Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 110

Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 110
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR66 sport@frettabladid.is FótboLti Undanfarin misseri hefur lítið borið á Hafnfirðingnum Arnari Þór Viðarssyni í íslenskum fjölmiðlum þrátt fyrir að hann sé enn að spila af fullum krafti í sterkri atvinnumannadeild í Evrópu. Fimmtánda ár hans í atvinnumennskunni er nýhafið en hann segir við Fréttablaðið að árið 2011 hafi verið hans besta á ferlinum. Arnar lék síðast með íslenska landsliðinu árið 2007. Arnar samdi fyrst við belgíska liðið Lokeren árið 1997, en hann hefur lengst af haldið sig þar í landi og er nú á sínu fjórða tíma- bili hjá Cercle Brugge. Hann er uppalinn FH-ingur enda af mikilli FH-ætt. Faðir Arnars, Viðar Halldórsson, er for- maður félagsins og föðurbróðirinn Jón Rúnar formaður knattspyrnu- deildar. Bræður hans, Davíð Þór og Bjarni Þór, eru báðir atvinnu- menn í knattspyrnu. Sáttir við stöðuna í deildinni Óhætt er að fullyrða að Arnar Þór sé í hópi leikreyndustu knatt- spyrnumanna Íslands í dag, en hann hefur síðustu ár verið lykil- maður í uppgangi Cercle Brugge. „Við erum nú í sjöunda sæti deildarinnar eftir nítján leiki og erum bara mjög sáttir við það,“ segir Arnar. „Við erum enn í baráttunni um að komast í umspil efstu sex liðanna um meistara- titilinn í vor. Þangað stefnum við.“ Arnar var alls hjá Lokeren í sjö ár eftir að hann fékk langtímasamning hjá liðinu árið 1998. Hann stoppaði svo í Hollandi í þrjú ár áður en hann samdi við Cercle Brugge. Spilar hverja einustu mínútu „Það gekk á ýmsu fyrsta tíma- bilið hjá Cercle og ég náði ekki að mynda nógu gott sam band við þjálfarann. Svo kom nýr þjálfari og síðan þá hef ég verið fasta maður í liðinu.“ Til marks um það má nefna að Arnar hefur spilað í 90 mínútur í öllum nítján deildar leikjum liðsins til þessa á tímabilinu. „Árið 2011 var það besta á ferli mínum hingað til,“ segir hann. „Reynslan kemur með aldrinum og þá verður auðveldara að takast á við þær aðstæður sem geta komið upp í leikjum. Maður þekkir þetta orðið allt. Líkaminn er líka góður og mér líður vel. Með aldrinum áttar maður sig á því að ferlinum gæti lokið hvenær sem er – þá er um að gera að njóta þess að spila á meðan maður getur.“ Útskrifast sem þjálfari í vor Arnar skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í vor en ef líkaminn verður enn í fínu standi að þeim tíma loknum mun hann spila áfram. Ef ekki mun hann líklega hefja störf sem þjálfari hjá liðinu. „Ég hef verið að sækja þjálfara nám hér í Belgíu og mun útskrifast með UEFA-A þjálfaragráðu í vor,“ segir hann, en það er næsthæsta stig þjálfara- menntunar hjá Knattspyrnu- sambandi Evrópu. Þrátt fyrir það var hann ekki harðákveðinn í að fara út í þjálfun. „Ég ætlaði bara að fara í námið og sjá svo til. Staðan er þannig núna að mér líður mjög vel hjá Cercle og það er einnig ánægja með störf mín hjá félaginu. Það er litið á mig sem framtíðarmann í þjálfarateymi félagsins, fyrst um sinn sem aðstoðarmaður.“ Ekkert ritað í stein Hann tekur þó öllu með hæfi- legum fyrirvara. „Maður veit aldrei. Kannski gerir maður eitt- hvað af sér í næstu viku og verður umsvifa laust sparkað út,“ sagði hann í léttum dúr. „Það er ekkert ritað í stein.“ Arnar er fjölskyldu maður. Hann á eigin konu og tvö börn, sjö ára stelpu og fjögurra ára strák, og líður mjög vel í Belgíu. „Ég er hamingju samur ungur maður og okkur líður mjög vel. Við erum ekki á heimleið í bráð, sérstaklega ef maður fengi tækifæri í þjálfuninni hér úti. Það eru örugglega margir sem myndu borga góðan pening fyrir slíkt tækifæri.“ eirikur@frettabladid.is Árið 2011 var mitt besta á ferlinum Arnar Þór Viðarsson er lykilmaður hjá Cercle Brugge í Belgíu og hefur spilað hverja einustu mínútu á tímabilinu. Hann mun sennilega hefja störf hjá félaginu sem þjálfari að leikmannaferlinum loknum. í baráttunni Arnar Þór Viðarsson er hér til vinstri í búningi Cercle Brugge í leik gegn erkifjendunum og grönnunum í Club Brugge. Leikurinn fór fram í nóvember og hafði Club Brugge betur, 1-0. nordiC photos/getty Arnar Þór Viðarsson er í fámennum hópi en aðeins 21 leikmaður á meira en 50 landsleiki að baki. Arnar hefur spilað 52 landsleiki á ferlinum en á þó ekki sérstaklega góðar minningar frá síðasta landsleik, en þá tapaði Ísland fyrir Liechtenstein ytra, 3-0. eyjólfur sverrisson hætti sem landsliðsþjálfari eftir leikinn og Arnar hlaut aldrei náð fyrir augum Ólafs Jóhannessonar, sem tók við. „Ég sé ekki eftir neinu og er mjög sáttur við minn feril,“ segir Arnar. „Það hefur aldrei skipt mig máli hvað öðrum finnst um mig – bara að fólkið sem þekkir mig og hefur unnið með mér sé sátt við mig.“ Lars Lagerbäck er nýtekinn við íslenska landsliðinu og með nýjum þjálfara koma ný tækifæri fyrir leikmenn. „hver þjálfari velur sitt sterkasta lið hverju sinni. ef ég er ekki hluti af því þá er það bara þannig,“ segir Arnar, sem hefur þó auðvitað sínar skoðanir á þessum málum. „Ég teldi það eðlilegt ef leikmaður sem væri búinn að vera í atvinnumennsku í öll þessi ár og enn að spila í hverri viku teldi sig nógu góðan fyrir landsliðið. en staðreyndin er sú að það eru 3-4 ár síðan ég talaði við landsliðsþjálfara síðast og ef kallið kæmi nú myndi ég bara skoða það. Ég hef ekki verið að velta þessum málum fyrir mér. Kannski hefur það hjálpað mér hjá mínu félagsliði að hafa ekki verið að spila og ferðast með landsliðinu á sama tíma.“ Hefur ekkert hugsað um landsliðið Snobbi eins og þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson hafa stundum kallað sig eru báðir að fara að taka þátt í sínu tíunda stórmóti á EM í Serbíu. Snorri Steinn var fyrst með á HM í Portú- gal 2003 og hefur verið á öllum stórmótum síðan nema á HM í Túnis 2005. Róbert var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur ekki misst úr stórmót síðan. Þeir eru á leiðinni á sitt fimmta Evrópumót saman. EM í handbolta 2012 9 dagar FótboLti Þriðja umferð ensku bikarkeppninnar fer að mestu leyti fram um helgina en hennar er ávallt beðið með mikilli eftirvæntingu af áhugamönnum um enska boltann. Liðin í efstu tveimur deildum Englands koma nú inn í keppnina og mæta mörg hver liðum úr neðri deildunum og jafnvel utandeildum sem hafa komist í gegnum langa og stranga undankeppni sem hófst um miðjan ágúst. Alls voru 759 lið skráð til þátt­ töku í þessari fornfrægu keppni sem er elsta bikar keppni heims. Lægst skrifaða liðið sem enn er með í keppninni er Salisbury City úr sjöttu efstu deild Englands en liðið mætir C­deildarliðniu Sheffield United á útivelli. Augu flestra munu þó beinast að viðureign Manchester liðanna City og United á morgun. Þó svo að 64 lið hafi verið í pottinum drógust þessir erkifjendur saman en þau sitja nú í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar. Heiðar Helguson, nýkrýndur íþróttamaður ársins, og félagar í QPR mæta MK Dons, sem leikur í C­deildinni, á útivelli klukkan 15.00 í dag. - esá Fjörug bikarhelgi á Englandi: Stórslagur í Manchester Helstu leikir helgarinnar Laugardagur: 12.30 Birmingham - Wolves Stöð 2 Sport 15.00 Barnsley - Swansea 15.00 Everton - Tamworth 15.00 Fulham - Charlton 15.00 Gillingham - Stoke 15.00 Hull - Ipswich 15.00 MK Dons - QPR 15.00 Macclesfield - Bolton Stöð 2 Sport 15.00 Newcastle - Blackburn 15.00 Reading - Stevenage 15.00 Swindon - Wigan 15.00 Tottenham - Cheltenham 15.00 Watford - Bradford 15.00 West Brom - Cardiff 17.30 Bristol R. - Aston Villa Stöð 2 Sport Sunnudagur: 13.00 Man. City - Man. Utd. Stöð 2 Sport 15.00 Chelsea - Portsmouth 15.30 Peterb. - Sunderland Stöð 2 Sport koLLEgar sir Alex Ferguson heilsar roberto Mancini. nordiC photos/getty kostir til bættrar munnhirðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.