Heimilisritið - 01.07.1947, Page 6

Heimilisritið - 01.07.1947, Page 6
gluggann í gestaskálanum, hnar- reist og þóttaleg, úti rigndi og hún vissi ekki hvað hún átti af sér að gera. Átti hún að halda lengra upp í fjödlin ein síns liðs, — en hún hafði aldrei áður gengið á fjöll; að snúa aftur til borgarinnar var sama og að viðurkenna ósigur sinn. Þá sá hún hvar ungur maður kom gangandi yfir túnið, 'hann bar stór- an pinkil, og tók í 'höndina á Berit, forstöðukonu skálans. Hún þekkti hann meira að segja mjög vel, hann hafði verið vinur elzta bróð- ur hennar sáluga. Það var forn- minjafræðingurinn og málvís’inda- maðurinn Mads Vinger. Guði sé lof, — loksins 'kom einhver, sem hún þékkti, einn úr hennar hóp. I Msí&i II. Hún hafði ekki óskað eftir að hitta Mads Vinger, hugsaði hún meðan hún horfði á hann snæða hálfkaldan miðdegisverðinn. í fyrsta lagi var hann ekki af henn- ar sauðahúsi, þvert á móti, hann var miklu fremur andlegur föru- nautur bræðra hennar, og hún taldi Hann stjórnmálalegt viðrini. Auk þess, — hann var ástfanginn af henni og hafði verið það í mörg ár og hún var aldrei kaldranalegri og þóttafyllri en þegar hann var nærstaddur. Ilann hafði aldrei beð- ið hennar, þótt hún hefði stundum óskað þess, því þá hefði það ver- ið út'kljáð mál og þau hefðu getað skilið að skiptum fyrir fullt og allt. Hún gat ekki afborið taugaspenn- una, sem það olli 'henni ævinlega að hitta hann. Annars hafði hún ekkert út á hann að setja. Hann var vel menntaður í sinni grein, og 'flaustraði engu af. Ilann var tals- vert hleypidómafullur, en það voru flestir karlmenn. Nú var það þó alltaf skemmti- legra, að hann var kominn. Hann hafði verið erlendis í allt vor, í Róm, þar sem hann hafði fengið að taka þátt í uppgreftrinum bæði á Keiserfora og Palatin. Hann ætlaði að skrifa bó'k um húsagerð- arlist á tímum Ágústusar, sagði hann. Ilún hafði áhuga á málinu, og hún sagði honum, að hún ætlaði að leggja stund á rómversk lög. Henni fannst allt í einu 'hún vita svo ós'köp lítið _ um rómverskt samfélagslíf, það auðmýkti hana ekki, þvert á móti, það styrkti að- stöðu hennar. Og hún sagði: „Þetta var skemmtileg tilviljun, — nú verðið þér að halda fyrirlestra fyr- ir mig á hverjum degi meðan þér dveljið hér“. Og augu hennar tindruðu af ákefð. En hann, sem hafði reikað rneðal rústa og graf- hauga og hugsað um hana, biturt og með þrá, líkt og mann dreym- ir unga og svala norræna júnínótt í sumarhitunum þar syðra, honum fannst hann heyra af hverju orði hennar, að nú mætti notast við hana, nú, þegar hún var ein og 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.