Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 39

Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 39
heilsa LAUGARDAGUR 7. janúar 2012 Kynningarblað Margt í boði fyrir börn Góð ráð gegn streitu heilsurækt á vinnustaðnum hressandi drykkir Tækninýjungar hollt og gott í gogginn Í Baðhúsinu er notaleg aðstaða fyrir konur til að rækta líkama og sál. „Við erum með fjölbreytt úrval af tímum sem henta konum sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á líkamsræktarstöð og líka þeim sem eru lengra komnar. Við leggj- um ríka áherslu á persónulega, góða þjón- ustu þannig að viðskiptavinum okkar líði vel og finnist notalegt að koma,“ segir Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins. „Við erum líka alltaf að betrumbæta með það að leiðarljósi að Baðhúsið sé ekki stað- ur fyrir stutt stopp. Konur koma hing- að til að stunda líkamsrækt en þetta er líka klúbburinn þeirra þar sem þær geta slakað á, farið í pottinn, gufurnar og í hvíldarhreiðrið. Þær geta fengið sér vatn, te og kaffi, kíkt í blöðin og sumar koma jafnvel til að leggja sig og fá þannig hvíld frá amstri dagsins. Þá erum með frábæra barnagæslu fyrir þær sem það þurfa.“ Linda stofnaði Baðhúsið árið 1994 og nú var enn einu metári að ljúka. „Fjölmargir viðskiptavinir hafa verið hér svo árum skiptir og er viðkoma í Baðhúsinu partur af þeirra lífsstíl.“ Með því að skrá sig í KK klúbbinn fá viðskiptavinir hagstæðustu kjörin en innan hans eru fjórar mismunandi áskriftarleiðir. Þrjár eru með tíu til tólf mánaða binditíma en ein er án binditíma. „Þannig teljum við okkur koma til móts við þarfir flestra en auk þess erum við með staka tíma, mánaðarkort og ýmsa fleiri möguleika. Hér er því eitthvað fyrir alla, óháð aldri og getu.“ Á nýju ári verður áfram fjölbreytt tímaúrval og verður enn meiri áhersla lögð á Zumba sem hefur notið sérstakra vinsælda á undanförnum misserum. „Zumba fitness verður á sínum stað en svo erum við að bæta við stelpu Zumba fyrir stelp- ur á aldrinum fimm til átta ára og níu til tólf ára og Zumba gold fyrir byrjendur og konur á besta aldri. Þá erum við með margar jógakon- ur og bjóðum bæði almennt jóga og hot jóga sex daga vikunnar. Um miðjan mán- uðinn hefst svo sex vikna námskeið í jóga gegn kvíða. Linda segir konur eiga gæðastund- ir í Baðhúsinu og að mörgum hafi tekist að gera líkamsrækt að lífs- stíl. Hún vísar í ummæli Hrafn- hildar Pétursdóttur 72 ára tann- fræðings sem hefur verið í Baðhúsinu frá árinu 1998. „Baðhúsið er aðgengilegt og þægilegt og umgengni frá- bær. Það er alltaf verið að laga og gera Baðhúsið betra. Ég var staðráðin í því þegar ég kom fyrst í Baðhús- ið árið 1998 og skráði mig í KK klúbbinn að það væri fyrir lífs- tíð. Ég ætla mér að standa við það.“ NýjuNgar og tilboð Boðið er upp á tvo nýja Zumbatíma í Baðhúsinu; stelpu-Zumba og Zumba Gold. „Zumbakennarinn okkar, Hjördís Zebitz, hefur verið dugleg að sækja sér ný Zumbaréttindi og ég hef ekki séð þetta annars staðar,“ segir Kristjana Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri líkamsræktar hjá Baðhúsinu. stelpu-Zumbað er tvískipt. Það er annars vegar hugsað fyrir fimm til átta ára og hins vegar níu til tólf ára. „Þarna geta þær fengið útrás fyrir dansgleðina við skemmtilega tónlist án þess að vera beinlínis í ströngu dansnámi. Við höfum áður boðið upp á stelpujóga en þetta er í takt við það að viðskipta- vinir okkar eru alltaf að yngjast og koma jafnvel með mæðrum sínum á stöðina. Þörf barna fyrir hreyfingu með tilliti til holdafars hefur sömuleiðis aukist og stundum dugar skólaleikfimin ekki til,“ segir Kristjana. Zumba Gold eru hægari Zumba-tímar fyrir þær sem treysta sér ekki í Zumba fitness. „Þar er kominn þéttur kjarni sem getur verið fráhrindandi fyrir þær sem hafa aldrei prófað. Þetta geta verið konur sem eru komnar á efri ár en líka konur sem eru að byrja og langar að dansa.“ Meðlimir KK klúbbsins fá ókeypis aðgang í öll heilsuátök í Baðhúsinu. Þetta geta verið tabata námskeið, hot jóga námskeið, fit pilates námskeið og fleira í þeim dúr. Því er ljóst að KK klúbburinn margborgar sig. Þessa daga er sérstakt inngöngutilboð í KK klúbb- inn en allar sem skrá sig fram til 10. Janúar fá frítt nudd. Einnig er tilboð á sex mánaða kortum og er boðið upp á frían prufutíma til 10. janúar. Enn einu metárinu lokið Baðhúsið er meira en líkamsræktarstöð. „Þetta er líka klúbbur fyrir konur sem vilja gera sér gott í amstri dagsins. Hér geta þær slakað á, farið í gufu og pott, gluggað í blöð og látið líða úr sér,“ segir eigandinn Linda Pétursdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.