyrir farartæki (IEEE 802.16e)
WiMAX fyrir farartæki er nýjasti meðlimurinn í IEEE 802.16-fjölskyldunni. Með því getur
fólk með fartölvu, farsíma, smátölvu (Personal Digital Assistant, PDA) eða önnur svipuð
tæki með innbyggðri WiMAX flögu ferðast á allt að 100 km/klst. hraða og verið í
breiðbandssambandi.
I staðlinum eru skilgreindir svipaðir hlutir og í farsímastöðlum, t.d. reiki og afhending
sambands (e. handover) milli sella. OFDM-mótunin hefur einnig þróast í skalanlega
OFDMA-mótun, SOFDMA. í OFDMA eru burðarbylgjurnar samtímis í notkun hjá mörg-
um notendum og skiptast á milli þeirra. Þegar notandi hefur gögn til sendingar er hægt
að úthluta honum ákveðnum fjölda undirburðarbylgja. í fyrrgreindu WiMAP-verkefni
verður greining á SOFDMA ásamt QoS, gagnahraða, sellustærð, öryggi, snjöllum loft-
netum og aflnotkun. Einnig verður gerður samanburður við aðra þráðlausa tækni eins og
UMTS, EDGE, HSDPA, og framtíðar WiFi-staðla. Reynt verður að svara spurningum um
hvort þráðlaus kerfi framtíðarinnar muni keppa sín á milli eða styðja hvert annað og
hvort IEEE 802.16e muni einnig verða notaður á föstum samböndum og þar með taka við
af IEEE 802.16-2004.
Framtíð WiMAX sem aðgangstækni er óljós en þegar þetta er skrifað er vottaður og
samhæfður WiMAX-búnaður innan seilingar. Mun því fljótlega koma í ljós hvort WiMAX
á framtíðina fyrir sér. Margt bemdir til þess að WiMAX eigi bjarta framtíð því staðallinn
hefur tæknilega yfirburði yfir þá tækni sem er útbreiddust í dag. Flest stærri fjarskipta-
fyrirtæki sýna tækninni mikinn áhuga og hafa haft hana til prófunar. Einnig hafa
risafyrirtæki á borð við Siemens, Intel og Alcatel stutt við framþróun WiMAX. Intel hefur
tilkynnt að fartölvur með innbyggðu WiMAX komi á markaðinn árið 2008.
DEKAR - Framtíðarskrifstofan
Ahrif upplýsinga- og fjarskiptatækni á almennt vinnuumhverfi hafa verið víðtæk undan-
farin ár. Síminn tekur þátt í verkefni sem ber heitið DEKAR og stendur fyrir „Den
Nordiske Kunnskapsarbeidsplassen". Verkefnið er styrkt af Nordisk InnovationsCenter
og samstarfsaðilar eru IMG Gallup, Telenor sem stýrir verkefninu, Tækniháskólinn í
Helsinki, Alexandra Institutet í Danmörku og Tækniháskólinn í Stokkhólmi (KTH).
Markmið verkefnisins er að fá sýn á það hvernig skrifstofa framtíðarinnar gæti litið út og
að setja mark sitt á þá þróun. Jafnfamt að við hönnun framtíðarskrifstofunnar verði
stuðlað að samskiptum, þekkingaryfirfærslu og nýsköpun meðal starfsmanna.
Verkefnið er að fást við efnisþætti sem eru einkar áhugaverðir en einnig erfiðir viður-
eignar enda úrlausnarefnin af mörgum toga. Fyrsti verkhlutinn var könnun á skipulagi
skrifstofurýmis og áhrifum þess á samvinnu, þekkingarmiðlun og nýsköpun. í þessum
tilgangi voru gerðar kannanir meðal stjórnenda og fylgst með atferli fólks við vinnu á
nokkrum vinnustöðum.
Helstu niðurstöður þar sem 750 stjórnendur sátu fyrir svörum, voru að 90% svarenda
telja að skrifstofuumhverfið hafi grundvallaráhrif á frammistöðu starfsmanna. Skipulag
skrifstofa er breytilegt (einkaskrifstofur, lítil eða stór opin rými) milli landa, mismunandi
eftir stærð fyrirtækja og ólíkt milli atvinnugreina. I Svíþjóð og Danmörku eru áhyggjur af
opnum rýmum og stjórnendur sjá ekki svigrúm til sparnaðar. 1 Finnlandi og á íslandi sjá
stjórnendur tækifæri til sparnaðar og aukinna afkasta með innleiðingum opinna rýma.
Talsvert er um breytingar á skipulagi vinnustaða. Yfir 40% af svarendum hafa ráðist í
endurskipulagningu og breytingar á skrifstofurými á sl. tveimur árum og um þriðjungur
sagði að breytingar á húsnæði væru fyrirhugaðar á næstu tveimur árum. Helsta ástæða
Tækni- og vísindagreinar
2 9 7