Fréttablaðið - 07.01.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 07.01.2012, Síða 18
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR Öflugt æskulýðsstarf fer fram í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Félags­ miðstöðvarnar eru nú 23 talsins og þar til nú hefur ÍTR annast rekstur þeirra. Allir á aldrinum 10­15 ára eru velkomnir í félagsmiðstöðvarnar og þar er m.a. leitast við að gefa þeim einstaklingum kost á heilbrigðum og uppbyggilegum frístundum, sem ekki taka þátt í íþróttastarfi félaga eða félagsstarfi í skólum. ÍTR stendur fyrir ýmsu öðru æskulýðs starfi og má þar nefna Hitt húsið, sem nýtt er af ung­ mennum á aldrinum 16­25 ára, Ungmenna ráð fyrir 13­18 ára, Skrekk, hæfileika keppni grunns­ kólanna og siglinga klúbbinn Siglunes í Nauthólsvík. Öflugt æskulýðs- og frístund- astarf Í Reykjavík eru starfræktar sex frístunda miðstöðvar, 34 frístunda­ heimili og fjórir frístunda klúbbar fyrir fötluð börn. 6­9 ára börn fara í frístunda heimili að loknum hefð­ bundnum skóladegi og á síðustu ellefu árum hefur ÍTR unnið sleitu laust að upp byggingu og þróun þessa frístunda starfs með góðum árangri. Farsæl starfsemi ÍTR Stjór nmá la menn koma og fara. Í 25 ára sögu Íþrótta­ og tómstundaráðs Reykjavíkur hafa sjö einstaklingar gegnt þar formennsku. Allir hafa þeir haft ríkan metnað fyrir hönd ráðsins og komið mörgu góðu til leiðar. Ekki er hægt að fjalla um stjórnun málaflokksins án þess að víkja að Ómari Einarssyni, sem verið hefur framkvæmda stjóri ÍTR frá upphafi. Hefur Ómar gegnt því starfi allan tímann af miklum krafti og einurð með vaskan hóp starfsmanna sér við hlið. Eru fáir embættis menn ef nokkrir, sem gera sér jafn góða grein fyrir því að þeir eru fyrst og fremst í þjónustu fólksins í borginni og leggja sig fram við að leysa af lipurð mörg að steðjandi vanda­ mál en láta þó ekki undan ósann­ gjörnum kröfum og heimtufrekju gagnvart skattgreiðendum, sem embættismenn borgarinnar standa einnig frammi fyrir í ríkum mæli. Í aldarfjórðung hafa Reyk­ víkingar verið afar ánægðir með starfsemi ÍTR. Í viðhorfs­ og þjónustu könnunum hefur ÍTR ætíð verið í fremstu röð og oftast verið sú borgar stofnun, sem hæstu ánægju einkunn hefur fengið meðal borgarbúa. Á starfstíma ÍTR hafa starfsmenn þess hvað eftir annað gripið tæki færið til að bæta starfsemina og náð miklum árangri á því sviði. Það hefur ekki verið á forsendum þess að breyta þurfi breytinganna vegna, heldur á grundvelli vandaðra vinnu bragða og viðurkenndrar breytinga stjórnunar. Undarleg afmælisgjöf Það olli því furðu og vonbrigðum þegar núverandi meiri hluti Sam fylkingarinnar og Besta flokksins ákvað á afmælis árinu, án haldbærra skýringa, að kljúfa starfsemi ÍTR, þar sem borgar­ fulltrúi Besta flokksins fer með formennsku, í herðar niður og færa stóran hluta starfseminnar til annars ráðs borgarinnar, þar sem Samfylkingin heldur um stjórnartauma. Um er að ræða sex frístunda miðstöðvar, 23 félags miðstöðvar, 34 frístunda­ heimili og fjóra frístundaklúbba fyrir fötluð börn. Voru þessar breytingar unnar með ótrúlega óvönduðum hætti af hálfu meiri­ hlutans. Var þeim síðan hrint í framkvæmd í andstöðu við vilja mikils meirihluta starfs manna og án þess að þeir eða notendur þjónustunnar fengju á því skýringar eða væri gefinn tími til að tjá sig um breytingarnar með eðlilegum hætti. Ráðist var í breytingarnar án þess að stefnu mörkun eða framtíðar sýn lægi fyrir eða að sýnt væri fram á með nokkrum hætti að þær skiluðu hag ræðingu. Lét meiri­ hlutinn sjálf sagðar ábendingar starfs manna og annarra fag­ aðila um mikil vægi eðli legrar undirbúnings vinnu, áður en ákvarðanir um breytingar yrðu teknar, sem vind um eyru þjóta. Ríkti lítil afmælisstemmning hjá starfsfólki ÍTR á afmælisárinu vegna þessa, en sem fyrr lagði það sig þó allt fram í störfum sínum. Vil ég af heilum hug þakka öflugu starfs liði ÍTR undan­ farinn aldar fjórðung fyrir gott starf að íþrótta­, æskulýðs­ og tómstunda málum, í þágu upp­ vaxandi kynslóðar borgarbúa, og vona að framtíð mála flokksins sé björt. Landsmönnum öllum óska ég gleðilegs árs og friðar. Íþrótta- og tómstundaráð 25 ár í fararbroddi Það er mikil áskorun að efla opinberan rekstur á tímum niðurskurðar. Þó má ekki láta deigan síga því rangar ákvarðanir valda tjóni. Við þurfum að leita allra leiða til að fara betur með opinbert fjármagn og gera stjórnun ríkisins skilvirkari. Með því að sameina ráðuneyti úr tíu í fimm værum við einu skrefi nær þessu markmiði. Stjórnarráð Íslands er veik­ burða. Ráðuneytin eiga fullt í fangi með að afgreiða erindi og kærur innan lögbundinna fresta, stefnumótun takmarkast við einstök svið, algengt er að starfsmenn fái verkefni sem henta þeim illa, sérhæfingu skortir víða og lykilþekking er því oft bundin við fámennan hóp starfsmanna – stundum aðeins einn starfskraft. Vandi okkar stjórnsýslu er að stjórna tiltölulega fáum einstaklingum, sem oft eru hlaðnir verkefnum. Raunveruleg yfirsýn verður því afar takmörkuð. Orðið „forgangsröðun“ verður hjóm eitt, þar sem ekkert annað er í „forgangi“ en hefðbundin (dagleg) verkefni. Á meðan er erfitt að líta til framtíðar og ákveða hvernig verja má opinberu fjármagni á sem bestan hátt. Það er engin töfralausn að fækka ráðuneytum. Þó er ljóst að um leið og ráðu neytin yrðu fimm talsins snar breyttist allt samhengi Stjórnar ráðsins og ákvarðana taka yrði vandaðri. Einingar Stjórnar­ ráðsins yrðu stærri og hægt væri að setja á stofn fleiri og fjölmennari vinnu hópa um til greind verkefni, sam eining stofnana yrði mark­ vissari, allsherjar stefnumótun væri möguleg enda allt ákvarðana­ ferli heild stæðara, mun auðveldara væri að ljúka eigin legum forgangs­ verkefnum, einfaldara yrði að skipuleggja átaks verkefni, frí og veikindi starfs manna hefðu minni áhrif á verkefna stöðu, þekkingu mætti miðla betur milli starfs manna og jafnframt yrði auðveldara að finna starfs mönnum verkefni sem hæfa menntun þeirra og reynslu. Enginn vafi er á því að starfsmenn Stjórnarráðsins gera sitt besta í öllu sem þeir takast á hendur. Ábyrgð hins opinbera eykst hins vegar dag frá degi, breidd verkefna er meiri en áður og kröfur um bætt eftirlit verða æ háværari. Sameining ráðu neyta ásamt innri skipulags breytingum, s.s. gjör breyttri umgjörð kæru­ mála (þ.m.t. kærunefnda), er leið sem við verðum að skoða betur. Margir álíta vafa laust að hugmynd um fimm ráðu neyti sé óraun hæf. Ríkið er hins vegar nánast lamað vegna fjárhags­ þrenginga og bætt stjórnun er lykil atriði allrar endur­ uppbyggingar. Það er enn fremur ekkert lögmál að ráðuneyti verði að vera fleiri heldur en færri. Sameining ráðuneyta í fimm Stjórnmál Ólafur Reynir Guðmundsson lögfræðingur Íþrótta- og æskulýðsstarf Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og fv. formaður ÍTR Það olli því furðu og vonbrigðum þegar núverandi meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins ákvað á afmælisárinu, án haldbærra skýringa, að kljúfa starfsemi ÍTR... Viltu vinna við hjálparstörf erlendis? Rauði kross Íslands auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið sem haldið verður vikuna 18. – 23. mars 2012. Þátttaka á sendifulltrúanámskeiði er forsenda þess að fá starf á vegum Rauða kross Íslands á alþjóðavettvangi. Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun og minnst þriggja til mm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði og færni í frönsku, arabísku, rússnesku eða spænsku er mikill kostur. Sérstaklega hvetjum við ljósmæður og kvensjúkdómalækna til að sækja um. Umsóknir berist með tölvupósti til Gunnhildar Sveinsdóttur verkefnisstjóra hjá Rauða krossinum (gunnhildur@redcross.is) fyrir 22. janúar næstkomandi. Umsóknareyðublað má nna á heimasíðu félagsins www.raudikrossinn.is auk nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði. Öllum umsóknum verður svarað. Orlofshúsnæði sumarið 2012 Frá Orlofssjóði KÍ Orlofssjóður Kennarasambands Íslands óskar eftir að taka á leigu vandað húsnæði til endurleigu sumarið 2012 fyrir félagsmenn. Bæði íbúðarhúsnæði og orlofshús koma til greina. Húsnæðið þarf að vera vel búið húsgögnum og uppfylla kröfur um góðan húsbúnað. Leigusali þarf að hafa reglulegt eftirlit með húsnæðinu á leigutí- manum. Fastur leigutími eru 8 vikur á tímabilinu 8. júní til 17. ágúst 2012. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, aldur og fjöldi svefnplássa. Einnig er nauðsynlegt að senda góðar myndir. Tilboð berist til skrifstofu Orlofs sjóðs KÍ Laufásvegi 81 og á netfangið orlof@ki.is fyrir 20. janúar n.k. Öllum tilboðum verður svarað. Orlofssjóður Kennarasambands Íslands, Laufásvegi 81 101 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Þórisdóttir í síma 595-1111, netfang: orlof@ki.is , fax: 595-1112. Mánudagar og fimmtudagar frá 20:00 til 21:45 auk eftirfylgdartíma, alls 16 klst. Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir sérfræðingar í klínískri sálfræði Verð kr. 54.000. Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Næsta námskeið hefst mánudaginn 23. janúar 2012. Skráning og fyrirspurnir í símum 5340110, 8220043 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is N á n a r i u p p l ýs i n g a r : w w w . k m s . i s Kennsludagar: Vellíðan án lyfja með verkfærum sálfræðinnar Fjögurra vikna árangursmælt nám- skeið Kvíðameðferðarstöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að skoða og breyta hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda kvíða og depurð. Öflugar slökunar- og hugleiðslu- aðferðir jafnframt kenndar. Námskeiðið nýtist vel samhliða annarri meðferð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.