Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 311
unnandi áhættu í hinum ýmsu geirum þjóðfélagsins og gildir það einnig um brunavarnir
í byggingum. Margir aðilar þjóðfélagsins koma að slíkum ákvörðunum og er
Brunamálastofnun að íhuga þau atriði, m.a. í samvinnu við Almannavarnir,
Hollustuvernd og Vinnueftirlitið, svo nokkrir aðilar séu nefndir.
I þessari grein höfum við þess vegna gefið einföld dæmi um hvernig hægt sé að nota
aðferðir áhættugreiningar við brunatæknilega hönnun, þar sem viðmiðunarmörkin eru
sú viðunandi áhætta sem kemur fram í forskriftarákvæðum byggingareglugerðar. Það er
skoðun höfunda að slíkar aðferðir geti verið mikilvægar og árangursríkar þegar bera þarf
saman virkni ýmissa brunatæknilegra kerfa og meta áhættu við hönnun bygginga.
Það er einnig rétt að benda á hversu mikilvægt það er að tímanlega verði hugað að
brunavörnum við hönnun byggingarinnar. Þetta er nauðsynlegt þar sem oft er verið að
meta grundvallaratriði sem hafa beina þýðingu fyrir arkitektúr hússins. Með áhættu-
greiningaraðferð er yfirleitt verið að meta marga kosti og því verður að gefa sér tíma strax
í byrjun til að meta hvaða varnir eru hagkvæmastar, bæði hvað varðar öryggi og kostnað.
Heimildir
[1] BSIDD240, Fire Safety Engineering in Buildings, Part 1: Guide to the application of Fire Safety Engineering Principles,
British Standards Institute, London, 1997.
[2] Jönsson, R., Lundin, J., The Swedish Case Study, Different Fire Safety Design Methods Applied on a High Rise Buildings,
Second International Conference on Performance-Based Codes and Fire Safety Design Methods, Maui, USA, 1998.
[3] Davidsson G., ofl., Vardering av Risk, Ráddningsverket, Karlstad 1997.
Tækni- og vísindagreinar i 309