Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 110
31. mars 2012 LAUGARDAGUR70 B ankið á hurðina er veikt. Dágóð stund líður áður en tekið er í húninn og krúnu- rökuðu höfði stung- ið hikandi inn um gættina á litlu hótelherbergi Soho Hótelsins í Lundúnum. Andlitið er mjóslegið og á nefinu hvíla silfruð spangargleraugu. Búkurinn sem fylgir höfðinu inn um dyrnar full- komnar staðalímyndina sem flestir hafa af ungum karlmönnum sem hafa gaman af fantasíum; mjósleg- inn, klæddur sniðlitlum gallabuxum og stuttermabol með mynd af pixl- uðum tölvuleikjafígúrum að slást. Dan Weiss er annar tveggja framleiðenda og handritshöfunda fantasíu þáttanna Game of Thrones sem byggðir eru á bókum rit- höfundarins George R. R. Martin. Ekki hefðbundin fantasía Þættirnir, sem gerast í skálduðum miðaldaheimi þar sem sjö fjölskyld- ur heyja blóðuga baráttu um völd og járnhásæti, eru í aðra röndina hefðbundin fantasía. Um moldugar götur innan borgarveggja arka brúnaþungir, hár fagrir karlmenn sveipaðir efnis miklum skikkjum og úfnum gærum sem líkjast helst aftur göngum úr búninga- safni Hrafns Gunnlaugssonar. Um grænar gresjur ríða hestum vöðva stælt tröllmenni með augn- farða í fylgd fáklæddra kvenna með hár niður á mjaðmir. En varast skal að láta loðið yfirborðið, eld- spúandi drekana og yfirnáttúru- legar óvættirnar blekkja. Game of Thrones er langt frá því að vera venjuleg fantasía. Á hæla Weiss inn í herbergið fylgir hinn helmingur tvíeykisins bak við verðlaunaþættina. Ef Dan Weiss er hold gervingur þeirra gilda sem virðast á yfir- borðinu liggja til grundvallar Game of Thrones er David Benioff lifandi líkneski alls þess sem flest- ir töldu ómögulegt að fantasíu- sjónvarpsþáttur gæti nokkru sinni verið uns Game of Thrones tók að birtast á skjáum um heim allan: Fágaður, svalur og fjöldanum að skapi. Klæddur óaðfinnanlega pressaðri bláköflóttri skyrtu undir að sniðnum bleiserjakka geislar af honum áreynslulaus Hollywood- „glamúr“. Og gljáinn er ekta. Til margra ára hefur Benioff starfað farsællega sem handritshöfundur í borg englanna. Eftir hann liggja myndir á borð við Troy og The 25th Hour. Og til að fullkomna pakkann: Benioff er kvæntur Hollywood leik- konunni Amöndu Peet sem margir þekkja úr kvikmyndinni The Whole Nine Yards. Þar sem við sitjum undir rauð- rósóttum rúmgafli sem áfastur er veggnum – rúmið hefur verið fjarlægt og í þess stað er komið dúkalagt borð – gera samstarfs- mennirnir og vinirnir til fjölda ára tilraun til að greina hvernig Game of Thrones tókst hið ómögulega; að endurheimta fantasíu-greinina úr greipum nördanna og fanga áhuga hins almenna manns. Höfða til breiðs hóps Weiss segir það eðli sögunnar sem veldur því til hve breiðs hóps þættirnir ná. Þungamiðja hennar sé ekki drekarnir eða seið konurnar – í henni sé mun minni áhersla lögð á galdra og hið yfirnáttúrulega en venjan er í fantasíum – heldur alvöru fólk sem tekst á við alvöru vandamál. „Sögusvið þáttanna er vissulega fantasíuheimur,“ segir hann og liggur lágt rómur. „En þegar alls er gætt fjalla þættirnir einfaldlega um venjulegt fólk með venjulega drauma, vonir og þrár. Baráttan um völd er eins alls staðar; ást sem fólk ber til fjöl- skyldu sinnar er eins alls staðar; og átökin milli þessara tveggja þátta – hvernig þeir orka hvor á annan – er eins alls staðar. Von okkar er að Game of Thrones séu fantasíu- þættir eins og Sópranó-fjölskyldan er mafíósa-þættir; helgaðir ákveð- inni kvikmyndagrein og tilheyra sem slíkir ákveðnum flokki en taka jafnframt á almennum mannlegum málefnum sem varða okkur öll.“ Er þeir Weiss og Benioff hófu fyrst vinnu við þættina lifðu þeir í stöðugum ótta við að sverð- sveiflandi lávarðar og kjaftforir dvergar myndu í besta falli trekkja að dyggan en óhjákvæmilega lítinn hóp fantasíu-aðdáenda. Raunin varð önnur útskýrir hinn prúðbúni Benioff og leggur svo fagmannlega Úr greipum nördanna Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones óttuðust að sverð-sveiflandi lávarðar og eldspúandi drekar myndu aðeins höfða til lítils hóps fantasíu-nörda. Raunin varð önnur. Undir rauðrósóttum rúmgafli tók Sif Sigmarsdóttir tali tvíeykið á bak við þættina og fór vel á með þeim er þau ræddu um væntingarnar og velgengnina. En skyndilega skipaðist veður í lofti. ÞRÍR VINIR Mennirnir á bak við Game of Thrones, handritshöfundarnir og framleiðendurnir David Benioff og Dan Weiss ásamt höfundi bókanna George R.R. Martin, til hægri. Baráttan um völdin heldur áfram í annarri þáttaröð Game of Thrones. Barátta Lannister og Stark fjölskyldnanna leikur sem fyrr lykilhlutverk í þáttunum. Á myndunum má sjá Joffrey Baratheon sem tilheyrir Lannister- ættinni og situr á valdastóli í Vesturási. Robb Stark (til hægri) hefur hins vegar ekki mikinn áhuga á að lúta hans stjórn. Sýningar á þáttunum hefjast á mánudag á Stöð 2 en þættirnir verða sýndir á stöðinni sólarhring á eftir að þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. SLEGIST UM VÖLDIN Í ÆVINTÝRAHEIMI GAME OF THRONES NORDICPHOTO/GETTY snyrtar hendur á borðið að ólíklegt verður að teljast að þær hafi gert mikið af því að fletta blaðsíðum lítt þekktra fantasíuskáldsagna eða fitla við tölvuleikjafjarstýringar. „Ein algengustu og ánægjulegustu við- brögðin sem við fengum við fyrstu seríunni voru: „Ég er ekki hrifinn af fantasíum og þegar ég heyrði fyrst um þáttinn – að í honum væru drek- ar og slíkt – vissi ég að ég hefði ekki áhuga. En svo horfði ég á einn þátt, féll samstundis fyrir karakterunum og nú er ég húkkaður.“ Það var mesta hrós sem við gátum fengið.“ 13 Emmy-tilnefningar Rétt eins og formúlukenndur Hollywood-„glamúr“ Benioff er ekta eru vinsældir þáttanna ekta. Þeir teljast nú fimmtu vinsælustu þættir í sögu kapalstöðvarinnar HBO sem framleiðir þá og fylgja þeir fast á hæla Sex and the City. Þættirnir hlutu 13 tilnefningar til Emmy verðlaunanna og tvær til Golden Globe verðlaunanna. Samn- ingar voru gerðir um framleiðslu annarrar seríu aðeins tveimur dögum eftir að fyrsti þátturinn var sýndur í sjónvarpi og er frum- sýningar hennar í apríl beðið með eftirvæntingu. En þrátt fyrir velgengni eru Weiss og Benioff lítillátir. Þeir eru yfirvegaðir í fasi, ef ekki feimnir. Nafnið George ber ítrekað á góma en félögunum er mikið í mun að deila heiðrinum með höfundi bók- anna sem þættirnir eru byggðir á. „George hefur tekið töluverðan þátt í öllu ferlinu,“ segir Benioff og útlistar aðkomu rit höfundarins að framleiðslu þáttanna: Hann skrifaði handrit að einum þætti í hvorri seríu, hann tók þátt í að velja leikarana auk þess sem hann er sér- legur ráðgjafi þegar kemur að því að skapa heim bókanna. Rætt um rétt útlit dreka „George hafði til að mynda mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig drekarnir líta út,“ segir Benioff og strýkur lófanum yfir þykkt, dökkt hárið sem nemur við sterk- legan kjálka settum grófum skegg- broddum. „Hann vildi tryggja að drekarnir hefðu tvo fætur – ekki fjóra fætur og vængi. Tvo fætur og vængi.“ Benioff glottir. „George hefur hugsað um dreka mun lengur en við.“ Í sömu andrá hallar Weiss sér fram og grípur orðið: „Ég eyddi reyndar löngum stundum í að velta fyrir mér útliti dreka þegar ég var tólf ára.“ Hann hlær hikstakenndum hlátri. Játningin kemur ekki á óvart. Fæstir almennir lesendur höfðu heyrt rithöfundarins George R. R. Martin getið fyrr en sjónvarps- þættir Benioff og Weiss komust í hámæli. Árum saman hafði hann hins vegar getið sér gott orð meðal svokallaðra fantasíu-nörda. Innan þeirrar kreðsu breiddist orðspor hans út er meðmæli gengu frá manni til manns með bókaflokki hans sem ber heitið A Song of Ice and Fire og þættirnir Game of Thrones eru byggðir á. Fljótt fundu aðdáendur bókanna, sem nú eru orðnar fimm að tölu, sér vettvang á veraldarvefnum til að eiga sam- skipti sín á milli. Fjöldi aðdáenda- síðna og vef-spjallsvæða spratt upp tileinkaður epískri sögunni. En ást aðdáenda er hverful. Hluti þeirra snerist nýverið gegn höfundinum í óþreyju sinni eftir að fá að vita
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.