Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 36

Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 36
31. mars 2012 LAUGARDAGUR36 1. Hvert verður þitt fyrsta verk til breytinga verðir þú kjörinn biskup? 2. Hvernig hefði kirkjan átt að bregðast við í máli kvennanna sem ásökuðu Ólaf Skúlason biskup um kynferðisbrot árið 1996? 3. Hefur þú og/eða myndir þú gefa saman samkynhneigð pör? Vinsamlegast rökstyddu svar þitt. 4. Telur þú að allir félagar í þjóð- kirkjunni eigi að hafa kosningarétt í biskupskosningum? 5. Finnst þér afstaða kirkjunnar til mála hafa byggst um of á bók- stafstrú? SPURNINGAR FRÉTTABLAÐSINS TIL BISKUPSEFNA S igurður Árni Þórðarson er fæddur árið 1953 og býr í Reykjavík. Sigurður Árni er giftur Elínu Sigrúnu Jónsdóttur og á fimm börn, þar af þrjú af fyrra hjónabandi. Hann starfar nú sem prestur í Neskirkju í Reykjavík. 1979: Cand. theol. frá guðfræðideild Háskóla Íslands. 1989: Doktorspróf í guðfræði- og heimspekisögu við Vanderbilt háskóla í Tennessee. 1986 - 1991: Rektor í Skálholtsskóla. 1992 - 1995: Fræðslustjóri Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 1995 - 2004: Verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Hefur starfað sem prestur í Ásaprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi, Staðarfellsprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi, við Hallgrímskirkju í Reykjavík og Neskirkju. Sigurður Árni er kirkjuþings- maður og varamaður í kirkjuráði, situr í samkirkjunefnd kirkjunnar og er formaður framtíðar- nefndar kirkjuþings. www.prestar.is ■ SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON Agnes M. Sigurðardóttir er fædd árið 1954 og býr í Bolungarvík. Agnes á þrjú upp-komin börn og býr einsömul. Agnes starfar nú sem prófastur á Vestfjörðum og sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli. 1981: Cand. theol. frá guðfræðideild Háskóla Íslands. Vígðist sem æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. 1986 - 1994: Sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli. 1994 - 2012: Sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli. 1997: Nám í prédikunarfræði í Uppsala í Svíþjóð. 2006 - 2007: Skrifaði meistararitgerð um félagsmótun prestsbarna. 1999 - 2012: Prófastur á Vestfjörðum. www.prestar.is ■ AGNES M. SIGURÐARDÓTTIR Lítið umburðarlyndi í bókstafstrú gagnvart breytingum í samfélaginu 5. Biblían skiptir kirkjuna höfuðmáli, hefur haft áhrif á menningarsögu heimsins og umbreytt lífi milljóna. Ekki bara kristnir menn lesa Biblíuna. Gyðingar nota stóran hluta hennar og mús- limar virða biblíuefnið mikils. Nútímamenning okkar verður ekki skilin vel nema kunna nokkuð fyrir sér í Biblíunni og hvernig hún hefur verið túlkuð. Bókstafstrúin hefur lítinn áhuga á túlkun og táknrænum boðskap og leitar fremur að óskeikulli leiðsögn. Bókstafstrú hefur ekki mikið umburðarlyndi gagnvart því að samfélag og gildi hafa breyst og sér í siðfræði fornaldar boð um líferni og skyldur kristins manns í nútíma. Kirkja okkar og aðrar lútherskar kirkjur hafa þegið í arf að Biblían skuli lesin út frá persónu Jesú Krists og boðskapur hennar sé túlkaður í ljósi reynslu manneskjunnar. Þannig þjónar Guðs orð velferð og frelsi manneskjunnar í heimi, sem kreppir og dæmir. Afstaða kirkjunnar á að mótast af því. Afstaða kirkjunnar ekki byggð á bókstafstrú 5. Því fer fjarri. Bókstafstrú hefur engan veginn verið í forgrunni í kirkjustarfi á Íslandi. Kirkjan hvílir á ríkri og dýrmætri hefð og þegar taka þarf afstöðu til mála sem snerta kenningu hennar, boðun og helgihald þarf að taka ákvörðun sem byggist á rannsókn ritninganna og kirkjulegrar hefðar. Ef með spurningunni er átt við afstöðuna til samkynhneigðar þá var vel og faglega unnið í því máli innan þjóðkirkjunnar í því skyni að ná niðurstöðu. Það tókst og skilaði að minni hyggju mjög farsælli niðurstöðu. Hlutverk kirkjunnar er og verður ætíð að boða trú á Jesú Krist. Undan því hlutverki getur hún ekki vikist og sú trú verður að móta alla breytni hennar. Ætti að leyfa fleirum innan þjóðkirkjunnar að kjósa biskup 4. Ég vil auka áhrif kirkjufólksins á stjórn þjóðkirkjunnar. Það verður til að efla kirkjustarfið en ekki minnka völd og virkni prestanna. Kosningaþátttaka í fyrri hluta biskupskjörsins var framúr- skarandi. Nú var kosið eftir nýjum reglum, sem fjölga kjörmönnum mjög. Í fyrsta sinn eru prestar ekki í meirihluta þeirra sem kjósa biskup, heldur leikmenn sem gegna trúnaðarstörfum í þjóð- kirkjunni. Ég hef sannfærst um að þetta var gæfuspor. Taka á örugg en markviss skref í þessum efnum og mér sýnist að ganga megi lengra og fjölga kjörmönnum. Þjóðkirkjan má njóta hinnar merkilegu og öflugu hugmyndar um hinn almenna prestdóm – sem færir ábyrgð og myndug- leika til allra sem eru skírðir. Biskupinn er kallaður af söfnuðunum í landinu og þau, sem hafa köllun til að þjóna kirkjunni sinni og taka virkan þátt í starfi hennar, eru að sjálfsögðu hæf til að velja biskup. Nauðsynlegt að meta reynsluna áður en breytingar verði gerðar 4. Það er kirkjuþing sem setur starfsreglur um biskupskosningu. Þær reglur sem nú er kosið eftir eru nýjar af nálinni og sjálfsagt að meta reynsluna af fyrirkomulaginu áður en ráðist verður í frekari breytingar. Mun halda áfram að gifta samkynhneigð pör 3. Já. Ég mun næst þjóna við slíka athöfn í Dómkirkjunni 30. júní. Þjóðkirkjan var samstíga löggjafanum þegar ný hjúskaparlög tóku gildi 27. júní árið 2010. Þann dag tók einnig gildi nýtt hjónavígsluform í kirkjunni, fyrir alla sem gifta sig í kirkju, samkynhneigða og gagnkynhneigða. Samkynhneigðir njóta fullra réttinda í samfélagi okkar og líka í þjóðkirkjunni. Bæn fyrir hjóna- efnum lýtur ætíð að því sama, að þeim auðnist að elska, treysta og vera trú á lífsgöngunni. Þjóðkirkjan lítur hjónaband samkynhneigðra sömu augum og hjónaband karls og konu. Sömu áskoranir og gleðiefni mæta þeim og kirkjan býður samfylgd og samtal í gegnum lífsgönguna. Ætti ekki að þvinga presta til verka sem samviskan leyfir ekki 3. Ég hef ekki verið beðin um að gefa saman samkynhneigð pör en ég gerði það, væri ég beðin. Kirkjan náði farsælli niðurstöðu í því máli og var mjög framarlega í því sambandi miðað við kirkjur í nágrannalöndunum. Mér finnst líka mjög mikilvægt að samviskufrelsi presta sé virt og prestar séu ekki þvingaðir til að vinna verk sem samviska þeirra leyfir ekki. Ólafur Skúlason hefði átt að víkja á meðan málið væri kannað 2. Fagfólk um eðli og afleiðingar kynferðisbrota hefur kennt okkur, að þegar mál af þessu tagi koma upp, hefur fólk innan viðkomandi stofnunar tilhneigingu til að slá vörð um stofnunina sjálfa fremur en að koma þolanda ofbeldisins til hjálpar. Þetta kom í ljós þegar ásakanir gegn Ólafi komu fram árið 1996. Stjórnkerfi og stjórnunarmenning kirkjunnar á þeim tíma var til hindrunar að ásakanir væru kannaðar á faglegan hátt. Þetta leiddi skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings í ljós. Eðlilegra hefði verið að mæta konunum, sem stigu fram, og leyfa þeim að segja sögu sína og trúa þeim. Sá, sem borinn var sökum, hefði átt að víkja á meðan kannað væri hvað væri hæft í ásökunarefnum. Kirkjan hefur lært af reynslunni og tileinkað sér ný vinnubrögð í meðferð kynferðisbrota síðustu árin. Þjóðkirkjan hefur nú verkferla og kunnáttu til að bregðast við kynferðisbrotamálum. Starf Fagráðs um meðferð kynferðisbrota er gott og til fyrirmyndar. Engir verkferlar voru til þegar biskupsmálið kom upp fyrir 16 árum 2. Umrætt mál hefur verið mörgum afar erfitt, ekki síst konunum sem brotið var á. Aðalatriðið er að nú er hægt að takast á við mál strax og þau koma upp, hvar svo sem meintur gerandi er staddur í valdastiganum. Það er í sjálfu sér auðvelt nú 16 árum eftir atburði að segja eitthvað í viðtengingarhætti um hvernig hefði átt að bregðast við og það vil ég síður gera. Þegar þessi mál komu upp á sínum tíma voru engir þeir verkferlar til sem hægt var að vinna eftir. Og það gilti ekki aðeins um þjóðkirkjuna heldur aðrar stofnanir þjóðfélagsins líka. Fljótlega hóf þjóð- kirkjan mikla vinnu í sambandi við að móta verkferla til þess að vinna út frá ef mál hliðstæð þessu kæmu upp. Og þjóðkirkjan hefur síðan verið framarlega í sambandi við vinnu af þessu tagi miðað við aðrar stofnanir. Í rannsóknarskýrslu Kirkjuþings sem út kom í fyrra er komið inn á hvernig við var brugðist og hvað bar út af. Málefni barnafjölskyldna og fjármálin mest aðkallandi verkefnin 1. Fólk og fjármál eru fyrstu viðfangsefnin og fólkið er í forgangi. Mitt fyrsta verk verður að kalla barnafræðara kirkjunnar til átaks í þágu barna og barnafjölskyldna. Börnin eru dýrmæti og framtíð þjóðarinnar og kirkjunnar. Svo vil ég hefja virkt samtal og samfylgd með prestum, djáknum og sjálfboðaliðum í þjóðkirkjunni. Í starfsfólki kirkjunnar er mannauður. Biskupinn á að fylgjast með, uppörva og leiðbeina, samgleðjast þegar vel gengur og benda á það sem betur má fara. Við þurfum að breyta sinnuleysi og kulda í athygli og umhyggju því glatt fólk vinnur vel. Varðandi fjármál er knýjandi að leiðrétta skerðingar á trúfélagsgjöldum, sem hafa þrengt mjög að kirkjustarfi um allt land. Biskup á að beita sér fyrir að endurheimta félagsgjöldin. Það er mikil- vægara en nokkru sinni fyrr að kirkjan sé virk og haldi sjó í þeim erfiðleikum sem eru þaulsetnir í íslensku samfélagi. Mun fyrst kynna sér málin og fá yfirsýn 1. Ef ég verð kjörin biskup mun ég fyrst og fremst vinna að því að kynna mér málin og fá yfirsýn. Það þarf ugglaust að breyta ýmsu í stjórn og starfsháttum kirkjunnar en biskupinn er engan veginn sá aðili sem hefur eitthvert allsherjarvald. Önnur kirkjuleg stjórnvöld eru kirkjuþing og kirkjuráð, auk prestastefnu og biskupafundar. Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum kirkjunnar og engar breytingar geta orðið nema kirkjuþing samþykki þær. Frá árinu 1998 eða í nær 15 ár hefur þjóðkirkjan verið sjálfstæð stofnun með frelsi í bæði ytri og innri málum sínum innan lögmæltra marka. Það þarf að meta þá reynslu sem fengist hefur af því fyrirkomulagi og út frá því byggja endurskoðað skipulag. Kirkjan fær brátt nýjan leiðtoga Tveir prestar urðu efstir í fyrri umferð biskupskosninga; kona og karl. Þau sammælast um að mörgu verði að breyta innan kirkj- unnar þó afstaða þeirra til aðferðanna sé um margt ólík. Biskupsefnin svöruðu spurningum Sunnu Valgerðardóttur um fyrstu verkefni sín sem biskup, viðbrögð kirkjunnar í máli Ólafs Skúlasonar, hjónabönd samkynhneigðra, kosningar og bókstafstrú. Talið var í fyrri umferð biskupskjörsins þann 23. mars síðastliðnum. Á kjörskrá voru 502 manns og 95 prósenta þátttaka var í kosningunni. Agnes fékk flest atkvæði, eða 131 og 27,5 prósent allra atkvæða. Sigurður Árni fékk næstflest atkvæði, eða 120 og 25,2 prósent heildarfjöldans. Í þriðja sæti var Sigríður Guðmarsdóttir með 76 atkvæði. Í síðari umferð kosninganna stendur valið á milli Agnesar og Sigurðar Árna. Frestur til að skila atkvæðum og yfirlýsingu um að viðkomandi hafi kosið á Biskupsstofu rennur út mánudaginn 16. apríl næstkomandi. AGNES FÉKK FLEST ATKVÆÐI Í FYRRI UMFERÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.