Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 40
31. mars 2012 LAUGARDAGUR40 B arnatennur þeirra sem eiga erlenda foreldra eru verr farnar heldur en barna sem eiga íslenska foreldra. Þetta kemur fram í skýrslu um átaksverkefni sem fram fór á vegum Tannlæknadeildar HÍ og velferðarráðuneytisins síðast- liðið sumar, þar sem um þúsund börn tekjulágra foreldra höfðu rétt til þátttöku. Inga B. Árna- dóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild HÍ, var þeirra á meðal. „Í sumum tilfellum var ástandið skelfilegt. Við sáum börn með niðurbrenndar barnatennur og margar tennur voru dregnar út. Við sáum að upprunaland for- eldra hefur áhrif á tannheilsu barna, þar sem fleiri tennur voru skemmdar í börnum af erlendum uppruna. Börn af landsbyggðinni voru líka með fleiri skemmdar tennur en börn af höfuðborgar- svæðinu.“ Inga var á meðal frummælenda á málþingi Barnaheilla í vikunni, þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort það séu mannréttindi eða forréttindi að vera með heil- brigðar tennur. Frummælendur voru sammála um að á Íslandi í dag sé tannheilbrigði augljóslega forréttindi þeirra efnaðri. Rann- sókn, sem Stefán Hrafn Jónsson, lektor í félagsvísindum, gerði árið 2005 styður við þetta, en hann fann tölfræðilega marktækt samband á milli heimilistekna og fjölda viðgerðra tanna barna í íslenskum skólum. Það brýtur gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem mismunun á grundvelli efnahags er bönnuð. 2,8 tennur skemmdar Inga segir að það þurfi þó að fara varlega í að draga ályktanir af niður stöðum úr átaksverkefninu, þar sem úrtakið hafi verið lítið og miðist við tekjumörk foreldra barna sem TR setti til að velja börnin. Átaksverkefnið hafi hins vegar staðfest það sem vitað var, að úrbóta var þörf. „Þetta gaf okkur ýmsar vísbendingar um ástandið. Í Munnís-rannsókninni sem gerð var árið 2005, og er mjög vel gerð og marktæk rannsókn, skoðuðum við upprunaland foreldra og sáum enga fylgni milli þess og tannskemmda. Það virðist því vera að eitthvað hafi breyst síðan þá.“ Að meðaltali voru tólf ára börn í átakinu með 2,8 skemmdar tennur, en samkvæmt heilbrigðisáætlun fyrir árið 2010 var stefnt að því að meðaltal skemmdra tanna ætti að vera ein tönn. Tennur um helmings þeirra barna sem tóku þátt í átaksverk- efninu voru í ágætu standi. Þau fengu fræðslu um tannvernd og þurftu ekki að heimsækja tann- lækni aftur fyrr en að ári liðnu. Ástand tanna um 25 prósent þeirra var hins vegar í verulega slæmum farvegi. Þá er ekkert vitað um ástand tanna þeirra 260 barna sem fengu boð um þátttöku í verkefninu, en mættu ekki. Eftirlit og þjónusta Ljóst er að íslensk börn heim- sækja tannlækna of sjaldan. Í rann sókninni árið 2005 kom fram að 17 prósent barna á aldrinum 4 til 18 ára komu ekki í eftirlit árið 2005. Árið 2010 komu 42 prósent barna 17 ára og yngri ekki í eftir- lit til tannlæknis. „Við viljum að börn komi til tannlæknis strax um þriggja ára aldur og reglulega eftir það. Reglulegt eftirlit skiptir öllu máli, því þá er hægt að stöðva sjúkdóma strax á byrjunarstigi, áður en þeir verða að stórum vandamálum,“ segir Inga. Á undanförnum árum hafa íslenskir tannlæknar séð tann- heilsu barna hraka og nú er svo komið að íslensk börn eru með tvöfalt fleiri skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra á Norður löndum. Ísland er í sjötta neðsta sæti allra OECD-landa hvað tannheilsu barna varðar. Inga segir það sem greini Ísland frá öðrum Norðurlöndum, þar sem tannheilsa barna er í mun betri farvegi en á Íslandi, að hér er á landi er eftirlit með tannheilsu barna ekki lögbundið. „For varnir og fræðsla skipta miklu máli, en það sem okkur skortir hér er markvisst eftir lit og þjónusta. Hér á landi finnst ekki reglugerð um skipulagt tannheilsueftirlit barna. Það er lögleitt á hinum Norður- löndunum og það er það sem við þurfum að gera hér. En við getum ekki lögleitt eftirlit, nema hið opin- bera taki meiri þátt í kostnaði við bæði eftirlit og meðferð en nú er. Við getum ekki skikkað börn í með- ferð ef for eldrar þurfa að greiða fyrir það.“ Brostnar forsendur Að nafninu til er í gildi samn- ingur á milli Sjúkratrygginga og tannlækna um ókeypis forvarna- skoðun þriggja, sex og tólf ára barna. Það eru hins vegar einungis 29 tannlæknar, þar af þrír á lands- byggðinni, sem enn bjóða þær for- varnaskoðanir. Í heild eru 275 tannlæknar starfandi á landinu og því ljóst að forsendurnar fyrir þessum samningi eru brostnar, þar sem langflestir tannlæknar hafa sag sig frá honum. Hvað veldur því? „Sjúkratryggingar hafa ekki staðið við sinn hluta samningsins. Það var mjög sárt fyrir mig að segja mig frá þessum samningi, en allir hafa sín þolmörk og ég gat ekki unnið eftir honum lengur. Ég veit að mjög mörgum kollegum mínum þótti erfitt að segja sig frá þessum samningi,“ segir Inga. Hvað með munnholið? Yfirlýst markmið heilbrigðisyfir- valda er að kostnaðarþátttaka hins opinbera skuli nema allt að 75 pró- sentum af raunkostnaði fyrir allar almennar tannlækningar barna. Sjúkratryggingar greiða hins vegar 75 prósent af kostnaði sam- kvæmt gjaldskrá sem hefur ekki verið uppfærð frá því árið 2004 og er því löngu úrelt. Oft greiða for- eldrar frá 50 til 70 prósentum af meðferð. Að mati Ingu væru 75 pró- sent ekki ásættanlegt hlutfall end- urgreiðslu, jafnvel þótt staðið væri við það. „Hið opinbera hefur gefið út fjölda reglugerða er varða börn, meðal annars um mæðraeftir lit, sjónmælingar og heyrnamæling- ar. Hvenær yrði það samþykkt, ef ríkið segðist ætla að greiða 75 prósent af kostnaði við ungbarna- eftirlit? Ef hönd brotnar á barni er hún löguð, alveg óháð efnahag for- eldra þess,“ segir Inga. „Munnholið er hvergi nefnt í íslenskum reglu- gerðum.“ Börn af erlendum uppruna verr sett Barnatennur þeirra sem eiga erlenda foreldra eru verr farnar en barna sem eiga íslenska foreldra. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild HÍ, lýsti því fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur hvernig Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem bannar mismunun á grundvelli efnahags, er þverbrotinn hér á landi. Tannheilsa sé orðin forréttindi þeirra efnaðri. HRIKALEGT ÁSTAND TANNA Fimmtán ára unglingur með hverja einustu tönn skemmda var á meðal þeirra sem nýttu sér hjálparvakt tannlækna, sem var hluti af átaksverkefni Tannlæknadeildar HÍ sumarið 2011. Eins og myndirnar bera með sér voru tennur fleiri barna afar illa farnar, en myndirnar voru allar teknar við það tækifæri. MYNDIR/INGA B. ÁRNADÓTTIR SKORTIR EFTIRLIT OG ÞJÓNUSTU Inga B. Árnadóttir, prófessor og tannlæknir, segir skorta skipulagt tannheilsueftirlit á Íslandi. Á hinum Norðurlöndunum hafi það verið lögleitt. Það sé nauðsynlegt að gera hér líka en sé hins vegar ekki mögulegt, fyrr en hið opinbera auki þátttöku í kostnaði við eftirlit og meðferð en það gerir nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í ár eru 20 ár liðin frá því að Ísland staðfesti Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Í tilefni stórafmælis sáttmálans mun Fréttablaðið fjalla reglulega í helgarblaði um málefni sem tengjast Barnasáttmálanum með einum eða öðrum hætti. 20 ÁRA Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Hvenær yrði það samþykkt, ef ríkið segðist ætla að greiða 75 prósent af kostnaði við ungbarnaeftirlit? Ef hendi brotnar á barni er hún löguð, alveg óháð efnahag foreldra þess 2. grein Jafnræði — bann við mismunun Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórn- málaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra. 18. grein Uppeldi og þroski Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skulu taka mið af því sem börnunum er fyrir bestu. Stjórnvöldum ber að veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar og sjá til þess að byggðar séu upp stofnanir og þjónusta veitt til umönnunar barna. 24. grein Heilsuvernd barna Börn eiga rétt á að njóta besta mögulegs heilsufars sem hægt er að tryggja, s.s. með læknisaðstoð og heilbrigðis- þjónustu. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að draga úr barnadauða, berjast gegn sjúkdómum og vannær- ingu, stuðla að fræðslu um heilbrigt líferni og reyna að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilsu barna. Barnshafandi konur og mæður ungbarna eiga rétt á heilsugæslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.