Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 319
Vitasaga okkar
Tæpum sextíu árum síðar hefst vitasaga okkar íslendinga með
byggingu gamla Reykjanesvitans árið 1878.
Allt fram til ársins 1906 voru vitar á íslandi gerðir eftir teikningum
dönsku vitastofnunarinnar. Frá árinu 1907 til ársins 1937 voru vitar
nær eingöngu byggðir eftir teikningum verkfræðinganna Torvalds
Krabbe, Guðmundar J. Hlíðdal og Benedikts Jónassonar. I bókinni
Vitar á íslandi segir svo um næsta tímabil í byggingarsögu vitanna
(Siglingastofnun Islands 2002):
Byggingarstíll
„Tímabilið 1938-1957 einkennist af miklum byggingarfram-
kvæmdum, en þá var lokið við uppbyggingu vitakerfisins og voru
byggðar fjölbreytilegar vitagerðir, nánast alltaf eftir teikningum
Axels Sveinssonar verkfræðings.
Fyrsti viti eftir teikningu Axels var byggður árið 1938 en þeir síð-
ustu árið 1957, sama ár og Axel lést. Hefur vitunum, sem allir eru
steinsteyptir, verið skipt hér í 3 megingerðir eftir formi þeirra og
stíleinkennum: fúnkisturna, brúarvita og að endingu sívala turna."
Hér á eftir verða tilfærð dæmi um hverja þessara megingerða og
enn vitnað í bókina Vitar á Islandi:
Fúnkisturnar
„Kálfshamarsviti sem var byggður árið 1940 ...byggist á sömu
hugmyndafræði um form og efnismeðferð og Knarrarósviti.....og
er heildstætt byggingarlistaverk undir áhrifum fúnkisstefnunnar
þar sem form, notkun og efnismeðferð eru nátengd.
Einfalt form vitaturnsins er í raun stighús sem ljóshúsið er sett upp
á, Ijósum kvartshúðuðum veggflötum er deilt upp með dökkum
hrafntinnuhúðuðum inndregnum böndum til að gera vitann
áberandi sem dagmerki."
Brúarvitar
„Byggingarnar eru með fúnksjónaliskt yfirbragð og formgerð öll
mjög tengd notkun þeirra. Verður ekki annað sagt en að í
Bjargtangavita og Kirkjuhólsvita fari saman þrenna góðrar bygg-
ingalistar: byggingatækni, notagildi og listsköpun."
Sívalir turnar
„Auk byggingaformsins felast sameiginleg einkenni þessara vita
Axels í góðum hlutföllum, litlum gluggum með hleðslugleri, svip-
miklu handriði, steinsteyptu skyggni yfir dyrum og djúpu opnu
anddyri sumra þeirra og þeir voru allir húðaðir kvarsi í upphafi.
Utlit þeirra minnir á þykka steinhlaðna turna, enda þótt flestir
þeirra séu með þunna veggi. Auk hins klassíska forms sjást því
einnig í þessum vitum áhrif frá fúnkis."
■■
Akranesviti.
(Ljósm. Siglingastofnun)
Tækni- og vísindagreinar i 3 1 7