Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 52

Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 52
Árlega leitar fjölbreyttur hóps fólks eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vandi þeirra er fjölþættur og margháttaðar orsakir liggja að baki stöðu þeirra. Margir búa við sára fátækt, hafa litla menntun, lítinn félagslegan stuðning og þó nokkrir hafa einangrast félagslega vegna aðstæðna sinna. Þjónusta Hjálparstarfs kirkjunnar felst meðal annars í því að veita þessum hópi fólks mataraðstoð, fataúthlutun, styrki til lyfjakaupa og félagslega ráðgjöf. Mikilvægur þáttur í starfinu er stuðningur við efnalítil börn og unglinga til að gera þeim kleift að stunda nám og taka þátt í tómstundum og öðru félagslífi. Aukin þörf eftir hrun Efnahagshrunið haustið 2OO8 hafði í för með sér breytingar á fjárhagsstöðu margra. Aukin þörf skapaðist fyrir aðstoð hjá hjálparstofnunum og fjöldi sem til þeirra leitaði jókst verulega. Til Hjálparstarfs kirkjunnar leitaði nýr hópur fólks sem aldrei hafði sótt um aðstoð áður. Jafnframt lækkaði meðalaldur þeirra einstaklinga sem óskuðu eftir aðstoð og hópur yngsta fólksins sem voru á aldrinum 18–22 ára stækkaði nokkuð. Innanlands aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar margfaldaðist eftir efnahagshrunið. Valdefling og notendasamráð Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar skynjuðu þörf fyrir aukna og breytta aðstoð og brugðust fljótt og faglega við til að mæta þörfum fólksins. Þegar verið er að vinna með félagsleg vandamál og aðstæður í lífi fólks er ekki hægt að gefa ákveðna forskrift hvernig bregðast eigi við vandanum. Mikilvægt er þó að fagfólk beiti faglegri þekkingu og geti fært rök fyrir aðferðum sínum og nálgunum. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar starfa félagsráðgjafar sem nýttu faglega þekkingu sína til að koma á breytingum við matar- úthlutun og aðra aðstoð. Leiðarljós breytinganna var hugmyndafræði valdeflingar og notendasamráðs til að mæta þörfum notenda þjónustunnar. Markmiðið með valdeflingu er að bæta félagslega stöðu og almenn lífsgæði fólks. Með valdeflingu er verið að gera fólki kleift að breyta aðstæðum sínum sér í hag og draga fram þarfir sínar með þroska og eflingu á sjálfsmynd, sjálfsvirðingu og lífsgæðum. Með valdeflingu er lögð áhersla á val, vald og ákvörðunarrétt þeirra sem á þjónustu þurfa að halda. Notendur þjónustunnar eru gerðir meðvitaðir um að þeir hafi rétt til að hafa áhrif á þjónustuna sem þeim er veitt, þeir eru sérfræðingar í eigin lífi og hafa upplifað þær aðstæður sem verið er að reyna að breyta. Hugtakið notendasamráð er nátengt valdeflingu. Þar sem notendasamráði er beitt er áhersla lögð á lýðræðislega nálgun, samvinnu, samráð og þátttöku notandans svo hann stýri sjálfur þeirri þjónustu sem hann fær. Með notendasamráði er hægt að bregðast fljótt við þeim óskum sem fram koma. Notandinn þekkir aðstæður sínar og getur gefið mikilvægar upplýsingar um hvernig þjónusta hentar honum til að mæta þörfum sínum. Hugtökin valdefling og notendasamráð tengjast bæði lífsgæðum og almennum mannréttindum, þau eru ekki íhlutun eða stjórnunaraðferðir heldur hugmyndafræði sem unnið er eftir til að efla fólk til sjálfshjálpar. Inneignarkort tekin upp og ráðgjöf aukin Ákvarðanir um breytingar á þjónustu Hjálparstarfs kirkjunnar voru teknar á grunni þess hver þörfin var fyrir aðstoð eins og hún birtist í viðtölum við notendur þjónustunnar. Breytingar voru gerðar á framkvæmd mataraðstoðar, starf sjálfboðaliða var aukið og skipulagt af fagfólki stofnunarinnar til að gera vinnuna árangursríkari. Breytingarnar fólu í sér að notendur þjónustunnar fengu inneignarkort í matvöru verslanir í stað matargjafa í poka. Þeir sem fá inneignar kort þurfa að koma með gögn um tekjur sínar og gjöld til að sýna fram á þörfina fyrir aðstoð. Samfara breytingum á mataraðstoð var bæði félagsleg- og fjármálaráðgjöf aukin verulega og komið var á lífsleikni námskeiðum fyrir fullorðna. Starfsfólk Hjálparstarfsins taldi að með aukinni faglegri ráðgjöf og stuðningi gæti fólk náð skrefinu lengra í lífi sínu með því að hafa heildarsýn yfir aðstæður sínar. Lögð var áhersla á að finna úrræði og úrlausn á stöðu hvers og eins. Fólk var stutt til sjálfshjálpar til að stuðla að því að það þyrfti ekki að reiða sig eingöngu á utanað- komandi aðstoð hjálparstofnana. Rannsókn leiðir í ljós ánægju með breyttar áherslur Haustið 2O11 gerði undirrituð rannsókn á upplifun notenda þjónustu Hjálparstarfs kirkjunnar af breyttum áherslum á mataraðstoð og starfsaðferðum. Niðurstöður þeirrar rannsóknar benda til að notendum þjónustunnar sem rætt var við líkaði þjónustan betur eftir breyting- arnar og auðveldaði þeim margt. Með inneignarkortum gátu viðmælendur í rannsókninni skipulagt innkaup sín og valið og keypt það sem þeir vildu borða. Einnig kom fram í niðurstöðunum að fólkið gat ekki alltaf nýtt sér það sem var í matarpokunum af ólíkum ástæðum. Mikilvægur þáttur var einnig sá að notendur þjónust- unnar upplifðu sig sem þátttakendur í daglegu lífi samfélagsins í stað þess að upplifa niður lægingu við að bíða eftir mat í biðröð. Viðmælendum fannst flestum alveg sjálfsagt að koma með gögn um tekjur sínar og gjöld til að sýna fram á þörf sína fyrir aðstoð. Mörgum fannst það jafnvel gott því að á þann hátt lá það ljóst fyrir að þau þurftu á aðstoðinni að halda í raun. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að allir viðmælendur voru ánægðir með breytt fyrirkomulag og telja sig hafa aukið val í annars erfiðum aðstæðum sínum. Það kom líka fram í svörum þeirra að þeir hefðu ekkert val um það hvort þeir leituðu til hjálparstofnana eða ekki, staða þeirra væri þannig og þörfin brýn. Fræðimenn hafa bent á að val og þátttaka er nauðsynleg og ein af grunnþörfum mannsins. Fram kom hjá við mælendum að þeir vildu aukið sjálfstæði og ekki þurfa að vera í þeirri stöðu að vera bara þiggjendur. Þeir töldu ráðgjöfina mikilvæga þar sem hún gæti dregið úr einangrun og aukið sjálftraust og virkni þeirra. Allir viðmælendur sögðust þakklátir fyrir það að geta lagt sitt af mörkum með því að taka þátt í rannsókninni. Ölmusuhugsun verði útrýmt Í ljósi þessara niðurstaðna má hvetja velferðarkerfið og hjálparstofnanir til að gera notendum það kleift að hafa áhrif á stöðu sína í samfélaginu. Þátttaka getur falist í ólíkum verkum og framkvæmdum. Mikilvægt er að vinna í samvinnu við notendur þjónustunnar og þeir sjálfir komi með hugmyndir að framtíðaráætlunum sem hæfa getu þeirra og óskum. Í þeirri vinnu verður að tryggja að mannréttindahugsun verði höfð að leiðarljósi og ölmusuhugsun verði útrýmd til að tryggja gagnkvæma virðingu og skilning allra aðila. Það verður að skapa þær aðstæður í samfélaginu að allir eigi möguleika á að bæta aðstæður sínar og ná skrefi lengra í lífinu. Það verður ekki gert fyrir hvern og einn, hver einstak- lingur ber ábyrgð á sjálfum sér og sinni velferð. Hins vegar er hægt að skapa aðstæður sem auka velferð sem flestra og gera öllum kleift að vera þátttakendur í samfélaginu á einn eða annan hátt. Það er verkefni framtíðarinnar að finna leiðir til að hámarka hagnað íbúanna sem eru bestu lífsgæði öllum til handa. Katrín G. Alfreðsdóttir meistaranemi í félagsráðgjöf Fagleg rök ráða starfsaðferðum 49,2 47,3 44,2 43,4 41,4 4O 42 44 46 48 5O 2OO7 2OO8 2OO9 2O1O 2O11 6 – Margt smátt ... Meðalaldur þeirra sem fá aðstoð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.